Úkraínumenn og Svíar sitja enn á hliðarlínu Atlantshafsbandalagsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júní 2023 12:23 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, funduðu í Washington í gær. AP/Carolyn Kaster Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins munu ekki leggja fram tímasetta áætlun um inngöngu Úkraínu á næstu ráðstefnu Nató í Vilníus í júlí heldur lofa styttra umsóknarferli þegar Úkraína fær boð um inngöngu, einhvern tímann þegar átökunum í landinu er lokið. Frá þessu greinir Guardian og bætir við að aðildarríki Nató muni lofa því að standa vörð um öryggi Úkraínu en hvert fyrir sig, það er að segja ekki á sameiginlegum grundvelli Nató. Það hefur löngum legið ljóst fyrir að Úkraínu yrði ekki boðin aðild að Atlantshafsbandalaginu á meðan átök stæðu enn yfir í landinu. Þarlend stjórnvöld hafa hins vegar talað fyrir því að tímasett áætlun um inngöngu yrði lögð fram og njóta stuðnings Póllands og ríkjanna á Balkanskaga. Í sárabót verður Úkraínumönnum líklega veitt meiri aðkoma að viðræðum á fundum um málefni Úkraínu og samband Nató og Úkraínu. New York Times segir Joe Biden Bandaríkjaforseta undir auknum þrýsting frá öðrum aðildarríkjum um einhvers konar skuldbindingu Nató gagnvart Úkraínu en hann er sagður njóta fulls stuðnings Þjóðverja. Allir aðilar máls virðast sammála um að mikilvægast sé að viðhalda samstöðu Nató-ríkjanna og senda þannig skýr skilaboð til stjórnvalda í Rússlandi um að það muni ekki gagnast þeim að bíða og vona að það fjari undan stuðningi ríkjanna við Úkraínu. Bæði Finnland og Svíþjóð fengu hraðafgreiðslu aðildarumsókna sinna en á meðan Finnar hafa þegar verið teknir inn bíða Svíar samþykkis stjórnvalda í Tyrklandi. Fulltrúar Nató funda nú með Recep Tayyip Erdogan, sem nýlega var endurkjörinn forseti, um stöðu mála. Fátt bendir þó til þess að forsetinn hafi haggast í afstöðu sinni en í viðtölum sem birtust í tyrkneskum fjölmiðlum í morgun sagði hann að afstöðu Tyrklands yrði ekki haggað á meðan enn væri boðað til mótmæla í Svíþjóð til stuðnings Kúrdum. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Svíþjóð Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Frá þessu greinir Guardian og bætir við að aðildarríki Nató muni lofa því að standa vörð um öryggi Úkraínu en hvert fyrir sig, það er að segja ekki á sameiginlegum grundvelli Nató. Það hefur löngum legið ljóst fyrir að Úkraínu yrði ekki boðin aðild að Atlantshafsbandalaginu á meðan átök stæðu enn yfir í landinu. Þarlend stjórnvöld hafa hins vegar talað fyrir því að tímasett áætlun um inngöngu yrði lögð fram og njóta stuðnings Póllands og ríkjanna á Balkanskaga. Í sárabót verður Úkraínumönnum líklega veitt meiri aðkoma að viðræðum á fundum um málefni Úkraínu og samband Nató og Úkraínu. New York Times segir Joe Biden Bandaríkjaforseta undir auknum þrýsting frá öðrum aðildarríkjum um einhvers konar skuldbindingu Nató gagnvart Úkraínu en hann er sagður njóta fulls stuðnings Þjóðverja. Allir aðilar máls virðast sammála um að mikilvægast sé að viðhalda samstöðu Nató-ríkjanna og senda þannig skýr skilaboð til stjórnvalda í Rússlandi um að það muni ekki gagnast þeim að bíða og vona að það fjari undan stuðningi ríkjanna við Úkraínu. Bæði Finnland og Svíþjóð fengu hraðafgreiðslu aðildarumsókna sinna en á meðan Finnar hafa þegar verið teknir inn bíða Svíar samþykkis stjórnvalda í Tyrklandi. Fulltrúar Nató funda nú með Recep Tayyip Erdogan, sem nýlega var endurkjörinn forseti, um stöðu mála. Fátt bendir þó til þess að forsetinn hafi haggast í afstöðu sinni en í viðtölum sem birtust í tyrkneskum fjölmiðlum í morgun sagði hann að afstöðu Tyrklands yrði ekki haggað á meðan enn væri boðað til mótmæla í Svíþjóð til stuðnings Kúrdum.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Svíþjóð Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira