Niðurrif Kató sagt óumhverfisvænt og tillitsleysi við menninguna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2023 20:20 Húsið á sér ríkulega sögu. Skjáskot/Facebook Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í dag að auglýsa deiliskipulag sem felur í sér að rífa húsið sem Hafnfirðingar þekkja sem Kató. Íbúi Hafnarfjarðar segir ríkjandi sýn bæjaryfirvalda á skipulagsmálum ekki taka tillit til menningar, sögu og umhverfismála. Davíð Arnar Stefánsson, Hafnfirðingur, segir að niðurrif hússins sé bæði í ósamræmi við stefnu Hafnarfjarðarbæjar um að viðhalda sérkennum bæjarins auk þess sem niðurrif bygginga skilji eftir sig mikið kolefnisfótspor. Skóli, leikskóli og skurðstofur Davíð rekur ríkulega sögu hússins í samtali við Vísi. Hann segir frá því að nunnur sem ráku St. Jósefsspítalann hafi stofnað skóla í húsinu á síðustu öld sem síðar varð leikskóli. Svo hafi annað hús verið byggt undir starfsemi leikskólans og hann alfarið færður þangað. Þá hafi skurðstofur og augnlæknastofur verið starfandi um nokkurt skeið í húsinu en það staðið autt síðan sú starfsemi hætti. „Hin allra síðustu ár hefur húsið staðið autt og hefur látið mikið á sjá. Það lítur orðið hrikalega illa út,“ segir Davíð. Hann segir brýnt að bregðast við. Þá vekur Davíð athygli á blómstrandi starfsemi í húsi St. Jósefsspítalans eftir að það var gert upp og opnað á nýjan leik. Spítalinn stóð auður um stund en hús hans var á síðustu árum gert upp. Í húsnæði spítalans er nú svokallað lífsgæðasetur sem hýsir alls kyns heilsutengda starfsemi, til dæmis Parkinsonsamtökin og Janus, heilsurækt fyrir eldri borgara. Niðurrif í ósamræmi við stefnu sveitarfélagsins „Nú eru sem sagt uppi plön um að eigandi lóðarinnar ætli að byggja fimmtán íbúða fjölbýlishús,“ segir Davíð. Hann segir afstöðuleysi bæjarstjórnar ríkja í tengslum við viðhald hússins. Sveitarfélagið geti sett öll þau skilyrði við lóðareigandann, sé viljinn fyrir hendi. „Þarna hefur sveitarfélaginu verið í lófa lagt að setjast niður með eiganda lóðarinnar og viðhalda húsinu.“ Davíð segir ríkjandi stefnu sveitarfélagsins vera að viðhalda gömlu byggðinni í bænum. Hann segir Minjastofnun hafa lagst hart gegn breytingunum þegar umræða um fyrirhugað niðurrif hússins skapaðist árið 2015. Að auki hafi íbúar kært áformin um niðurrif Kató en þeirri kæru verið vísað frá. Hann segir ríkjandi sýn Hafnarfjarðarbæjar á skipulagsmálum vera að rífa og byggja nýtt í sífellu, algjörlega óháð menningarverðmætum, sögu og sér í lagi virðingu fyrir umhverfinu. „Það eru auðvitað fleiri leiðir til þess að laga umhverfið heldur en að rífa og byggja nýtt,“ segir Davíð. „Við verðum að fara að hugsa okkur tvisvar um áður en við byggjum alltaf til einnar nætur,“ segir hann. „Þetta er algjörlega galið, þetta einnota samfélag sem við erum að viðhalda hérna.“ Hafnarfjörður Menning Húsavernd Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Davíð Arnar Stefánsson, Hafnfirðingur, segir að niðurrif hússins sé bæði í ósamræmi við stefnu Hafnarfjarðarbæjar um að viðhalda sérkennum bæjarins auk þess sem niðurrif bygginga skilji eftir sig mikið kolefnisfótspor. Skóli, leikskóli og skurðstofur Davíð rekur ríkulega sögu hússins í samtali við Vísi. Hann segir frá því að nunnur sem ráku St. Jósefsspítalann hafi stofnað skóla í húsinu á síðustu öld sem síðar varð leikskóli. Svo hafi annað hús verið byggt undir starfsemi leikskólans og hann alfarið færður þangað. Þá hafi skurðstofur og augnlæknastofur verið starfandi um nokkurt skeið í húsinu en það staðið autt síðan sú starfsemi hætti. „Hin allra síðustu ár hefur húsið staðið autt og hefur látið mikið á sjá. Það lítur orðið hrikalega illa út,“ segir Davíð. Hann segir brýnt að bregðast við. Þá vekur Davíð athygli á blómstrandi starfsemi í húsi St. Jósefsspítalans eftir að það var gert upp og opnað á nýjan leik. Spítalinn stóð auður um stund en hús hans var á síðustu árum gert upp. Í húsnæði spítalans er nú svokallað lífsgæðasetur sem hýsir alls kyns heilsutengda starfsemi, til dæmis Parkinsonsamtökin og Janus, heilsurækt fyrir eldri borgara. Niðurrif í ósamræmi við stefnu sveitarfélagsins „Nú eru sem sagt uppi plön um að eigandi lóðarinnar ætli að byggja fimmtán íbúða fjölbýlishús,“ segir Davíð. Hann segir afstöðuleysi bæjarstjórnar ríkja í tengslum við viðhald hússins. Sveitarfélagið geti sett öll þau skilyrði við lóðareigandann, sé viljinn fyrir hendi. „Þarna hefur sveitarfélaginu verið í lófa lagt að setjast niður með eiganda lóðarinnar og viðhalda húsinu.“ Davíð segir ríkjandi stefnu sveitarfélagsins vera að viðhalda gömlu byggðinni í bænum. Hann segir Minjastofnun hafa lagst hart gegn breytingunum þegar umræða um fyrirhugað niðurrif hússins skapaðist árið 2015. Að auki hafi íbúar kært áformin um niðurrif Kató en þeirri kæru verið vísað frá. Hann segir ríkjandi sýn Hafnarfjarðarbæjar á skipulagsmálum vera að rífa og byggja nýtt í sífellu, algjörlega óháð menningarverðmætum, sögu og sér í lagi virðingu fyrir umhverfinu. „Það eru auðvitað fleiri leiðir til þess að laga umhverfið heldur en að rífa og byggja nýtt,“ segir Davíð. „Við verðum að fara að hugsa okkur tvisvar um áður en við byggjum alltaf til einnar nætur,“ segir hann. „Þetta er algjörlega galið, þetta einnota samfélag sem við erum að viðhalda hérna.“
Hafnarfjörður Menning Húsavernd Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira