Orkan úr Hvammsvirkjun fari ekki í rafmyntagröft Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júní 2023 14:41 Hörður segir stefnu Landsvirkjunar skýra þegar kemur að rafmyntagreftri. Egill Aðalsteinsson Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að aldrei verði byggð virkjun fyrir rafmyntagröft. Rafmyntafyrirtæki hafi aðeins fengið afgangsorku og engin ný séu að koma inn á markaðinn. „Það hefur aldrei verið byggð virkjun fyrir rafmyntagröft og Landsvirkjun mun aldrei byggja virkjun fyrir rafmyntagröft. Orkan úr Hvammsvirkjun verður nýtt í mikla eftirspurn sem við sjáum í samfélaginu,“ segir Hörður. Stefna Landsvirkjunar sé skýr hvað þetta varðar. Snæbjörn Guðmundsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða, hefur sagt málflutning Landsvirkjunar loðinn. Það er að Hörður hafi haldið því fram að Landsvirkjun byggi ekki virkjanir fyrir rafmyntagröft en síðan sagt að gagnaver muni fá orku úr óbyggðri Hvammsvirkjun. Samkvæmt norskri greiningu fari um 85 prósent orku gagnaveranna í að grafa eftir rafmyntinni bitcoin. Hörður staðfestir að orkan úr Hvammsvirkjun verði ekki nýtt til rafmyntagraftar. Rafmyntafyrirtækin hafi fengið að nota orku sem annars hefði gufað upp í kerfinu. „Rafmyntafyrirtæki fengu afgangsorku í kerfinu sem myndaðist þegar stórnotendur voru ekki að fullnýta samninga. Þau hafa aldrei verið hluti af framtíðarviðskiptavinum Landsvirkjunar,“ segir Hörður. Gröftur AtNorth fasaður út hratt Þá bendir hann á að hinar norsku tölur séu ekki alveg nýjar og verið sé að fasa út gröftinn. „Þessi þrjú gagnaver sem eru hérna eru smám saman að fara út úr þessum rafmyntagreftri og þau fá ekki framlengingu á forgangsorku frá okkur,“ segir hann. Besta dæmið um þetta sé hjá gagnaverinu Verne þar sem greftri hefur veri hætt. Gagnaver sem séu alfarið komin yfir í fjölþætta reiknifreka starfsemi séu eftirsóttir viðskiptavinir. Það taki hins vegar tíma að byggja upp fjölþætta erlenda viðskiptavini. Dæmi um þetta er nýopnað gagnaver AtNorth á Norðurlandi. Að sögn Harðar er það gagnaver með rafmyntagröft til þess að ná stórnotendaviðmiðum upp á flutningstaxta. En það verður fasað út hratt. „Fyrir norðan er orka laus. Það er eingöngu verið að nýta orku sem annars hefði verið ónotuð,“ segir Hörður. Dregur yfirlýsingu Bit Digital í efa Aðspurður um yfirlýst aukin umsvif rafmyntafyrirtækisins Bit Digital segist Hörður efast um að þau séu sönn. Fyrirtækið fái að minnsta kosti ekki orku frá Landsvirkjun. „Það eru engir nýir aðilar að koma inn á markaðinn,“ segir hann. Að sögn Harðar er skýr forgangsröðun orkusölu hjá Landsvirkjun. Númer eitt sé að styðja við orkuskiptin og almennan vöxt í hagkerfinu. Síðan að styðja við núverandi viðskiptavini og fjölbreyttan grænan iðnað, svo sem matvælaiðnað, laxeldi, gróðurhús og gagnaver sem eru ekki í rafmyntagreftri. Landsvirkjun selur ekki rafmyntagröft, nýja stóriðju eða til útlanda að svo komnu máli. Orkumál Umhverfismál Landsvirkjun Rafmyntir Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Rafmyntafyrirtæki eykur umsvif þrátt fyrir orkuskort Kínverskt rafmyntafyrirtæki segist ætla að auka umsvif sín á Íslandi. Íslensk raforkufyrirtæki segja ekki rúm fyrir aukningu rafmyntagraftar. 19. maí 2023 14:59 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
„Það hefur aldrei verið byggð virkjun fyrir rafmyntagröft og Landsvirkjun mun aldrei byggja virkjun fyrir rafmyntagröft. Orkan úr Hvammsvirkjun verður nýtt í mikla eftirspurn sem við sjáum í samfélaginu,“ segir Hörður. Stefna Landsvirkjunar sé skýr hvað þetta varðar. Snæbjörn Guðmundsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða, hefur sagt málflutning Landsvirkjunar loðinn. Það er að Hörður hafi haldið því fram að Landsvirkjun byggi ekki virkjanir fyrir rafmyntagröft en síðan sagt að gagnaver muni fá orku úr óbyggðri Hvammsvirkjun. Samkvæmt norskri greiningu fari um 85 prósent orku gagnaveranna í að grafa eftir rafmyntinni bitcoin. Hörður staðfestir að orkan úr Hvammsvirkjun verði ekki nýtt til rafmyntagraftar. Rafmyntafyrirtækin hafi fengið að nota orku sem annars hefði gufað upp í kerfinu. „Rafmyntafyrirtæki fengu afgangsorku í kerfinu sem myndaðist þegar stórnotendur voru ekki að fullnýta samninga. Þau hafa aldrei verið hluti af framtíðarviðskiptavinum Landsvirkjunar,“ segir Hörður. Gröftur AtNorth fasaður út hratt Þá bendir hann á að hinar norsku tölur séu ekki alveg nýjar og verið sé að fasa út gröftinn. „Þessi þrjú gagnaver sem eru hérna eru smám saman að fara út úr þessum rafmyntagreftri og þau fá ekki framlengingu á forgangsorku frá okkur,“ segir hann. Besta dæmið um þetta sé hjá gagnaverinu Verne þar sem greftri hefur veri hætt. Gagnaver sem séu alfarið komin yfir í fjölþætta reiknifreka starfsemi séu eftirsóttir viðskiptavinir. Það taki hins vegar tíma að byggja upp fjölþætta erlenda viðskiptavini. Dæmi um þetta er nýopnað gagnaver AtNorth á Norðurlandi. Að sögn Harðar er það gagnaver með rafmyntagröft til þess að ná stórnotendaviðmiðum upp á flutningstaxta. En það verður fasað út hratt. „Fyrir norðan er orka laus. Það er eingöngu verið að nýta orku sem annars hefði verið ónotuð,“ segir Hörður. Dregur yfirlýsingu Bit Digital í efa Aðspurður um yfirlýst aukin umsvif rafmyntafyrirtækisins Bit Digital segist Hörður efast um að þau séu sönn. Fyrirtækið fái að minnsta kosti ekki orku frá Landsvirkjun. „Það eru engir nýir aðilar að koma inn á markaðinn,“ segir hann. Að sögn Harðar er skýr forgangsröðun orkusölu hjá Landsvirkjun. Númer eitt sé að styðja við orkuskiptin og almennan vöxt í hagkerfinu. Síðan að styðja við núverandi viðskiptavini og fjölbreyttan grænan iðnað, svo sem matvælaiðnað, laxeldi, gróðurhús og gagnaver sem eru ekki í rafmyntagreftri. Landsvirkjun selur ekki rafmyntagröft, nýja stóriðju eða til útlanda að svo komnu máli.
Orkumál Umhverfismál Landsvirkjun Rafmyntir Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Rafmyntafyrirtæki eykur umsvif þrátt fyrir orkuskort Kínverskt rafmyntafyrirtæki segist ætla að auka umsvif sín á Íslandi. Íslensk raforkufyrirtæki segja ekki rúm fyrir aukningu rafmyntagraftar. 19. maí 2023 14:59 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Rafmyntafyrirtæki eykur umsvif þrátt fyrir orkuskort Kínverskt rafmyntafyrirtæki segist ætla að auka umsvif sín á Íslandi. Íslensk raforkufyrirtæki segja ekki rúm fyrir aukningu rafmyntagraftar. 19. maí 2023 14:59