„Betra en að vera dæmdur í fjórtán ára fangelsi“ Magnús Jochum Pálsson og Árni Sæberg skrifa 21. júní 2023 19:53 Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Claudiu Cavalho, var ánægður með niðurstöðuna þó hann hefði viljað sjá hana sýknaða. Vísir Hæstiréttur staðfesti í dag sekt allra fjögurra sakborninga í einu umtalaðasta morðmáli íslandssögunnar, morðinu í Rauðagerði. Sakborningar hlutu töluvert mildari dóma en í Landsrétti. Rauðagerðismálið átti sér stað þegar fjölskyldufaðirinn Armando Beqirai var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í febrúar 2021. Saksóknari lýsti morðinu á sínum tíma sem aftöku en Beqirai var skotinn níu sinnum. Talið var að málið tengdist uppgjöri í undirheimum. Fyrirsjáanleg niðurstaða Angjelin Sterqai var dæmdur í sextán ára fangelsi í Hæstarétti í dag en hann hafði verið dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar í Landsrétti. Skipaður verjandi hans í málinu segir að niðurstaðan hafi verið nokkuð fyrirsjáanleg. Þegar málskotsbeiðni Angjelins var send Hæstarétti sagði í áliti ríkissaksóknara að hugsanlega hafi skort lagaheimild til að þyngja dóm hans í tuttugu ár. „Þetta var kannski viðbúið, að það yrði mögulega ekki hærra en sextán ár,“ sagði Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins Sterkaj. „Skjólstæðingur minn vildi reyndar meina að það væru refsimildunarástæður sem virðist ekki hafa verið fallist á en ég er ekki búinn að lesa dóminn,“ bætti hann við. Kemst fljótlega í lausagæslu Mikla athygli vakti þegar þau Claudia Carvalho, Shpetim Qerimi og Murat Selivrada voru sakfelld fyrir samverknað í morðinu og dæmd til fjórtán ára fangelsisvistar í Landsrétti. Hæstiréttur taldi athæfi þeirra hið örlagaríka kvöld hins vegar aðeins falla undir hlutdeild í broti Angelins. Öll þrjú fengu því mildari dóma hjá Hæstarétti, Claudia fékk þriggja ára dóm, Murat fjögurra og Shpetim tíu ára. Claudia var ein sakborninga mætt í hæstarétt í dag. Lögmaður hennar segir hana hafa tekið dóminum með jafnaðargeði og að henni sé létt. Claudia hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti en Landsréttur hafði dæmt hana í fjórtán ára fangelsi.vísir/vilhelm „Þetta er náttúrulega betra en að vera dæmdur í fjórtán ára fangelsi,“ sagði Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Claudiu Carvalho, aðspurður út í niðurstöðuna. „En maður hefði viljað sjá hana sýknaða vegna þess að ég tel að hún sé saklaus, mér finnst gögnin sýna það,“ sagði hann. „Hún er búin að sitja af sér eitt ár í gæsluvarðhaldi þannig hún fer líklega að komast í einhvers konar lausagæslu fljótlega. Þetta er betra en dómur Landsréttar sem var leiðréttur núna,“ sagði Karl. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Dómar í Rauðagerðismálinu mildaðir verulega Angjelin Sterkaj var rétt í þessu dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í Hæstarétti fyrir morðið á Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Þrír hlutdeildarmenn hans voru dæmdir til þriggja til tíu ára fangelsisvistar. 21. júní 2023 14:05 „Þetta veldur auðvitað áhyggjum“ Ríkissaksóknari telur mögulegt að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Verjandi eins sakborninga í málinu segir það áhyggjuefni, hafi áfrýjunardómstóllinn Landsréttur farið út fyrir refsirammann með þessum hætti. 10. janúar 2023 11:45 Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. 28. október 2022 22:14 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Sjá meira
Rauðagerðismálið átti sér stað þegar fjölskyldufaðirinn Armando Beqirai var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í febrúar 2021. Saksóknari lýsti morðinu á sínum tíma sem aftöku en Beqirai var skotinn níu sinnum. Talið var að málið tengdist uppgjöri í undirheimum. Fyrirsjáanleg niðurstaða Angjelin Sterqai var dæmdur í sextán ára fangelsi í Hæstarétti í dag en hann hafði verið dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar í Landsrétti. Skipaður verjandi hans í málinu segir að niðurstaðan hafi verið nokkuð fyrirsjáanleg. Þegar málskotsbeiðni Angjelins var send Hæstarétti sagði í áliti ríkissaksóknara að hugsanlega hafi skort lagaheimild til að þyngja dóm hans í tuttugu ár. „Þetta var kannski viðbúið, að það yrði mögulega ekki hærra en sextán ár,“ sagði Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins Sterkaj. „Skjólstæðingur minn vildi reyndar meina að það væru refsimildunarástæður sem virðist ekki hafa verið fallist á en ég er ekki búinn að lesa dóminn,“ bætti hann við. Kemst fljótlega í lausagæslu Mikla athygli vakti þegar þau Claudia Carvalho, Shpetim Qerimi og Murat Selivrada voru sakfelld fyrir samverknað í morðinu og dæmd til fjórtán ára fangelsisvistar í Landsrétti. Hæstiréttur taldi athæfi þeirra hið örlagaríka kvöld hins vegar aðeins falla undir hlutdeild í broti Angelins. Öll þrjú fengu því mildari dóma hjá Hæstarétti, Claudia fékk þriggja ára dóm, Murat fjögurra og Shpetim tíu ára. Claudia var ein sakborninga mætt í hæstarétt í dag. Lögmaður hennar segir hana hafa tekið dóminum með jafnaðargeði og að henni sé létt. Claudia hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti en Landsréttur hafði dæmt hana í fjórtán ára fangelsi.vísir/vilhelm „Þetta er náttúrulega betra en að vera dæmdur í fjórtán ára fangelsi,“ sagði Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Claudiu Carvalho, aðspurður út í niðurstöðuna. „En maður hefði viljað sjá hana sýknaða vegna þess að ég tel að hún sé saklaus, mér finnst gögnin sýna það,“ sagði hann. „Hún er búin að sitja af sér eitt ár í gæsluvarðhaldi þannig hún fer líklega að komast í einhvers konar lausagæslu fljótlega. Þetta er betra en dómur Landsréttar sem var leiðréttur núna,“ sagði Karl.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Dómar í Rauðagerðismálinu mildaðir verulega Angjelin Sterkaj var rétt í þessu dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í Hæstarétti fyrir morðið á Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Þrír hlutdeildarmenn hans voru dæmdir til þriggja til tíu ára fangelsisvistar. 21. júní 2023 14:05 „Þetta veldur auðvitað áhyggjum“ Ríkissaksóknari telur mögulegt að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Verjandi eins sakborninga í málinu segir það áhyggjuefni, hafi áfrýjunardómstóllinn Landsréttur farið út fyrir refsirammann með þessum hætti. 10. janúar 2023 11:45 Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. 28. október 2022 22:14 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Sjá meira
Dómar í Rauðagerðismálinu mildaðir verulega Angjelin Sterkaj var rétt í þessu dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í Hæstarétti fyrir morðið á Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Þrír hlutdeildarmenn hans voru dæmdir til þriggja til tíu ára fangelsisvistar. 21. júní 2023 14:05
„Þetta veldur auðvitað áhyggjum“ Ríkissaksóknari telur mögulegt að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Verjandi eins sakborninga í málinu segir það áhyggjuefni, hafi áfrýjunardómstóllinn Landsréttur farið út fyrir refsirammann með þessum hætti. 10. janúar 2023 11:45
Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. 28. október 2022 22:14