Íbúaráðin- sýndarsamráð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 21. júní 2023 17:30 Fyrir mistök starfsmanna Reykjavíkurborgar á fundi íbúaráðs Laugardals opinberuðust neikvæð og niðrandi orðaskipti þeirra öllum á fundinum sem sýndur var beint á YouTube-síðu Reykjavíkurborgar. Niðurlægjandi tal þeirra snerist að fulltrúum í ráðinu sem vildu bóka um leikskólamál og fá spurningum um biðlista svarað. Á tali starfsmannanna að dæma voru þeir að finna leiðir til að þagga niður í ráðsmönnum og koma í veg fyrir „með klækjum“ að mál/bókanir rötuðu í fundargerð. Það hefur verið tilfinning og upplifun bæði mín og fleiri sem hafa fylgst með fundargerðum íbúaráða að íbúaráðin séu í raun bara sýndarsamráð. Nú hefur fengist staðfesting á því svo um munar. Að fá staðfestingu á svona tali er áfall og fyrst vill maður hreinlega ekki trúa að verið sé að tala með þessum hætti um fulltrúa í ráðinu sem eru að sinna sínu hlutverki samkvæmt samþykktum borgarinnar um íbúaráð. Það er skoðun mín að rótin að slíku viðhorfi sem þarna birtist hljóti að eiga rætur að rekja í ákveðinni vinnustaðamenningu, meiðandi menningu sem kannski á sér langa sögu í borgarstjórn Reykjavíkur. Meirihlutinn er að látast sem hann vilji veg íbúa sem mestan og vilji leyfa íbúum að vera alvöru þátttakendur í ákvörðunum sem varða hverfið þeirra. Þegar allt kemur til alls er þetta bara plat. Fengið ábendingar Eftir að fréttin um þessi meinlegu tæknimistök á fundi íbúaráðs Laugardals birtist á fréttavef DV hef ég fengið ábendingar frá öðrum fulltrúum í íbúaráðum og gesti, aðila sem hefur verið með kynningar fyrir íbúaráðsfundi sem lýsa nákvæmlega sömu upplifun sem nú hefur verið staðfest, að sennilega eru þessi íbúaráð bara spaug. Eftir situr að þessum vettvangi hefur ekki verið sinnt og greinilega er ekki borinn fyrir honum mikil virðing. Ítrekað hefur fyrirspurnum fulltrúa í ráðinu verið seint og illa svarað og sama gildir um fyrirspurnir frá íbúaráðinu sjálfu. Ítrekað er boðuð umræða með fagfólki borgarinnar um mikilvæg málefni hverfisins slegin af dagskrá funda með örstuttum fyrirvara. Íbúaráðin eru ekki að virka, lýðræðisleg umræða blómstrar ekki og sú grenndarþekking sem býr í fulltrúum ráðsins er vannýtt. Vandræðaleg framganga starfsmanna síðasta fundar, bera þessu vitni. Uppsetning og framkvæmd íbúaráðsfundanna eru ekki í höndum fulltrúanna í ráðinu heldur starfsfólks sem stýra ekki aðeins fundinum heldur reyna að stjórna innihaldi þeirra. Íbúaráðin virðast aðeins vera leiksvið sem meirihlutinn undir stjórn Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu hefur sett upp til að slá ryki i augu borgarbúa. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrir mistök starfsmanna Reykjavíkurborgar á fundi íbúaráðs Laugardals opinberuðust neikvæð og niðrandi orðaskipti þeirra öllum á fundinum sem sýndur var beint á YouTube-síðu Reykjavíkurborgar. Niðurlægjandi tal þeirra snerist að fulltrúum í ráðinu sem vildu bóka um leikskólamál og fá spurningum um biðlista svarað. Á tali starfsmannanna að dæma voru þeir að finna leiðir til að þagga niður í ráðsmönnum og koma í veg fyrir „með klækjum“ að mál/bókanir rötuðu í fundargerð. Það hefur verið tilfinning og upplifun bæði mín og fleiri sem hafa fylgst með fundargerðum íbúaráða að íbúaráðin séu í raun bara sýndarsamráð. Nú hefur fengist staðfesting á því svo um munar. Að fá staðfestingu á svona tali er áfall og fyrst vill maður hreinlega ekki trúa að verið sé að tala með þessum hætti um fulltrúa í ráðinu sem eru að sinna sínu hlutverki samkvæmt samþykktum borgarinnar um íbúaráð. Það er skoðun mín að rótin að slíku viðhorfi sem þarna birtist hljóti að eiga rætur að rekja í ákveðinni vinnustaðamenningu, meiðandi menningu sem kannski á sér langa sögu í borgarstjórn Reykjavíkur. Meirihlutinn er að látast sem hann vilji veg íbúa sem mestan og vilji leyfa íbúum að vera alvöru þátttakendur í ákvörðunum sem varða hverfið þeirra. Þegar allt kemur til alls er þetta bara plat. Fengið ábendingar Eftir að fréttin um þessi meinlegu tæknimistök á fundi íbúaráðs Laugardals birtist á fréttavef DV hef ég fengið ábendingar frá öðrum fulltrúum í íbúaráðum og gesti, aðila sem hefur verið með kynningar fyrir íbúaráðsfundi sem lýsa nákvæmlega sömu upplifun sem nú hefur verið staðfest, að sennilega eru þessi íbúaráð bara spaug. Eftir situr að þessum vettvangi hefur ekki verið sinnt og greinilega er ekki borinn fyrir honum mikil virðing. Ítrekað hefur fyrirspurnum fulltrúa í ráðinu verið seint og illa svarað og sama gildir um fyrirspurnir frá íbúaráðinu sjálfu. Ítrekað er boðuð umræða með fagfólki borgarinnar um mikilvæg málefni hverfisins slegin af dagskrá funda með örstuttum fyrirvara. Íbúaráðin eru ekki að virka, lýðræðisleg umræða blómstrar ekki og sú grenndarþekking sem býr í fulltrúum ráðsins er vannýtt. Vandræðaleg framganga starfsmanna síðasta fundar, bera þessu vitni. Uppsetning og framkvæmd íbúaráðsfundanna eru ekki í höndum fulltrúanna í ráðinu heldur starfsfólks sem stýra ekki aðeins fundinum heldur reyna að stjórna innihaldi þeirra. Íbúaráðin virðast aðeins vera leiksvið sem meirihlutinn undir stjórn Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu hefur sett upp til að slá ryki i augu borgarbúa. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar