Leitað að teikningu Kjarvals vegna smíði brúar yfir Skaftá Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2023 21:44 Fyrirhuguð göngubrú á að tengja Kirkjubæjarklaustur og gestastofuna, sem er í smíðum neðst til hægri. Einar Árnason Leit stendur yfir að blýantsteikningu eftir Jóhannes Kjarval af brú sem listmálarann dreymdi um að yrði lögð yfir Skaftá hjá Kirkjubæjarklaustri. Menn vonast til að hugmynd Kjarvals geti orðið fyrirmynd að göngubrú sem myndi tengja nýja gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við Klaustur. „Þetta er ævintýrið okkar hérna í Skaftárhreppi,“ sagði þáverandi oddviti um gestastofuna í beinni útsendingu frá Klaustri fyrir þremur árum. Núna er það að raungerast. Ný gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs er að verða tilbúin, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2. Benedikt Traustason, sérfræðingur hjá Vatnajökulsþjóðgarði, segir frá nýju gestastofunni.Einar Árnason „Við vonumst til þess að fá húsnæðið afhent í júlí og að við getum síðan flutt inn í ágúst og byrjað að taka á móti gestum,“ segir Benedikt Traustason, sérfræðingur hjá Vatnajökulsþjóðgarði. Húsið rís á suðurbakka Skaftár á þeim stað sem Jóhannes Kjarval listmálari taldi bjóða upp á besta útsýnið til Klausturs. „Það verður útsýnispallur á nýju gestastofunni þar sem fólk getur séð yfir Systrafoss, Systrastapa og Öræfajökul, sýnina yfir í Vatnajökulsþjóðgarð,“ segir Benedikt. Gönguleið verður upp á útsýnispall á þaki gestastofunnar.Arkís arkitektar Gestastofuna teiknaði Birgir Teitsson hjá Arkís arkitektum. „Þetta er frábær arkitektúr að mínu mati. Staðsetningin var valin vegna þess að Magnús í Hæðargarði gaf okkur þessa rausnarlegu gjöf, sem er landið hér. Til vesturs sér til Systrastapa. Gestastofan fyrir miðri mynd.Einar Árnason Og það sem í raun varð ofan á við staðarvalið er að hér á að byggja göngubrú frá gestastofunni yfir á Kirkjubæjarklaustur,“ segir Benedikt. Vegna brúarsmíðinnar stendur núna yfir leit að blýantsteikningu sem Jóhannes Kjarval rissaði upp af brú á þessum stað en Lilja Magnúsdóttir í Kirkjubæ fer fyrir leitinni. Kjarval var fæddur í sveitinni árið 1885, á bænum Efri Ey í Meðallandi, en hann lést árið 1972. Lilja Magnúsdóttir fer fyrir leitinni að blýantsteikningu Jóhannesar Kjarvals af brú sem hann dreymdi um að yrði reist yfir Skaftá á móts við Systrafoss.Einar Árnason Lilja segir að teikningin hafi lengi verið uppi á vegg í kompu við hlið gamla sláturhússins á Klaustri. Meðan teikningin finnst ekki hafa eldri íbúar sem muna eftir henni verið beðnir um að rissa upp brú Kjarvals eftir mynni í von um hún geti orðið fyrirmynd. Gestastofan verður vinnustaður fimm til sex starfsmanna Vatnajökulsþjóðgarðs en Benedikt undirbýr sýningarhlutann. Til austurs sér til Lómagnúps og Öræfajökuls.Einar Árnason „Við höfum verið í bráðabirgðahúsnæði eiginlega frá því þjóðgarðurinn var stofnaður, í fimmtán ár, og við getum bara ekki beðið með að flytja inn í nýju gestastofuna. Markmið okkar er að taka á móti þeim gestum sem eiga leið um Skaftárhrepp, reyna að hægja á þeim. Fá þá til að skoða svæðin hér í kring. Þannig eru þeir líklegri til þess að nýta sér þá þjónustu sem hér er í boði,“ segir sérfræðingur Vatnajökulsþjóðgarðs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 frá bökkum Skaftár sumarið 2020: Vatnajökulsþjóðgarður Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Arkitektúr Þjóðgarðar Vegagerð Samgöngur Myndlist Tengdar fréttir Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09 Skipuleggja nýtt hverfi handan Skaftár við Kirkjubæjarklaustur Nýtt hverfi fyrir fjörutíu íbúðir er í undirbúningi við Kirkjubæjarklaustur ásamt gestastofu og nýsköpunarsetri. Eigendur Hótels Klausturs standa að verkefninu en þeir segja mikinn húsnæðisskort á svæðinu. 15. júlí 2020 10:17 Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók á sunnudag fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs sem mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaft 9. júní 2020 09:48 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
„Þetta er ævintýrið okkar hérna í Skaftárhreppi,“ sagði þáverandi oddviti um gestastofuna í beinni útsendingu frá Klaustri fyrir þremur árum. Núna er það að raungerast. Ný gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs er að verða tilbúin, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2. Benedikt Traustason, sérfræðingur hjá Vatnajökulsþjóðgarði, segir frá nýju gestastofunni.Einar Árnason „Við vonumst til þess að fá húsnæðið afhent í júlí og að við getum síðan flutt inn í ágúst og byrjað að taka á móti gestum,“ segir Benedikt Traustason, sérfræðingur hjá Vatnajökulsþjóðgarði. Húsið rís á suðurbakka Skaftár á þeim stað sem Jóhannes Kjarval listmálari taldi bjóða upp á besta útsýnið til Klausturs. „Það verður útsýnispallur á nýju gestastofunni þar sem fólk getur séð yfir Systrafoss, Systrastapa og Öræfajökul, sýnina yfir í Vatnajökulsþjóðgarð,“ segir Benedikt. Gönguleið verður upp á útsýnispall á þaki gestastofunnar.Arkís arkitektar Gestastofuna teiknaði Birgir Teitsson hjá Arkís arkitektum. „Þetta er frábær arkitektúr að mínu mati. Staðsetningin var valin vegna þess að Magnús í Hæðargarði gaf okkur þessa rausnarlegu gjöf, sem er landið hér. Til vesturs sér til Systrastapa. Gestastofan fyrir miðri mynd.Einar Árnason Og það sem í raun varð ofan á við staðarvalið er að hér á að byggja göngubrú frá gestastofunni yfir á Kirkjubæjarklaustur,“ segir Benedikt. Vegna brúarsmíðinnar stendur núna yfir leit að blýantsteikningu sem Jóhannes Kjarval rissaði upp af brú á þessum stað en Lilja Magnúsdóttir í Kirkjubæ fer fyrir leitinni. Kjarval var fæddur í sveitinni árið 1885, á bænum Efri Ey í Meðallandi, en hann lést árið 1972. Lilja Magnúsdóttir fer fyrir leitinni að blýantsteikningu Jóhannesar Kjarvals af brú sem hann dreymdi um að yrði reist yfir Skaftá á móts við Systrafoss.Einar Árnason Lilja segir að teikningin hafi lengi verið uppi á vegg í kompu við hlið gamla sláturhússins á Klaustri. Meðan teikningin finnst ekki hafa eldri íbúar sem muna eftir henni verið beðnir um að rissa upp brú Kjarvals eftir mynni í von um hún geti orðið fyrirmynd. Gestastofan verður vinnustaður fimm til sex starfsmanna Vatnajökulsþjóðgarðs en Benedikt undirbýr sýningarhlutann. Til austurs sér til Lómagnúps og Öræfajökuls.Einar Árnason „Við höfum verið í bráðabirgðahúsnæði eiginlega frá því þjóðgarðurinn var stofnaður, í fimmtán ár, og við getum bara ekki beðið með að flytja inn í nýju gestastofuna. Markmið okkar er að taka á móti þeim gestum sem eiga leið um Skaftárhrepp, reyna að hægja á þeim. Fá þá til að skoða svæðin hér í kring. Þannig eru þeir líklegri til þess að nýta sér þá þjónustu sem hér er í boði,“ segir sérfræðingur Vatnajökulsþjóðgarðs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 frá bökkum Skaftár sumarið 2020:
Vatnajökulsþjóðgarður Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Arkitektúr Þjóðgarðar Vegagerð Samgöngur Myndlist Tengdar fréttir Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09 Skipuleggja nýtt hverfi handan Skaftár við Kirkjubæjarklaustur Nýtt hverfi fyrir fjörutíu íbúðir er í undirbúningi við Kirkjubæjarklaustur ásamt gestastofu og nýsköpunarsetri. Eigendur Hótels Klausturs standa að verkefninu en þeir segja mikinn húsnæðisskort á svæðinu. 15. júlí 2020 10:17 Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók á sunnudag fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs sem mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaft 9. júní 2020 09:48 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09
Skipuleggja nýtt hverfi handan Skaftár við Kirkjubæjarklaustur Nýtt hverfi fyrir fjörutíu íbúðir er í undirbúningi við Kirkjubæjarklaustur ásamt gestastofu og nýsköpunarsetri. Eigendur Hótels Klausturs standa að verkefninu en þeir segja mikinn húsnæðisskort á svæðinu. 15. júlí 2020 10:17
Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók á sunnudag fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs sem mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaft 9. júní 2020 09:48