Telur sig eiga stærsta buffsafnið á Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. júní 2023 10:11 Guðni segist hlakka til að taka á móti gestum á Bessastöðum á sunnudag. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segist eiga stærsta buffsafn Íslands, svo mörg hefur hann fengið í gjöf síðastliðin ár. Forsetinn mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun í tilefni af því að hann hyggst bjóða almenningi í heimsókn á Bessastaði á sunnudag milli 13 og 16. Hlusta má á viðtalið neðar í fréttinni. Buff hefur lengi verið eitt af einkennismerkjum forsetans en það vakti landsathygli þegar hann deildi mynd af sér með buff á höfði við afhjúpun á upplýsingaskilti á Bessastöðum í nóvember 2016. Líklega var hann þar fyrsti forsetinn til að gegna embættisverki með slíkt höfuðfat. „Það voru engir pítsustaðir þegar Sveinn Björnsson var forseti,“ sagði forsetinn léttur í bragði í Bítinu á Bylgjunni í morgun spurður hvort hann væri alþýðlegri forseti en aðrir sem á undan honum komu. Hann og Eliza Reid forsetafrú hafi mætt með barnaskara á Bessastaði. Spurður að því hvernig börnunum hafi líkað veran á Bessastaði segir Guðni að hann telji að þeim líki ágætlega vel við sig. Guðni með einkennisklæðnað sinn á sér, buffið góða í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2018. Vísir/Vilhelm Guðni segir alltaf vel mætt á Bessastaði þegar forseti býður almenningi í heimsókn líkt og næstkomandi sunnudag. Hann verður til staðar til þess að taka á móti gestum en Eliza verður erlendis til þess að vera viðstödd heimsleika Special Olympics. „Það verður hægt að ganga um húsakynnin, fara inn í sal og inn í bókhlöðu, niður fyrir þau sem hafa á því tök að fara niður í fornleifakjallara og svo eru gjafir sem má sjá uppi á lofti frá Reagan og Gorbachev og Nixon og fleirum.“ Spurður út í gjafir til forseta Íslands segir Guðni að þær séu opinber eign embættisins en ekki forsetans persónulega, nema þær séu minniháttar. „Buff. Ég fæ að eiga öll mín buff. Ég held að ég eigi stærsta buffsafn á Íslandi. Nú eða ef gjöfin er þess eðlis að það má neyta henni þar og þá í föstu formi eða fljótandi en aðrar gjafir þær eru eign embættisins.“ Frétt uppfærð kl. 12:55. Í upphaflegri útgáfu fréttar kom fram að forseti byði almenningi í heimsókn á morgun 17. júní. Rétt er að boðið er á sunnudag á milli 13 og 16. Forseti Íslands 17. júní Bítið Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Buff hefur lengi verið eitt af einkennismerkjum forsetans en það vakti landsathygli þegar hann deildi mynd af sér með buff á höfði við afhjúpun á upplýsingaskilti á Bessastöðum í nóvember 2016. Líklega var hann þar fyrsti forsetinn til að gegna embættisverki með slíkt höfuðfat. „Það voru engir pítsustaðir þegar Sveinn Björnsson var forseti,“ sagði forsetinn léttur í bragði í Bítinu á Bylgjunni í morgun spurður hvort hann væri alþýðlegri forseti en aðrir sem á undan honum komu. Hann og Eliza Reid forsetafrú hafi mætt með barnaskara á Bessastaði. Spurður að því hvernig börnunum hafi líkað veran á Bessastaði segir Guðni að hann telji að þeim líki ágætlega vel við sig. Guðni með einkennisklæðnað sinn á sér, buffið góða í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2018. Vísir/Vilhelm Guðni segir alltaf vel mætt á Bessastaði þegar forseti býður almenningi í heimsókn líkt og næstkomandi sunnudag. Hann verður til staðar til þess að taka á móti gestum en Eliza verður erlendis til þess að vera viðstödd heimsleika Special Olympics. „Það verður hægt að ganga um húsakynnin, fara inn í sal og inn í bókhlöðu, niður fyrir þau sem hafa á því tök að fara niður í fornleifakjallara og svo eru gjafir sem má sjá uppi á lofti frá Reagan og Gorbachev og Nixon og fleirum.“ Spurður út í gjafir til forseta Íslands segir Guðni að þær séu opinber eign embættisins en ekki forsetans persónulega, nema þær séu minniháttar. „Buff. Ég fæ að eiga öll mín buff. Ég held að ég eigi stærsta buffsafn á Íslandi. Nú eða ef gjöfin er þess eðlis að það má neyta henni þar og þá í föstu formi eða fljótandi en aðrar gjafir þær eru eign embættisins.“ Frétt uppfærð kl. 12:55. Í upphaflegri útgáfu fréttar kom fram að forseti byði almenningi í heimsókn á morgun 17. júní. Rétt er að boðið er á sunnudag á milli 13 og 16.
Forseti Íslands 17. júní Bítið Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira