Eldarnir í Kanada stærri en áður og kvikna mun fyrr Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2023 09:25 Slökkviliðsmaður berst við skógarelda á Nýfundnalandi. AP Gífurlega umfangsmiklir og margir gróður- og skógareldar hafa logað í Kanada í vor og í sumar. Eldarnir eru stærri og fyrr á ferðinni en áður. Þá hafa þeir logað víðsvegar um landið og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. Fyrstu eldarnir kviknuðu í síðasta mánuði og hafa verið raktir til þess að eldingar sló niður í miðju og vestanverðu Kanada. Síðan kviknaði stærsti skógareldur sem vitað er um í Nýfundnalandi og umfangsmiklir eldar kviknuðu svo í Quebec. Reyk frá þeim eldum bar niður austurströnd Bandaríkjanna og alla leið til New York. Sjá einnig: Milljónum Bandaríkjamanna ráðlagt að taka upp grímuna á ný Eldatímabilið er þó varla farið af stað þetta árið. Eins og fram kemur í frétt Ríkisútvarps Kandada (CBC) hefur hið hefðbundna eldatímabil á undanförnum árum hafist um miðjan júlí. Þetta árið hafa fleiri hektarar brunnið nú en hefur gert öll síðustu ár. Undanfarin ár hafa skógareldar verið mestir í júlí, ágúst og í september. Í hekturum talið hefur ekki eins mikið af skóglendi brunnið í Kanada frá 1995. Rúmlega 5,1 milljónir hektara hafa brunnið en árið 1995 brunnu rúmlega 7,1 milljónir hektara og var það yfir allt árið. Auk þess að vera mun umfangsmeiri eru eldarnir einnig mun fleiri en þeir hafa verið, borið saman við meðaltal síðustu tíu ára. Mjög stórir eldar hafa logað í Kanada þetta árið, þó hið hefðbundna skógareldatímabil sé ekki hafið enn. Hér má sjá hve margir hektarar hafa brunnið í ár, borið saman við öll önnur, síðan mælingar hófust.Skógareldamiðstöð Kanada Í frétt CBC segir að veðurfarsbreytingar séu að breyta mörgum af skógum Kanada í graslendi. Meiri þurrkar, tíðari skógareldar og hlýnun séu að hafa mikil áhrif á skóglendi í Norður-Ameríku. Vísað er til nýlegrar rannsóknar þar sem svæði þar sem skógareldar hafa logað voru borin saman. Skoðaðir voru skógar sem brunnu en höfðu mikinn tíma til að jafna sig og bornir saman við skóga þar sem eldar kviknuðu fljótt aftur. Í seinni tilfellunum tóku Aspir við af öðrum trjám og tíðir eldar gátu breytt skógum í graslendi. Von er á að þessi þróun muni halda áfram í framtíðinni. Eldar geta hjálpað skógum en verði þeir of tíðir og of stórir, verða áhrifin mun verri. Slæmum eldum, ef svo má segja, hefur farið fjölgandi, og telja vísindamennirnir sem gerðu rannsóknina sem CBC vísar í að áhrifin á skóga Kanada muni verða mikil. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt CBC um að Kanada þurfi fleiri flugvélar sem hægt sé að nota til að varpa vatni á elda. Kanada Umhverfismál Gróðureldar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Fyrstu eldarnir kviknuðu í síðasta mánuði og hafa verið raktir til þess að eldingar sló niður í miðju og vestanverðu Kanada. Síðan kviknaði stærsti skógareldur sem vitað er um í Nýfundnalandi og umfangsmiklir eldar kviknuðu svo í Quebec. Reyk frá þeim eldum bar niður austurströnd Bandaríkjanna og alla leið til New York. Sjá einnig: Milljónum Bandaríkjamanna ráðlagt að taka upp grímuna á ný Eldatímabilið er þó varla farið af stað þetta árið. Eins og fram kemur í frétt Ríkisútvarps Kandada (CBC) hefur hið hefðbundna eldatímabil á undanförnum árum hafist um miðjan júlí. Þetta árið hafa fleiri hektarar brunnið nú en hefur gert öll síðustu ár. Undanfarin ár hafa skógareldar verið mestir í júlí, ágúst og í september. Í hekturum talið hefur ekki eins mikið af skóglendi brunnið í Kanada frá 1995. Rúmlega 5,1 milljónir hektara hafa brunnið en árið 1995 brunnu rúmlega 7,1 milljónir hektara og var það yfir allt árið. Auk þess að vera mun umfangsmeiri eru eldarnir einnig mun fleiri en þeir hafa verið, borið saman við meðaltal síðustu tíu ára. Mjög stórir eldar hafa logað í Kanada þetta árið, þó hið hefðbundna skógareldatímabil sé ekki hafið enn. Hér má sjá hve margir hektarar hafa brunnið í ár, borið saman við öll önnur, síðan mælingar hófust.Skógareldamiðstöð Kanada Í frétt CBC segir að veðurfarsbreytingar séu að breyta mörgum af skógum Kanada í graslendi. Meiri þurrkar, tíðari skógareldar og hlýnun séu að hafa mikil áhrif á skóglendi í Norður-Ameríku. Vísað er til nýlegrar rannsóknar þar sem svæði þar sem skógareldar hafa logað voru borin saman. Skoðaðir voru skógar sem brunnu en höfðu mikinn tíma til að jafna sig og bornir saman við skóga þar sem eldar kviknuðu fljótt aftur. Í seinni tilfellunum tóku Aspir við af öðrum trjám og tíðir eldar gátu breytt skógum í graslendi. Von er á að þessi þróun muni halda áfram í framtíðinni. Eldar geta hjálpað skógum en verði þeir of tíðir og of stórir, verða áhrifin mun verri. Slæmum eldum, ef svo má segja, hefur farið fjölgandi, og telja vísindamennirnir sem gerðu rannsóknina sem CBC vísar í að áhrifin á skóga Kanada muni verða mikil. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt CBC um að Kanada þurfi fleiri flugvélar sem hægt sé að nota til að varpa vatni á elda.
Kanada Umhverfismál Gróðureldar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira