Jókerinn einstakur og Denver meistari í fyrsta sinn Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2023 07:16 Nikola Jokic hefur svarað öllum efasemdaröddum og Denver Nuggets er NBA-meistari í fyrsta sinn. AP/Jack Dempsey Serbinn Nikola Jokic var að sjálfsögðu í aðalhlutverki í nótt þegar Denver Nuggets varð NBA-meistari í körfubolta í fyrsta sinn frá upphafi. Leikmenn Denver fögnuðu vel og lengi á heimavelli eftir að hafa unnið Miami Heat 94-89, og þar með úrslitaeinvígi liðanna af miklu öryggi, 4-1. Eftir 47 ára veru í NBA-deildinni gátu Denver-búar fagnað með tilheyrandi flugeldasýningu. The @nuggets receive The Larry O'Brien Trophy as the 2022-23 NBA Champions! pic.twitter.com/1JmArALpSM— NBA (@NBA) June 13, 2023 CHAMPIONSHIP CITY, BABY! A crowd has gathered at 20th and Market in downtown Denver after the Denver Nuggets clinched their first-ever NBA title. pic.twitter.com/nMLGPyqieZ— Denver7 Nuggets News (@DenverChannel) June 13, 2023 Leikurinn í gær var reyndar engin flugeldasýning en enn og aftur var það Jokic sem sífellt kom liðsfélögum sínum til bjargar, en hann skoraði 28 stig í leiknum og tók 16 fráköst. Jokic er fyrsti leikmaður sögunnar til að skora flest stig (600), taka flest fráköst (269) og gefa flestar stoðsendingar (190) í einni úrslitakeppni, og hann var að sjálfsögðu verðlaunaður með Bill Russell verðlaunagripnum sem verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. Nikola Jokic is the 1st player in NBA history to lead all players in points, rebounds and assists in a single postseason. pic.twitter.com/DtqhfBKLIl— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 13, 2023 Jokic var valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar árið 2021 og 2022 en verðlaunin í gær höfðu aðra og meiri þýðingu. „Við erum ekki í þessu fyrir okkur sjálfa heldur fyrir félagann við hliðina á okkur. Þess vegna hefur þetta meiri þýðingu,“ sagði Jokic. Congrats to the Denver @Nuggets and the remarkable finals MVP Nikola Joki for bringing home the franchise s first NBA Championship!— Barack Obama (@BarackObama) June 13, 2023 Denver þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum í nótt og tilhugsunin um að geta tekið við meistarabikarnum í fyrsta sinn, og spennan sem því fylgdi, gæti hafa valdið því að aðeins tvö af fyrstu 22 þriggja stiga skotum liðsins fóru niður, sem og sex af fyrstu 13 vítaskotum. Miami var stigi yfir þegar 2:45 voru eftir af leiknum, eftir átta stig í röð frá Jimmy Butler. Denver náði hins vegar forystunni á ný og var þremur stigum yfir þegar fimmtán sekúndur lifðu leiks. Brown komst þá í þriggja stiga skot sem klikkaði og leikmenn Denver voru nógu öruggir á vítalínunni til að landa sigrinum, og þar með titlinum sem fagnað var með ýmsum hætti. IT S A POOL DAYpic.twitter.com/zf38DlwYu3— Denver Nuggets (@nuggets) June 13, 2023 The vibe is immaculate. pic.twitter.com/TPM3wxfJPi— Denver Nuggets (@nuggets) June 13, 2023 Nikola Jokic and his family celebrate after he leads the Denver #Nuggets to their first NBA Championship.Joker's brother holds him up and jostles him around like a rag doll, one of the few humans on this planet who could actually do that with Jokic. https://t.co/ZglQvh8G2o pic.twitter.com/yDLFAifRzU— Joel Rush (@JoelRushNBA) June 13, 2023 NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Leikmenn Denver fögnuðu vel og lengi á heimavelli eftir að hafa unnið Miami Heat 94-89, og þar með úrslitaeinvígi liðanna af miklu öryggi, 4-1. Eftir 47 ára veru í NBA-deildinni gátu Denver-búar fagnað með tilheyrandi flugeldasýningu. The @nuggets receive The Larry O'Brien Trophy as the 2022-23 NBA Champions! pic.twitter.com/1JmArALpSM— NBA (@NBA) June 13, 2023 CHAMPIONSHIP CITY, BABY! A crowd has gathered at 20th and Market in downtown Denver after the Denver Nuggets clinched their first-ever NBA title. pic.twitter.com/nMLGPyqieZ— Denver7 Nuggets News (@DenverChannel) June 13, 2023 Leikurinn í gær var reyndar engin flugeldasýning en enn og aftur var það Jokic sem sífellt kom liðsfélögum sínum til bjargar, en hann skoraði 28 stig í leiknum og tók 16 fráköst. Jokic er fyrsti leikmaður sögunnar til að skora flest stig (600), taka flest fráköst (269) og gefa flestar stoðsendingar (190) í einni úrslitakeppni, og hann var að sjálfsögðu verðlaunaður með Bill Russell verðlaunagripnum sem verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. Nikola Jokic is the 1st player in NBA history to lead all players in points, rebounds and assists in a single postseason. pic.twitter.com/DtqhfBKLIl— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 13, 2023 Jokic var valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar árið 2021 og 2022 en verðlaunin í gær höfðu aðra og meiri þýðingu. „Við erum ekki í þessu fyrir okkur sjálfa heldur fyrir félagann við hliðina á okkur. Þess vegna hefur þetta meiri þýðingu,“ sagði Jokic. Congrats to the Denver @Nuggets and the remarkable finals MVP Nikola Joki for bringing home the franchise s first NBA Championship!— Barack Obama (@BarackObama) June 13, 2023 Denver þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum í nótt og tilhugsunin um að geta tekið við meistarabikarnum í fyrsta sinn, og spennan sem því fylgdi, gæti hafa valdið því að aðeins tvö af fyrstu 22 þriggja stiga skotum liðsins fóru niður, sem og sex af fyrstu 13 vítaskotum. Miami var stigi yfir þegar 2:45 voru eftir af leiknum, eftir átta stig í röð frá Jimmy Butler. Denver náði hins vegar forystunni á ný og var þremur stigum yfir þegar fimmtán sekúndur lifðu leiks. Brown komst þá í þriggja stiga skot sem klikkaði og leikmenn Denver voru nógu öruggir á vítalínunni til að landa sigrinum, og þar með titlinum sem fagnað var með ýmsum hætti. IT S A POOL DAYpic.twitter.com/zf38DlwYu3— Denver Nuggets (@nuggets) June 13, 2023 The vibe is immaculate. pic.twitter.com/TPM3wxfJPi— Denver Nuggets (@nuggets) June 13, 2023 Nikola Jokic and his family celebrate after he leads the Denver #Nuggets to their first NBA Championship.Joker's brother holds him up and jostles him around like a rag doll, one of the few humans on this planet who could actually do that with Jokic. https://t.co/ZglQvh8G2o pic.twitter.com/yDLFAifRzU— Joel Rush (@JoelRushNBA) June 13, 2023
NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira