„Þeir sem trúa að þeir séu með ríkari réttlætiskennd en aðrir og gjarnan í andnauð yfir eigin manngæsku mótmæltu kröftuglega komu Jóns í ráðuneytið og fóru á stað með undirskriftalista þegar þeir sáu hver ætti að aðstoða hann. Nú ætti þetta fólk að geta litið glaðan dag aftur,“ sagði Brynjar á Facebook í gær.
Brynjar varð sem kunnugt er atvinnulaus þegar Jón Gunnarsson afhenti Guðrúnu Hafsteinsdóttur lyklana að dómsmálaráðuneytinu. Hann nýtti tilefnið og ritaði færslu á Facebook.
Hann segir margt hafa komið sér á óvart í dómsmálaráðuneytinu, miðað við það hvernig stjórnmálamenn tala um embættismenn í stjórnkerfinu.
„Í dómsmálaráðuneytinu er enginn skortur á fagmennsku. Allir til þjónustu reiðubúnir, veita góð ráð, leiðbeina og fylgja eftir markmiðum ráðherra. Það eru margar Soffíur sem vinna í dómsmálaráðuneytinu. Á eftir sakna þeirra. Ráðherrann mun ég sitja uppi með ævilangt,“ sagði Brynjar.