Hinn 31 árs gamli Promes spilar í dag fyrir Spartak Moskvu í Rússlandi og hefur gert síðan 2021. Hann hefur einnig spilað með Twente, Go Ahead Eagles, Ajax og Sevilla á Spáni á ferli sínum. Þá á hann að baki 50 leiki fyrir A-landslið Hollands.
Það má svo sannarlega segja að það hafi hallað undan fæti hjá Promes undanfarið en ásamt því að hafa verið dæmdur í 18 mánuði fyrir að stinga frænda sinn í hnéð þá er hann grunaður um stórfellt kókaínsmygl.
Hvað varðar árásina á ættingja sinn þá neitar Promes sök. Það dugði þó ekki þar sem næg sönnunargögn þótti liggja fyrir og var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi í dag, mánudag. Í síma hans fundust samræður sem staðfestu árásina.
Promes þarf að borga frænda sínum 7000 evrur [rúmlega eina milljón íslenskra króna] í skaðabætur.
Ex-Netherlands international Quincy Promes sentenced to 18 months in prison for stabbing his cousin https://t.co/1VP2r8bwMB
— Mail Sport (@MailSport) June 19, 2023
Leikmaðurinn er sem stendur í Rússlandi og kom aldrei til Hollands til að bera vitni. Hefði hann gert það hefði dómurinn aðeins verið 12 mánuðir. Ekki er vitað hvenær réttað verður yfir Promes vegna meints innflutnings á kókaíni.