Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júní 2023 06:57 Ódagsett mynd af Titan. AP/OceanGate Expeditions Kafbáturinn Titan er enn ófundinn og jafnvel þótt von sé enn ekki úti um að finna hann segja sérfræðingar að afar erfitt yrði að ná honum upp á yfirborðið. Fimm voru um borð þegar samband rofnaði við kafbátinn á sunnudag. Þá var verið að sigla honum í átt að flaki skipsins Titanic undan ströndum Nýfundnalands. Áhöfn fylgdarskips kafbátsins hætti að ná sambandi við hann um einni klukkustund og 45 mínútum eftir að köfunarferðin hófst. Við hefðbundnar aðstæður tekur á þrjá tíma að kafa að flaki Titanic. Leitin hefur afmarkast nokkuð eftir að mælitæki námu málmhljóð á þriðjudagskvöld, sem vakti vonir um að fólkið væri á lífi. Súrefnisbirgðir Titan verða hins vegar á þrotum innan tíðar. Sérfræðingar telja að við bestu aðstæður gæti súrefni kafbátsins dugað fram að hádegi í dag, miðað við eðliega súrefnisneyslu. Sérfræðingar segja að birgðirnar gætu dugað lengur. This is why the #Oceangate Titan submersible search is so difficult. The depth of the ocean is staggering pic.twitter.com/Jiz6dCtDGg— Tom Munns (@TomMunns1) June 21, 2023 Verulega hefur dregið úr líkum á því að það takist að bjarga fimmmenningunum en sérfræðingar segja að jafnvel þótt kafbáturinn finnist þyrfti gríðarlegt átak til að ná honum upp á yfirborðið. Ef leiðangurinn náði að flaki Titanic, liggur það á um 3.800 metra dýpi, en aðeins fáeinir fjarstýrðir kafbátar geta kafað svo djúpt. Þá þyrftu aðstæður til björgunar að vera þannig að leitarmenn hefðu góða sýn á Titan, hverja þá tálma sem væru mögulega í veginum og gætu komið vírum á kafbátinn til að draga hann upp. AP fréttaveitan segir sjóher Bandaríkjanna vera að senda sérstakan kafbát á svæðið sem hannaður er til að sækja allt að 27 tonna muni á hafsbotn. Titan er rétt rúm níu tonn að þyngd. Rush er einn af þeim fimm sem týndust með kafbátnum. Einnig eru breski auðjöfurinn Hamish Harding um borð, auk feðganna Shahzada Dawood og Suleman, sem eru úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan og hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Minnst 46 manns hafa áður kafað að flaki Titanic um borð í Titan á undanförnum árum. Bandaríkin Kanada Titanic Tengdar fréttir Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00 Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45 Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Umfangsmikil leit stendur nú yfir að kafbát sem hvarf nærri flaki Titanic á sunnudag. Talið er að fimm manns hafi verið um borð í skemmtiferð til að skoða flakið skipsins á tæplega fjögur þúsund metra dýpi. 20. júní 2023 07:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Fimm voru um borð þegar samband rofnaði við kafbátinn á sunnudag. Þá var verið að sigla honum í átt að flaki skipsins Titanic undan ströndum Nýfundnalands. Áhöfn fylgdarskips kafbátsins hætti að ná sambandi við hann um einni klukkustund og 45 mínútum eftir að köfunarferðin hófst. Við hefðbundnar aðstæður tekur á þrjá tíma að kafa að flaki Titanic. Leitin hefur afmarkast nokkuð eftir að mælitæki námu málmhljóð á þriðjudagskvöld, sem vakti vonir um að fólkið væri á lífi. Súrefnisbirgðir Titan verða hins vegar á þrotum innan tíðar. Sérfræðingar telja að við bestu aðstæður gæti súrefni kafbátsins dugað fram að hádegi í dag, miðað við eðliega súrefnisneyslu. Sérfræðingar segja að birgðirnar gætu dugað lengur. This is why the #Oceangate Titan submersible search is so difficult. The depth of the ocean is staggering pic.twitter.com/Jiz6dCtDGg— Tom Munns (@TomMunns1) June 21, 2023 Verulega hefur dregið úr líkum á því að það takist að bjarga fimmmenningunum en sérfræðingar segja að jafnvel þótt kafbáturinn finnist þyrfti gríðarlegt átak til að ná honum upp á yfirborðið. Ef leiðangurinn náði að flaki Titanic, liggur það á um 3.800 metra dýpi, en aðeins fáeinir fjarstýrðir kafbátar geta kafað svo djúpt. Þá þyrftu aðstæður til björgunar að vera þannig að leitarmenn hefðu góða sýn á Titan, hverja þá tálma sem væru mögulega í veginum og gætu komið vírum á kafbátinn til að draga hann upp. AP fréttaveitan segir sjóher Bandaríkjanna vera að senda sérstakan kafbát á svæðið sem hannaður er til að sækja allt að 27 tonna muni á hafsbotn. Titan er rétt rúm níu tonn að þyngd. Rush er einn af þeim fimm sem týndust með kafbátnum. Einnig eru breski auðjöfurinn Hamish Harding um borð, auk feðganna Shahzada Dawood og Suleman, sem eru úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan og hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Minnst 46 manns hafa áður kafað að flaki Titanic um borð í Titan á undanförnum árum.
Bandaríkin Kanada Titanic Tengdar fréttir Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00 Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45 Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Umfangsmikil leit stendur nú yfir að kafbát sem hvarf nærri flaki Titanic á sunnudag. Talið er að fimm manns hafi verið um borð í skemmtiferð til að skoða flakið skipsins á tæplega fjögur þúsund metra dýpi. 20. júní 2023 07:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00
Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45
Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Umfangsmikil leit stendur nú yfir að kafbát sem hvarf nærri flaki Titanic á sunnudag. Talið er að fimm manns hafi verið um borð í skemmtiferð til að skoða flakið skipsins á tæplega fjögur þúsund metra dýpi. 20. júní 2023 07:45