Á annan tug vantar samastað þegar Samhjálp missir húsnæðið Árni Sæberg skrifar 17. júní 2023 14:16 Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar. Bylgjan Leigusamningi Samhjálpar við Félagsbústaði um húsnæði áfangaheimilisins Brúar hefur verið sagt upp. Framkvæmdastjóri samtakanna segir framtíð þjónustunnar í óvissu. Áfangaheimilið Brú hefur verið rekið að Höfðabakka í Reykjavík í áratug en í janúar næstkomandi þarf Samhjálp að rýma húsnæðið. Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, segir að róðurinn sé þungur þar sem samtökin þurfa sjálf að standa straum af miklum kostnaði við áfangaheimilið. „Að óbreyttu þurfum við að loka í lok janúar. Þetta er úrræði sem við höfum séð um rekstur á, við höfum auðvitað notið leigukjara Félagsbústaða. En utanumhaldið og langtímameðferðarhluti áfangaheimila, eins og Brú, er auðvitað ekki greiddur af neinum opinberum aðila. Þannig að hann er greiddur með sjálfsaflafé Samhjálpar,“ segir Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar. Meira en bara þak yfir höfuðið Átján skjólstæðingar Samhjálpar búa á Brú, þeir eru allir í viðkvæmri stöðu. Þeir horfa nú fram á það að missa þakið yfir höfði sér en þeir eru ekki einungis í húsnæðisþörf. „Það sem er svona mikilvægt við svona úrræði, eins og áfangaheimili, er að þetta er auðvitað langtímameðferð. Þarna er fólk að fá eftirfylgni eftir meðferð við fíknisjúkdómum. Við vitum það, eins og þegar aðrir sjúkdómar eru, að það er mikilvægt að fá eftirfylgni til þess að geta náð sér almennilega á strik, áður en maður heldur út í lífið á nýjan leik,“ segir Edda. Saknar fjármagns Á Alþingi liggur fyrir frumvarp um leyfisskyldu og eftirlit með áfangaheimilum. Edda fagnar því en furðar sig á því hvers vegna áfangaheimili fá ekkert pláss í fjárlögum. Án aðkomu ríkisins þurfi kraftaverk til þess að starfsemi Brúar verði áfram haldið. „Það þyrfti þá einhver að útvega okkur húsnæði sem væri þannig að við gætum nýtt það. Þetta byggir á því að það sé sjálfstæð búseta, við þurfum að hafa íbúðir með eldhúsi og baðherbergi fyrir hvern og einn, litlar íbúðir. Ég hef trú á því að þetta leysist einhvern veginn. Ég biðla til þjóðarinnar á þjóðhátíðardaginn sjálfan, að einhver stigi fram sem er aflögufær og getur aðstoðað okkur með þetta. Þetta er mjög mikilvægt og ég myndi segja að þetta hafi skilað miklum verðmætum til þjóðarinnar,“ segir Edda. Húsnæðismál Fíkn Félagasamtök Félagsmál Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Áfangaheimilið Brú hefur verið rekið að Höfðabakka í Reykjavík í áratug en í janúar næstkomandi þarf Samhjálp að rýma húsnæðið. Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, segir að róðurinn sé þungur þar sem samtökin þurfa sjálf að standa straum af miklum kostnaði við áfangaheimilið. „Að óbreyttu þurfum við að loka í lok janúar. Þetta er úrræði sem við höfum séð um rekstur á, við höfum auðvitað notið leigukjara Félagsbústaða. En utanumhaldið og langtímameðferðarhluti áfangaheimila, eins og Brú, er auðvitað ekki greiddur af neinum opinberum aðila. Þannig að hann er greiddur með sjálfsaflafé Samhjálpar,“ segir Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar. Meira en bara þak yfir höfuðið Átján skjólstæðingar Samhjálpar búa á Brú, þeir eru allir í viðkvæmri stöðu. Þeir horfa nú fram á það að missa þakið yfir höfði sér en þeir eru ekki einungis í húsnæðisþörf. „Það sem er svona mikilvægt við svona úrræði, eins og áfangaheimili, er að þetta er auðvitað langtímameðferð. Þarna er fólk að fá eftirfylgni eftir meðferð við fíknisjúkdómum. Við vitum það, eins og þegar aðrir sjúkdómar eru, að það er mikilvægt að fá eftirfylgni til þess að geta náð sér almennilega á strik, áður en maður heldur út í lífið á nýjan leik,“ segir Edda. Saknar fjármagns Á Alþingi liggur fyrir frumvarp um leyfisskyldu og eftirlit með áfangaheimilum. Edda fagnar því en furðar sig á því hvers vegna áfangaheimili fá ekkert pláss í fjárlögum. Án aðkomu ríkisins þurfi kraftaverk til þess að starfsemi Brúar verði áfram haldið. „Það þyrfti þá einhver að útvega okkur húsnæði sem væri þannig að við gætum nýtt það. Þetta byggir á því að það sé sjálfstæð búseta, við þurfum að hafa íbúðir með eldhúsi og baðherbergi fyrir hvern og einn, litlar íbúðir. Ég hef trú á því að þetta leysist einhvern veginn. Ég biðla til þjóðarinnar á þjóðhátíðardaginn sjálfan, að einhver stigi fram sem er aflögufær og getur aðstoðað okkur með þetta. Þetta er mjög mikilvægt og ég myndi segja að þetta hafi skilað miklum verðmætum til þjóðarinnar,“ segir Edda.
Húsnæðismál Fíkn Félagasamtök Félagsmál Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira