Ægifegurð hvalsins Ragnheiður Harpa Leifsdóttir skrifar 13. júní 2023 11:01 Í yfirgefnum firði fyrir vestan hruflast slétt yfirborð sjávarins og hvalur skýst upp úr vatninu. Okkur bregður. Svo skyndilega erum við minnt á smæð okkar. Undrun skolast yfir eins og alda. Í andartak er erum við kippt úr hversdeginum: hafragrautnum, reikningunum, bílaviðgerðinni. Í augnablik erum við agnarsmáar manneskjur með brjóstið barmafullt af fegurð. Karim Iliya - Kogia.org Í sumar stendur til að drepa tvö hundruð hvali. Um ævina kolefnisbindur hvalur á við skóg. Að drepa tvö hundruð hvali mætti því sjá eins og að útrýma stórum hluta skóglendis Íslands. Hvernig getur einn maður (sem kemst fyrir í hjarta hvals) fengið leyfi til að skjóta og drepa tvö hundruð hvali í sumar með ömurlegum og ofbeldisfullum aðferðum þvert á móti vilja þjóðarinnar? Í dag lifa þessir tvö hundruð hvalir enn, og nema stjórnvöld afturkalli leyfið til að skjóta þá, munu þeir óhjákvæmilega líða kvalafullan, langdreginn dauðdaga. Hvalur hf. mun engu skeyta um hvort hvalkú er með mjólkandi kálf sér við hlið, eða ef hún er ólétt. Þá verður fóstrið skorið úr maga hennar á höfninni í Hvalfirði og drepið. Hvalirnir verða skotnir með úrsérgengnum búnaði og sumir eiga eftir að berjast fyrir lífi sínu klukkutímum saman. Karim Iliya - Kogia.org Þegar eftirspurnin eftir kjötinu er enginn, arður fyrirtækisins á sölu hvalkjöti nær ekki til, mengun sem stafar af starfsstöð fyrirtækis sýnilega í höfninni og hundruð þúsundir manna eru á móti þessu - hvernig líðum við þetta? Hvernig látum eftir vilja eins manns þegar í samfélagi okkar eru óteljandi sterkir einstaklingar, öll með mikilvæga rödd. Hvalir eru hljóðlátir risar sjávarins. Þeir eru nauðsynlegur hluti vistkerfis sjávar og stuðla að heilbrigðu lífkerfi í sjónum, og þeir eru í útrýmingarhættu á heimsvísu. Söngur þeirra getur ferðast um 16.000 km, en það er vegalengdin frá Íslandi til Kambódíu. Karim Iliya - Kogia.org Alþjóðasamfélagið horfir. Það fylgist með og það dæmir. Nú er mikilvægt að við spyrnum á móti. Fyrir hvalina tvö hundruð sem munu annars láta lífið í sumar. Fyrir náttúruna, sjávarlífríkið við eyjuna okkar, fyrir börnin okkar sem munu erfa landið og læra söguna. Þau munu horfa tilbaka gagnrýnum augum á okkur, hvernig við tókumst við á loftslagsvánnisem blasir við. Árið er 2023 og látum það vera árið sem hvalveiðar heyra sögunni til. Hvalveiðar hafa ekkert með menningararf okkar að gera. Við viljum ekki að það séu stundaðar hvalveiðar í okkar nafni. Það sem við viljum er að fagna hvölunum. Jafnmargir ferðamenn fara í hvalaskoðun á sumri og byggja landið. Án þess að gera annað en að vera til bjóða hvalir manneskjunni að skynja smæð sína og ægifegurðina allt um lykjandi. Náttúra landsins okkar á sér enga hliðstæðu, rétt eins og hvalirnir sem synda um höfin. Stöndum vörð um þá. Bönnum hvalveiðar. Skrifum undir hér: https://stoppumhvalveidar.is/ Höfundur er skáld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í yfirgefnum firði fyrir vestan hruflast slétt yfirborð sjávarins og hvalur skýst upp úr vatninu. Okkur bregður. Svo skyndilega erum við minnt á smæð okkar. Undrun skolast yfir eins og alda. Í andartak er erum við kippt úr hversdeginum: hafragrautnum, reikningunum, bílaviðgerðinni. Í augnablik erum við agnarsmáar manneskjur með brjóstið barmafullt af fegurð. Karim Iliya - Kogia.org Í sumar stendur til að drepa tvö hundruð hvali. Um ævina kolefnisbindur hvalur á við skóg. Að drepa tvö hundruð hvali mætti því sjá eins og að útrýma stórum hluta skóglendis Íslands. Hvernig getur einn maður (sem kemst fyrir í hjarta hvals) fengið leyfi til að skjóta og drepa tvö hundruð hvali í sumar með ömurlegum og ofbeldisfullum aðferðum þvert á móti vilja þjóðarinnar? Í dag lifa þessir tvö hundruð hvalir enn, og nema stjórnvöld afturkalli leyfið til að skjóta þá, munu þeir óhjákvæmilega líða kvalafullan, langdreginn dauðdaga. Hvalur hf. mun engu skeyta um hvort hvalkú er með mjólkandi kálf sér við hlið, eða ef hún er ólétt. Þá verður fóstrið skorið úr maga hennar á höfninni í Hvalfirði og drepið. Hvalirnir verða skotnir með úrsérgengnum búnaði og sumir eiga eftir að berjast fyrir lífi sínu klukkutímum saman. Karim Iliya - Kogia.org Þegar eftirspurnin eftir kjötinu er enginn, arður fyrirtækisins á sölu hvalkjöti nær ekki til, mengun sem stafar af starfsstöð fyrirtækis sýnilega í höfninni og hundruð þúsundir manna eru á móti þessu - hvernig líðum við þetta? Hvernig látum eftir vilja eins manns þegar í samfélagi okkar eru óteljandi sterkir einstaklingar, öll með mikilvæga rödd. Hvalir eru hljóðlátir risar sjávarins. Þeir eru nauðsynlegur hluti vistkerfis sjávar og stuðla að heilbrigðu lífkerfi í sjónum, og þeir eru í útrýmingarhættu á heimsvísu. Söngur þeirra getur ferðast um 16.000 km, en það er vegalengdin frá Íslandi til Kambódíu. Karim Iliya - Kogia.org Alþjóðasamfélagið horfir. Það fylgist með og það dæmir. Nú er mikilvægt að við spyrnum á móti. Fyrir hvalina tvö hundruð sem munu annars láta lífið í sumar. Fyrir náttúruna, sjávarlífríkið við eyjuna okkar, fyrir börnin okkar sem munu erfa landið og læra söguna. Þau munu horfa tilbaka gagnrýnum augum á okkur, hvernig við tókumst við á loftslagsvánnisem blasir við. Árið er 2023 og látum það vera árið sem hvalveiðar heyra sögunni til. Hvalveiðar hafa ekkert með menningararf okkar að gera. Við viljum ekki að það séu stundaðar hvalveiðar í okkar nafni. Það sem við viljum er að fagna hvölunum. Jafnmargir ferðamenn fara í hvalaskoðun á sumri og byggja landið. Án þess að gera annað en að vera til bjóða hvalir manneskjunni að skynja smæð sína og ægifegurðina allt um lykjandi. Náttúra landsins okkar á sér enga hliðstæðu, rétt eins og hvalirnir sem synda um höfin. Stöndum vörð um þá. Bönnum hvalveiðar. Skrifum undir hér: https://stoppumhvalveidar.is/ Höfundur er skáld.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun