Vitlausasta hugmyndin Jóhannes Þór Skúlason skrifar 22. júní 2023 12:00 Í vikunni birtust fréttir af því að OECD legði til að virðisaukaskattur (VSK) á ferðaþjónustu væri færður í efra þrep. Það er að vísu svo gömul frétt að OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggi til að svokallaðir skattastyrkir séu aflagðir til að auka tekjuöflun ríkissjóðs að það er vart fréttnæmt lengur, enda hafa slíkar tekjuöflunartillögur verið fastagestir í skýrslum þessara alþjóðastofnana síðastliðinn áratug. Hvað þýðir orðskrípið skattastyrkir? Skattastyrkir er samheiti yfir undantekningar frá almennum skattareglum, þ.e. þegar tekin er pólitísk ákvörðun um að ekki skuli innheimta jafn háa skatta og hægt væri af fólki, fyrirtækjum eða málaflokkum á grundvelli margs konar sjónarmiða. Þannig flokkast til dæmis sala á matvörum og áfengi, bleium og smokkum, fasteignaleiga og almenningssamgöngur og íþrótta- og safnastarfsemi undir slíkar undantekningar þar sem stjórnmálin hafa ákveðið að skynsamlegt sé að hafa skattpíningu lægri en ella gæti verið. Rökstuðningur OECD fyrir hækkun VSK á ferðaþjónustu í efra þrep Það vekur athygli að eini rökstuðningur OECD fyrir hækkun VSK á ferðaþjónustu er að með því geti ríkið aukið tekjur sínar. Ekkert annað. Í raun enginn rökstuðningur sem hefur að gera með ferðaþjónustu sérstaklega. Miðað við þessa rökfærslu OECD er því jafn skynsamlegt að hækka virðisaukaskatt á matvæli upp í 24% því að það myndi auka tekjuöflun ríkisins. Sú tillaga hefur enda áður komið fram hjá þessum ágætu alþjóðastofnunum, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði einmitt til árið 2017 að það ætti að vera forgangsatriði fyrir ríkisstjórnina að hækka virðisaukaskatt á matvæli í efra þrep virðisaukaskatts sem þá var 25,5%. Hlaut það litla alþýðuhylli. Tillaga OECD nú hefur sumsé ekkert að gera með ferðaþjónustu sérstaklega eða hugsanleg áhrif atvinnugreinarinnar á efnahagslíf, húsnæðismarkað eða verðbólgu, eins og einhverjir héldu kannski þegar fréttin birtist. Þetta er bara sama gamla rullan um ónýtt tækifæri til meiri tekjuöflunar ríkissjóðs. Hvernig er VSK af ferðaþjónustu háttað í öðrum Evrópulöndum? Virðisaukaskattur af ferðaþjónustu er í lægra skattþrepi í 25 ESB ríkjum, rétt eins og á Íslandi. Að hækka VSK á ferðaþjónustu á Íslandi í hærra skattþrep myndi því gera íslenska ferðaþjónustu að útgildi í evrópsku VSK samhengi. Meðaltals VSK prósenta af ferðaþjónustu í Evrópu er á bilinu núll til 17% eftir því hvaða þjónustu er litið til og algengast er að meðaltalið sé á bilinu 11%-15%. Að ferðaþjónusta á Íslandi beri 11% virðisaukaskatt er því bæði algerlega eðlilegt í samanburði við önnur Evrópulönd og því um leið eitt mikilvægasta atriðið varðandi alþjóðlega samkeppnishæfni einnar stærstu útflutningsatvinnugreinar þjóðarinnar. Af hverju skiptir samkeppnishæfni ferðaþjónustu máli? Ísland er einn allra dýrasti áfangastaður heims í dag. Samkvæmt nýjustu útgáfu Travel & Tourism Development Index er Ísland nú þegar einn af dýrustu áfangastöðum heims. Í því umhverfi myndi veruleg hækkun á verði vegna skattheimtu ríkisins vinna gegn því að fyrirtæki í greininni geti byggt upp þau gæði og fagmennsku sem þarf til að verð og gæði fari saman, sem er líklega mikilvægasta samkeppnisatriðið sem við þurfum að bæta. Slík breyting myndi líka hækka verð á ferðalögum til Íslands verulega án þess að nein trygging væri fyrir því að skatttekjurnar rötuðu í uppbyggingu fyrir framtíð atvinnugreinarinnar, t.d. gagnaöflun og rannsóknir, skynsamlegt markaðsstarf sem eykur verðmætasköpun, stuðning við starf áfangastaðastofa eða fleiri nauðsynleg verkefni á málefnasviði ferðaþjónustu. Slík verkefni hafa notið lítillar hylli þingheims við úthlutun fjármuna síðustu ár, þrátt fyrir að ferðaþjónustan skili um 50 milljörðum króna af VSK í kassann árlega. Það er því miður fátt sem gefur til kynna að breyting yrði á því viðhorfi þótt milljörðunum myndi fjölga. Ferðaþjónustufólk man hvað gerðist síðast þegar VSK breytingu bar á góma Fyrst og fremst myndi svona breyting eyðileggja fyrir alþjóðlegri samkeppnishæfni atvinnugreinarinnar. Þegar Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti þau óvarlegu áform árið 2017 að hækka VSK á ferðaþjónustu í efra þrepið urðu viðbrögð viðskiptamarkaða Íslands erlendis sterk og afar neikvæð. Jafnvel þótt hækkunin hefði aldrei komið til framkvæmda olli bara umræðan um hugsanlega hækkun töluverðum skaða á viðskiptatengslum og orðspori sem varði í um tvö ár á eftir. Þá var fjármálaráðherra bent á þá staðreynd að það er ekki hægt að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu til að auka tekjur ríkisins og búast við að það hafi engin neikvæð áhrif á markaðina – sem aftur hefur þau áhrif að hinar væntu skatttekjur skila sér ekki í ríkiskassann. OECD bauð því miður ekki upp á neina greiningu á þeim áhrifum, frekar en öðru varðandi þessa tillögu. Hærri VSK á ferðaþjónustu leggst líka á Íslendinga, hækkar verðlag og eykur ójöfnuð Það gleymist svo alltaf í þessari umræðu að Íslendingar eru líka ferðamenn í eigin landi. Ferðaþjónustureikningar Hagstofu Íslands sýna að neysla innlendra ferðamanna, okkar sjálfra, hefur aukist í gegn um faraldursárin. Mjög líklegt og ánægjulegt er að sú aukning á okkar eigin kaupum á vörum og þjónustu ferðaþjónustufyrirtækja haldi sér nú þegar fólk hefur kynnst betur því sem í boði er. Hærri VSK á ferðaþjónustu myndi því hafa bein áhrif á buddur landsmanna. Þetta er aldrei talað um. Hækkun VSK á ferðaþjónustu myndi hækka almennt verðlag á ferðaþjónustuvörum verulega og hótel og veitingastaðir eru meðal annars inni í mælingu á vísitölu neysluverðs. Það er svo ljóst að áhrifin á þá sem hafa minna milli handanna myndu vera neikvæðari en á þá sem betur eru settir og takmarka meira möguleika þeirra til að ferðast um eigið land. Með öðrum orðum, auka ójöfnuð í samfélaginu. Vitlausasta hugmyndin Íslenskt samfélag nýtur þess nú á margvíslegan hátt að ferðaþjónustan leiðir erlendan gjaldeyri inn í landið. Ekki er langt síðan ráðherrar, þingmenn, Seðlabankinn og allir helstu greiningaraðilar um efnahagsmál sögðu að öflug viðspyrna ferðaþjónustunnar væri mikilvægasti þátturinn í endurreisn efnahagslífs þjóðarinnar eftir heimsfaraldurinn. Nú þegar greinin hefur svarað því almenna ákalli virðast sumir þessara aðila hins vegar hafa skipt all snarlega um skoðun. Vera má að einhverjir talsmenn þeirrar órökréttu hugsunar grípi hina gömlu tekjuöflunartuggu OECD og AGS um að hækka VSK á ferðaþjónustu þá á lofti því með henni megi rjúfa ferðamannastrauminn – eins og það sé á einhvern hátt góð hugmynd. Hér skal ekki skorast undan umræðu um áhrif ferðaþjónustu - jákvæð og neikvæð - á ríkisfjármál, efnahagslíf, húsnæðismarkað, lífskjör og byggðaþróun á Íslandi. En þeir sem sjá í þeirri umræðu tóm vandamál er gjarnt að gleyma því að það er fjöldi stilliskrúfa sem hægt er að hreyfa til að hafa jákvæð áhrif á heildarmyndina og að mörgum þeirra höfum við þegar beitt með góðum árangri. Aðrar erum við ekki að nýta nægilega vel. Einnig er ágætt að muna að ferðaþjónusta er t.d. langt því frá eini þátturinn sem hefur í rúman áratug eða svo haft mikil áhrif til breytinga í samfélaginu. Það hefur jú ýmislegt gengið á, og sumir sem nú tjá sig um meinta óþurft ferðaþjónustunnar í efnahagslífinu gætu litið sér nær. Það eru ýmsar hugmyndir um ferðaþjónustu, sumar góðar og aðrar slakari, sem er vert að ræða til að stilla efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar betur af inn í framtíðina með meiri verðmætasköpun, aukinni framleiðni, bættum lífskjörum og lífsgæðum almennings að markmiði. Það liggur augum uppi að atvinnugreinin byggir á sameiginlegum gæðum lands og þjóðar og hefur víðtæk áhrif á samfélag, efnahag og umhverfi. Og einmitt þess vegna er nú í gangi vinna við gerð aðgerðaáætlunar á grundvelli stefnuramma um ferðaþjónustu til 2030 með sjálfbærni atvinnugreinarinnar í öllum þessum víddum að leiðarljósi, í góðri samvinnu stjórnvalda og atvinnugreinarinnar. Að eyðileggja samkeppnishæfni einnar mikilvægustu útflutningsgreinar þjóðarinnar með VSK hækkun í efra þrep og skemma þannig vísvitandi fyrir alþjóðaviðskiptum þjóðarinnar, er líklega vitlausasta hugmyndin sem þar gæti komið til tals. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni birtust fréttir af því að OECD legði til að virðisaukaskattur (VSK) á ferðaþjónustu væri færður í efra þrep. Það er að vísu svo gömul frétt að OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggi til að svokallaðir skattastyrkir séu aflagðir til að auka tekjuöflun ríkissjóðs að það er vart fréttnæmt lengur, enda hafa slíkar tekjuöflunartillögur verið fastagestir í skýrslum þessara alþjóðastofnana síðastliðinn áratug. Hvað þýðir orðskrípið skattastyrkir? Skattastyrkir er samheiti yfir undantekningar frá almennum skattareglum, þ.e. þegar tekin er pólitísk ákvörðun um að ekki skuli innheimta jafn háa skatta og hægt væri af fólki, fyrirtækjum eða málaflokkum á grundvelli margs konar sjónarmiða. Þannig flokkast til dæmis sala á matvörum og áfengi, bleium og smokkum, fasteignaleiga og almenningssamgöngur og íþrótta- og safnastarfsemi undir slíkar undantekningar þar sem stjórnmálin hafa ákveðið að skynsamlegt sé að hafa skattpíningu lægri en ella gæti verið. Rökstuðningur OECD fyrir hækkun VSK á ferðaþjónustu í efra þrep Það vekur athygli að eini rökstuðningur OECD fyrir hækkun VSK á ferðaþjónustu er að með því geti ríkið aukið tekjur sínar. Ekkert annað. Í raun enginn rökstuðningur sem hefur að gera með ferðaþjónustu sérstaklega. Miðað við þessa rökfærslu OECD er því jafn skynsamlegt að hækka virðisaukaskatt á matvæli upp í 24% því að það myndi auka tekjuöflun ríkisins. Sú tillaga hefur enda áður komið fram hjá þessum ágætu alþjóðastofnunum, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði einmitt til árið 2017 að það ætti að vera forgangsatriði fyrir ríkisstjórnina að hækka virðisaukaskatt á matvæli í efra þrep virðisaukaskatts sem þá var 25,5%. Hlaut það litla alþýðuhylli. Tillaga OECD nú hefur sumsé ekkert að gera með ferðaþjónustu sérstaklega eða hugsanleg áhrif atvinnugreinarinnar á efnahagslíf, húsnæðismarkað eða verðbólgu, eins og einhverjir héldu kannski þegar fréttin birtist. Þetta er bara sama gamla rullan um ónýtt tækifæri til meiri tekjuöflunar ríkissjóðs. Hvernig er VSK af ferðaþjónustu háttað í öðrum Evrópulöndum? Virðisaukaskattur af ferðaþjónustu er í lægra skattþrepi í 25 ESB ríkjum, rétt eins og á Íslandi. Að hækka VSK á ferðaþjónustu á Íslandi í hærra skattþrep myndi því gera íslenska ferðaþjónustu að útgildi í evrópsku VSK samhengi. Meðaltals VSK prósenta af ferðaþjónustu í Evrópu er á bilinu núll til 17% eftir því hvaða þjónustu er litið til og algengast er að meðaltalið sé á bilinu 11%-15%. Að ferðaþjónusta á Íslandi beri 11% virðisaukaskatt er því bæði algerlega eðlilegt í samanburði við önnur Evrópulönd og því um leið eitt mikilvægasta atriðið varðandi alþjóðlega samkeppnishæfni einnar stærstu útflutningsatvinnugreinar þjóðarinnar. Af hverju skiptir samkeppnishæfni ferðaþjónustu máli? Ísland er einn allra dýrasti áfangastaður heims í dag. Samkvæmt nýjustu útgáfu Travel & Tourism Development Index er Ísland nú þegar einn af dýrustu áfangastöðum heims. Í því umhverfi myndi veruleg hækkun á verði vegna skattheimtu ríkisins vinna gegn því að fyrirtæki í greininni geti byggt upp þau gæði og fagmennsku sem þarf til að verð og gæði fari saman, sem er líklega mikilvægasta samkeppnisatriðið sem við þurfum að bæta. Slík breyting myndi líka hækka verð á ferðalögum til Íslands verulega án þess að nein trygging væri fyrir því að skatttekjurnar rötuðu í uppbyggingu fyrir framtíð atvinnugreinarinnar, t.d. gagnaöflun og rannsóknir, skynsamlegt markaðsstarf sem eykur verðmætasköpun, stuðning við starf áfangastaðastofa eða fleiri nauðsynleg verkefni á málefnasviði ferðaþjónustu. Slík verkefni hafa notið lítillar hylli þingheims við úthlutun fjármuna síðustu ár, þrátt fyrir að ferðaþjónustan skili um 50 milljörðum króna af VSK í kassann árlega. Það er því miður fátt sem gefur til kynna að breyting yrði á því viðhorfi þótt milljörðunum myndi fjölga. Ferðaþjónustufólk man hvað gerðist síðast þegar VSK breytingu bar á góma Fyrst og fremst myndi svona breyting eyðileggja fyrir alþjóðlegri samkeppnishæfni atvinnugreinarinnar. Þegar Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti þau óvarlegu áform árið 2017 að hækka VSK á ferðaþjónustu í efra þrepið urðu viðbrögð viðskiptamarkaða Íslands erlendis sterk og afar neikvæð. Jafnvel þótt hækkunin hefði aldrei komið til framkvæmda olli bara umræðan um hugsanlega hækkun töluverðum skaða á viðskiptatengslum og orðspori sem varði í um tvö ár á eftir. Þá var fjármálaráðherra bent á þá staðreynd að það er ekki hægt að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu til að auka tekjur ríkisins og búast við að það hafi engin neikvæð áhrif á markaðina – sem aftur hefur þau áhrif að hinar væntu skatttekjur skila sér ekki í ríkiskassann. OECD bauð því miður ekki upp á neina greiningu á þeim áhrifum, frekar en öðru varðandi þessa tillögu. Hærri VSK á ferðaþjónustu leggst líka á Íslendinga, hækkar verðlag og eykur ójöfnuð Það gleymist svo alltaf í þessari umræðu að Íslendingar eru líka ferðamenn í eigin landi. Ferðaþjónustureikningar Hagstofu Íslands sýna að neysla innlendra ferðamanna, okkar sjálfra, hefur aukist í gegn um faraldursárin. Mjög líklegt og ánægjulegt er að sú aukning á okkar eigin kaupum á vörum og þjónustu ferðaþjónustufyrirtækja haldi sér nú þegar fólk hefur kynnst betur því sem í boði er. Hærri VSK á ferðaþjónustu myndi því hafa bein áhrif á buddur landsmanna. Þetta er aldrei talað um. Hækkun VSK á ferðaþjónustu myndi hækka almennt verðlag á ferðaþjónustuvörum verulega og hótel og veitingastaðir eru meðal annars inni í mælingu á vísitölu neysluverðs. Það er svo ljóst að áhrifin á þá sem hafa minna milli handanna myndu vera neikvæðari en á þá sem betur eru settir og takmarka meira möguleika þeirra til að ferðast um eigið land. Með öðrum orðum, auka ójöfnuð í samfélaginu. Vitlausasta hugmyndin Íslenskt samfélag nýtur þess nú á margvíslegan hátt að ferðaþjónustan leiðir erlendan gjaldeyri inn í landið. Ekki er langt síðan ráðherrar, þingmenn, Seðlabankinn og allir helstu greiningaraðilar um efnahagsmál sögðu að öflug viðspyrna ferðaþjónustunnar væri mikilvægasti þátturinn í endurreisn efnahagslífs þjóðarinnar eftir heimsfaraldurinn. Nú þegar greinin hefur svarað því almenna ákalli virðast sumir þessara aðila hins vegar hafa skipt all snarlega um skoðun. Vera má að einhverjir talsmenn þeirrar órökréttu hugsunar grípi hina gömlu tekjuöflunartuggu OECD og AGS um að hækka VSK á ferðaþjónustu þá á lofti því með henni megi rjúfa ferðamannastrauminn – eins og það sé á einhvern hátt góð hugmynd. Hér skal ekki skorast undan umræðu um áhrif ferðaþjónustu - jákvæð og neikvæð - á ríkisfjármál, efnahagslíf, húsnæðismarkað, lífskjör og byggðaþróun á Íslandi. En þeir sem sjá í þeirri umræðu tóm vandamál er gjarnt að gleyma því að það er fjöldi stilliskrúfa sem hægt er að hreyfa til að hafa jákvæð áhrif á heildarmyndina og að mörgum þeirra höfum við þegar beitt með góðum árangri. Aðrar erum við ekki að nýta nægilega vel. Einnig er ágætt að muna að ferðaþjónusta er t.d. langt því frá eini þátturinn sem hefur í rúman áratug eða svo haft mikil áhrif til breytinga í samfélaginu. Það hefur jú ýmislegt gengið á, og sumir sem nú tjá sig um meinta óþurft ferðaþjónustunnar í efnahagslífinu gætu litið sér nær. Það eru ýmsar hugmyndir um ferðaþjónustu, sumar góðar og aðrar slakari, sem er vert að ræða til að stilla efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar betur af inn í framtíðina með meiri verðmætasköpun, aukinni framleiðni, bættum lífskjörum og lífsgæðum almennings að markmiði. Það liggur augum uppi að atvinnugreinin byggir á sameiginlegum gæðum lands og þjóðar og hefur víðtæk áhrif á samfélag, efnahag og umhverfi. Og einmitt þess vegna er nú í gangi vinna við gerð aðgerðaáætlunar á grundvelli stefnuramma um ferðaþjónustu til 2030 með sjálfbærni atvinnugreinarinnar í öllum þessum víddum að leiðarljósi, í góðri samvinnu stjórnvalda og atvinnugreinarinnar. Að eyðileggja samkeppnishæfni einnar mikilvægustu útflutningsgreinar þjóðarinnar með VSK hækkun í efra þrep og skemma þannig vísvitandi fyrir alþjóðaviðskiptum þjóðarinnar, er líklega vitlausasta hugmyndin sem þar gæti komið til tals. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun