Manchester United sagðir undirbúa tilboð í Jordan Pickford Siggeir Ævarsson skrifar 18. júní 2023 11:30 Jordan Pickford er markvörður Everton og enska landsliðsins Twitter@WhoScored Fjölmargir breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að orðið á götunni sé að Manchester United séu að undirbúa 45 milljóna punda tilboð í Jordan Pickford, markvörð Everton. Samningur David de Gea við United rennur út um mánaðarmótin. De Gea skrifaði undir fjögurra ára samning við United 2019 og er launahæsti leikmaður félagsins með 375.000 pund í laun á viku. Samingaviðræður um nýjan samning hafa verið í gangi en talið er að United vilji lækka laun de Gea í 200.000 pund á viku. Það væri vissulega töluverð launalækkun fyrir de Gea, en samt engin lúsarlaun. Tilboð United í Pickford er sagt fela í sér þessi sömu laun, þ.e. 200.000 pund á viku, sem myndi tvöfalda þá upphæð sem hann þénar nú hjá Everton. Everton er með hæsta launakostnað allra liða í deildinni fyrir utan topp sex, en liðið bjargaði sér frá falli í síðustu umferð deildarinnar og stjórnendur liðsins horfa eflaust hýru auga til þess að lækka launakostnað liðsins. De Gea verður eins og áður sagði samningslaus 1. júlí en hefur enn sem komið er ekki verið sagður formlega á förum frá United þar sem nýr samningur er á borðinu. Hann hefur fengið sinn skerf af gagnrýni, bæði frá aðdáendum liðsins og stjóra þess, Eric ten Hag, en það verður ekki af honum tekið að enginn hélt oftar hreinu en hann í deildinni í vetur, eða 17 sinnum, og hlaut hann gullhanskann að launum. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir De Gea fær gullhanskann sama hvað Markvörður Manchester Untied, David De Gea, hefur fengið á sig 41 mark í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Enginn markvörður deildarinnar hefur hins vegar haldið marki sínu jafn oft hreinu og Spánverjinn. 14. maí 2023 07:00 Kennir boltanum um lélegar spyrnur De Geas Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að boltinn sem er notaður í Evrópudeildinni geti skýrt hversu illa markverðinum David De Gea gekk að sparka í leiknum gegn Real Betis á fimmtudaginn. 13. mars 2023 07:30 De Gea bætti met Schmeichel í úrslitaleiknum Spænski markvörðurinn David de Gea skráði sig á spjöld sögunnar hjá enska stórveldinu Manchester United með því að halda marki sínu hreinu í úrslitaleik gegn Newcastle í enska deildabikarnum í gær. 27. febrúar 2023 07:00 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
De Gea skrifaði undir fjögurra ára samning við United 2019 og er launahæsti leikmaður félagsins með 375.000 pund í laun á viku. Samingaviðræður um nýjan samning hafa verið í gangi en talið er að United vilji lækka laun de Gea í 200.000 pund á viku. Það væri vissulega töluverð launalækkun fyrir de Gea, en samt engin lúsarlaun. Tilboð United í Pickford er sagt fela í sér þessi sömu laun, þ.e. 200.000 pund á viku, sem myndi tvöfalda þá upphæð sem hann þénar nú hjá Everton. Everton er með hæsta launakostnað allra liða í deildinni fyrir utan topp sex, en liðið bjargaði sér frá falli í síðustu umferð deildarinnar og stjórnendur liðsins horfa eflaust hýru auga til þess að lækka launakostnað liðsins. De Gea verður eins og áður sagði samningslaus 1. júlí en hefur enn sem komið er ekki verið sagður formlega á förum frá United þar sem nýr samningur er á borðinu. Hann hefur fengið sinn skerf af gagnrýni, bæði frá aðdáendum liðsins og stjóra þess, Eric ten Hag, en það verður ekki af honum tekið að enginn hélt oftar hreinu en hann í deildinni í vetur, eða 17 sinnum, og hlaut hann gullhanskann að launum.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir De Gea fær gullhanskann sama hvað Markvörður Manchester Untied, David De Gea, hefur fengið á sig 41 mark í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Enginn markvörður deildarinnar hefur hins vegar haldið marki sínu jafn oft hreinu og Spánverjinn. 14. maí 2023 07:00 Kennir boltanum um lélegar spyrnur De Geas Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að boltinn sem er notaður í Evrópudeildinni geti skýrt hversu illa markverðinum David De Gea gekk að sparka í leiknum gegn Real Betis á fimmtudaginn. 13. mars 2023 07:30 De Gea bætti met Schmeichel í úrslitaleiknum Spænski markvörðurinn David de Gea skráði sig á spjöld sögunnar hjá enska stórveldinu Manchester United með því að halda marki sínu hreinu í úrslitaleik gegn Newcastle í enska deildabikarnum í gær. 27. febrúar 2023 07:00 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
De Gea fær gullhanskann sama hvað Markvörður Manchester Untied, David De Gea, hefur fengið á sig 41 mark í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Enginn markvörður deildarinnar hefur hins vegar haldið marki sínu jafn oft hreinu og Spánverjinn. 14. maí 2023 07:00
Kennir boltanum um lélegar spyrnur De Geas Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að boltinn sem er notaður í Evrópudeildinni geti skýrt hversu illa markverðinum David De Gea gekk að sparka í leiknum gegn Real Betis á fimmtudaginn. 13. mars 2023 07:30
De Gea bætti met Schmeichel í úrslitaleiknum Spænski markvörðurinn David de Gea skráði sig á spjöld sögunnar hjá enska stórveldinu Manchester United með því að halda marki sínu hreinu í úrslitaleik gegn Newcastle í enska deildabikarnum í gær. 27. febrúar 2023 07:00