Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og formaður Stafræna ráðs Reykjavíkurborgar, var gestur í Bítinu í morgun og ræddi um Gagnahlaðborðið, sem í morgun leit dagsins ljós.
Í gagnahlaðborðinu er meðal annars hægt að verða sér úti um upplýsingar sem tengjast opnum fjármálum Reykjavíkurborgar, hverfunum í Reykjavík og borgarstjórnarkosningum.
Sundunnendum til mikillar gleði er að auki hægt að sjá hversu margir gestir eru í hverri sundlaug Reykjavíkur hverju sinni, auk annarra tölulegra upplýsinga. Talningin uppfærir sig á fimmtán mínútna fresti.
Hér er hægt að sjá fjölda sundlaugargesta í sundlaugum Reykjavíkur í þessum töluðu orðum.