Hægri hönd téténska einræðisherrans sagður hafa særst Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2023 14:35 Adam Delimkhanov stendur hér fyrir aftan Ramzan Kadyrov, einræðisherra Téténíu. EPA/MIKHAIL METZEL Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að fregnir af því að rússneskur þingmaður og náinn bandamaður Ramzans Kadyrov, einræðisherra Téténíu, hefði særst í Úkraínu væru áhyggjuefni. Adam Delimkhanov, sem lýst hefur verið sem hægri hönd Kadyrov, var sagður hafa særst í árás Úkraínumanna. Peskóv sagði að réttast væri að bíða eftir réttum upplýsingum en Rússar hafa í kjölfarið sagt að Delimkhanov sé við hestaheilsu. Fregnir höfðu einnig borist af því að hundruð rússneskra hermanna hafi verið á staðnum, samkvæmt rússneskum herbloggurum, en lítið hefur verið staðfest í þessum málum. BBC vitnaði í miðil sem rekinn er af Varnarmálaráðuneyti Rússlands, en þar var Delimkhanov sagður hafa særst í árás. Kadyrov sjálfur skrifaði á Telegram í morgun að hann hefði ekki náð sambandi við Delimkhanov og bað um aðstoð. Seinna skrifaði hann svo að hann hefði talað við vin sinn og að hann væri ekki einu sinni særður. Þá sagðist Kadyrov hafa vitað að svo væri áður en hann birti fyrri færsluna og markmið hans hefði verið að koma óorði í úkraínska fjölmiðla, sem hefðu fjallað um hina meintu árás í morgun. Þá sagði Kadyrov ekki satt að nærri því tvö hundruð hermenn hefðu verið felldir. Herbloggarar sögðu frá árásinni Rússneskir herbloggarar sögðu fyrstir frá þessari meintu árás í morgun og að hún hefði átt sér stað nærri Kremmina í austurhluta Úkraínu. Sagan sem þeir sögðu var að fjölmargir hermenn hefðu verið kallaðir saman til að hlusta á ræðu herforingja og hefðu verið látnir bíða í tvær klukkustundir. Herbloggararnir sögðu að HIMARS-eldflaugar hefðu mætt á undan herforingjanum. Úkraínskur blaðamaður hélt því svo fram að Delimkhanov hefði særst í árás á mánudaginn og það í Prymorsk í Sapórisjía. Sakaði Prigozhin um að leka upplýsingum Meðal þeirra sem tjáðu sig um málið á samfélagsmiðlum var Roman Venevitin, undirofursti í rússneska hernum. Hann skrifaði á Telegram að Yevgeny Prigozhin, auðjöfurinn sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, hefði viljað hefna sín á Kadyrov og látið Úkraínumenn fá upplýsingar um hina meintu samkomu rússneskra hermanna nærri Kremmina. Glöggir lesendur muna ef til vill eftir því að Venevitin var nýverið handsamaður og barinn af málaliðum Wagner. Þeir tóku svo upp myndband af Venevitin þar sem hann sagðist hafa skipað hermönnum sínum að skjóta á málaliðana og að hann hefði verið ölvaður. Venevitin sagði Delimkhanov vera alvarlega særðan og að árásin hefði valdið miklu mannfalli. Þá vísaði ofurstinn til þess fregna um að Prigozhin hefði áður átt í samskiptum við Úkraínumenn og sakaði hann um landráð. Fregnir bárust af því í síðasta mánuði að Prigozhin hefði sett sig í samband við leyniþjónustu Úkraínu og boðist til að gefa upp staðsetningar rússneskra hermanna í skiptum fyrir það að Úkraínumenn hörfuðu frá Bakhmut. Þetta byggði á hinum svokallaða Discord leka, þar sem starfsmaður þjóðvarðliðs Bandaríkjanna birti myndir af leynilegum gögnum á Discord-spjallborði. Tveir úkraínskir embættismenn héldu því svo fram við Washington Post að auðjöfurinn hefði verið í samskiptum við Úkraínumenn en boðum hans hafi verið hafnað. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Úkraínumenn og Svíar sitja enn á hliðarlínu Atlantshafsbandalagsins Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins munu ekki leggja fram tímasetta áætlun um inngöngu Úkraínu á næstu ráðstefnu Nató í Vilníus í júlí heldur lofa styttra umsóknarferli þegar Úkraína fær boð um inngöngu, einhvern tímann þegar átökunum í landinu er lokið. 14. júní 2023 12:23 Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í skyn að hann myndi skipa rússneska hernum að ráðast aftur inn í norðurhluta Úkraínu. Hann hélt því fram að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli í gagnsókn þeirra, sem er nýhafin í suður- og austurhluta Úkraínu. 13. júní 2023 17:15 Gerðu loftárás á heimabæ Selenskís Þrír létust og tuttugu og fimm særðust í loftárásum Rússa á úkraínska bæinn Kryvyi Rih í nótt. 13. júní 2023 07:39 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Peskóv sagði að réttast væri að bíða eftir réttum upplýsingum en Rússar hafa í kjölfarið sagt að Delimkhanov sé við hestaheilsu. Fregnir höfðu einnig borist af því að hundruð rússneskra hermanna hafi verið á staðnum, samkvæmt rússneskum herbloggurum, en lítið hefur verið staðfest í þessum málum. BBC vitnaði í miðil sem rekinn er af Varnarmálaráðuneyti Rússlands, en þar var Delimkhanov sagður hafa særst í árás. Kadyrov sjálfur skrifaði á Telegram í morgun að hann hefði ekki náð sambandi við Delimkhanov og bað um aðstoð. Seinna skrifaði hann svo að hann hefði talað við vin sinn og að hann væri ekki einu sinni særður. Þá sagðist Kadyrov hafa vitað að svo væri áður en hann birti fyrri færsluna og markmið hans hefði verið að koma óorði í úkraínska fjölmiðla, sem hefðu fjallað um hina meintu árás í morgun. Þá sagði Kadyrov ekki satt að nærri því tvö hundruð hermenn hefðu verið felldir. Herbloggarar sögðu frá árásinni Rússneskir herbloggarar sögðu fyrstir frá þessari meintu árás í morgun og að hún hefði átt sér stað nærri Kremmina í austurhluta Úkraínu. Sagan sem þeir sögðu var að fjölmargir hermenn hefðu verið kallaðir saman til að hlusta á ræðu herforingja og hefðu verið látnir bíða í tvær klukkustundir. Herbloggararnir sögðu að HIMARS-eldflaugar hefðu mætt á undan herforingjanum. Úkraínskur blaðamaður hélt því svo fram að Delimkhanov hefði særst í árás á mánudaginn og það í Prymorsk í Sapórisjía. Sakaði Prigozhin um að leka upplýsingum Meðal þeirra sem tjáðu sig um málið á samfélagsmiðlum var Roman Venevitin, undirofursti í rússneska hernum. Hann skrifaði á Telegram að Yevgeny Prigozhin, auðjöfurinn sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, hefði viljað hefna sín á Kadyrov og látið Úkraínumenn fá upplýsingar um hina meintu samkomu rússneskra hermanna nærri Kremmina. Glöggir lesendur muna ef til vill eftir því að Venevitin var nýverið handsamaður og barinn af málaliðum Wagner. Þeir tóku svo upp myndband af Venevitin þar sem hann sagðist hafa skipað hermönnum sínum að skjóta á málaliðana og að hann hefði verið ölvaður. Venevitin sagði Delimkhanov vera alvarlega særðan og að árásin hefði valdið miklu mannfalli. Þá vísaði ofurstinn til þess fregna um að Prigozhin hefði áður átt í samskiptum við Úkraínumenn og sakaði hann um landráð. Fregnir bárust af því í síðasta mánuði að Prigozhin hefði sett sig í samband við leyniþjónustu Úkraínu og boðist til að gefa upp staðsetningar rússneskra hermanna í skiptum fyrir það að Úkraínumenn hörfuðu frá Bakhmut. Þetta byggði á hinum svokallaða Discord leka, þar sem starfsmaður þjóðvarðliðs Bandaríkjanna birti myndir af leynilegum gögnum á Discord-spjallborði. Tveir úkraínskir embættismenn héldu því svo fram við Washington Post að auðjöfurinn hefði verið í samskiptum við Úkraínumenn en boðum hans hafi verið hafnað.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Úkraínumenn og Svíar sitja enn á hliðarlínu Atlantshafsbandalagsins Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins munu ekki leggja fram tímasetta áætlun um inngöngu Úkraínu á næstu ráðstefnu Nató í Vilníus í júlí heldur lofa styttra umsóknarferli þegar Úkraína fær boð um inngöngu, einhvern tímann þegar átökunum í landinu er lokið. 14. júní 2023 12:23 Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í skyn að hann myndi skipa rússneska hernum að ráðast aftur inn í norðurhluta Úkraínu. Hann hélt því fram að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli í gagnsókn þeirra, sem er nýhafin í suður- og austurhluta Úkraínu. 13. júní 2023 17:15 Gerðu loftárás á heimabæ Selenskís Þrír létust og tuttugu og fimm særðust í loftárásum Rússa á úkraínska bæinn Kryvyi Rih í nótt. 13. júní 2023 07:39 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Úkraínumenn og Svíar sitja enn á hliðarlínu Atlantshafsbandalagsins Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins munu ekki leggja fram tímasetta áætlun um inngöngu Úkraínu á næstu ráðstefnu Nató í Vilníus í júlí heldur lofa styttra umsóknarferli þegar Úkraína fær boð um inngöngu, einhvern tímann þegar átökunum í landinu er lokið. 14. júní 2023 12:23
Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í skyn að hann myndi skipa rússneska hernum að ráðast aftur inn í norðurhluta Úkraínu. Hann hélt því fram að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli í gagnsókn þeirra, sem er nýhafin í suður- og austurhluta Úkraínu. 13. júní 2023 17:15
Gerðu loftárás á heimabæ Selenskís Þrír létust og tuttugu og fimm særðust í loftárásum Rússa á úkraínska bæinn Kryvyi Rih í nótt. 13. júní 2023 07:39