Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júní 2023 06:57 Ódagsett mynd af Titan. AP/OceanGate Expeditions Kafbáturinn Titan er enn ófundinn og jafnvel þótt von sé enn ekki úti um að finna hann segja sérfræðingar að afar erfitt yrði að ná honum upp á yfirborðið. Fimm voru um borð þegar samband rofnaði við kafbátinn á sunnudag. Þá var verið að sigla honum í átt að flaki skipsins Titanic undan ströndum Nýfundnalands. Áhöfn fylgdarskips kafbátsins hætti að ná sambandi við hann um einni klukkustund og 45 mínútum eftir að köfunarferðin hófst. Við hefðbundnar aðstæður tekur á þrjá tíma að kafa að flaki Titanic. Leitin hefur afmarkast nokkuð eftir að mælitæki námu málmhljóð á þriðjudagskvöld, sem vakti vonir um að fólkið væri á lífi. Súrefnisbirgðir Titan verða hins vegar á þrotum innan tíðar. Sérfræðingar telja að við bestu aðstæður gæti súrefni kafbátsins dugað fram að hádegi í dag, miðað við eðliega súrefnisneyslu. Sérfræðingar segja að birgðirnar gætu dugað lengur. This is why the #Oceangate Titan submersible search is so difficult. The depth of the ocean is staggering pic.twitter.com/Jiz6dCtDGg— Tom Munns (@TomMunns1) June 21, 2023 Verulega hefur dregið úr líkum á því að það takist að bjarga fimmmenningunum en sérfræðingar segja að jafnvel þótt kafbáturinn finnist þyrfti gríðarlegt átak til að ná honum upp á yfirborðið. Ef leiðangurinn náði að flaki Titanic, liggur það á um 3.800 metra dýpi, en aðeins fáeinir fjarstýrðir kafbátar geta kafað svo djúpt. Þá þyrftu aðstæður til björgunar að vera þannig að leitarmenn hefðu góða sýn á Titan, hverja þá tálma sem væru mögulega í veginum og gætu komið vírum á kafbátinn til að draga hann upp. AP fréttaveitan segir sjóher Bandaríkjanna vera að senda sérstakan kafbát á svæðið sem hannaður er til að sækja allt að 27 tonna muni á hafsbotn. Titan er rétt rúm níu tonn að þyngd. Rush er einn af þeim fimm sem týndust með kafbátnum. Einnig eru breski auðjöfurinn Hamish Harding um borð, auk feðganna Shahzada Dawood og Suleman, sem eru úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan og hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Minnst 46 manns hafa áður kafað að flaki Titanic um borð í Titan á undanförnum árum. Bandaríkin Kanada Titanic Tengdar fréttir Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00 Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45 Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Umfangsmikil leit stendur nú yfir að kafbát sem hvarf nærri flaki Titanic á sunnudag. Talið er að fimm manns hafi verið um borð í skemmtiferð til að skoða flakið skipsins á tæplega fjögur þúsund metra dýpi. 20. júní 2023 07:45 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Fimm voru um borð þegar samband rofnaði við kafbátinn á sunnudag. Þá var verið að sigla honum í átt að flaki skipsins Titanic undan ströndum Nýfundnalands. Áhöfn fylgdarskips kafbátsins hætti að ná sambandi við hann um einni klukkustund og 45 mínútum eftir að köfunarferðin hófst. Við hefðbundnar aðstæður tekur á þrjá tíma að kafa að flaki Titanic. Leitin hefur afmarkast nokkuð eftir að mælitæki námu málmhljóð á þriðjudagskvöld, sem vakti vonir um að fólkið væri á lífi. Súrefnisbirgðir Titan verða hins vegar á þrotum innan tíðar. Sérfræðingar telja að við bestu aðstæður gæti súrefni kafbátsins dugað fram að hádegi í dag, miðað við eðliega súrefnisneyslu. Sérfræðingar segja að birgðirnar gætu dugað lengur. This is why the #Oceangate Titan submersible search is so difficult. The depth of the ocean is staggering pic.twitter.com/Jiz6dCtDGg— Tom Munns (@TomMunns1) June 21, 2023 Verulega hefur dregið úr líkum á því að það takist að bjarga fimmmenningunum en sérfræðingar segja að jafnvel þótt kafbáturinn finnist þyrfti gríðarlegt átak til að ná honum upp á yfirborðið. Ef leiðangurinn náði að flaki Titanic, liggur það á um 3.800 metra dýpi, en aðeins fáeinir fjarstýrðir kafbátar geta kafað svo djúpt. Þá þyrftu aðstæður til björgunar að vera þannig að leitarmenn hefðu góða sýn á Titan, hverja þá tálma sem væru mögulega í veginum og gætu komið vírum á kafbátinn til að draga hann upp. AP fréttaveitan segir sjóher Bandaríkjanna vera að senda sérstakan kafbát á svæðið sem hannaður er til að sækja allt að 27 tonna muni á hafsbotn. Titan er rétt rúm níu tonn að þyngd. Rush er einn af þeim fimm sem týndust með kafbátnum. Einnig eru breski auðjöfurinn Hamish Harding um borð, auk feðganna Shahzada Dawood og Suleman, sem eru úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan og hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Minnst 46 manns hafa áður kafað að flaki Titanic um borð í Titan á undanförnum árum.
Bandaríkin Kanada Titanic Tengdar fréttir Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00 Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45 Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Umfangsmikil leit stendur nú yfir að kafbát sem hvarf nærri flaki Titanic á sunnudag. Talið er að fimm manns hafi verið um borð í skemmtiferð til að skoða flakið skipsins á tæplega fjögur þúsund metra dýpi. 20. júní 2023 07:45 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00
Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45
Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Umfangsmikil leit stendur nú yfir að kafbát sem hvarf nærri flaki Titanic á sunnudag. Talið er að fimm manns hafi verið um borð í skemmtiferð til að skoða flakið skipsins á tæplega fjögur þúsund metra dýpi. 20. júní 2023 07:45