Kristján sé rökþrota og staðfesti niðurstöðu um hvalveiðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2023 14:41 Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals og Henry Alexander Henrysson fulltrúi Siðfræðistofnunar í fagráði um velferð dýra. vísir Fulltrúi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands í fagráði um velferð dýra vísar ásökunum um vanhæfi sitt á bug. Framkvæmdastjóri Hvals hf. segir álit fagráðsins hluta af leikriti sem sett var upp af matvælaráðherra. Á þriðjudag kynnti Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra þá ákvörðun sína að heimila ekki hvalveiðar í sumar. Ráðherra byggði þá ákvörðun á áliti fagráðs um velferð dýra, sem kom út daginn áður. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, lýsir þeirri skoðun sinni í viðtali við Morgunblaðið í dag að fulltrúi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, sem er annar talsmanna ráðsins í málinu, væri vanhæfur til að fjalla um málið, vegna fyrri skrifa sinna um veiðarnar. Þessu vísar fulltrúi stofnunarinnar á bug. Sjá einnig: Kristján kallar Svandísi öfgafullan kommúnista „Kristján gefur sér einhverjar forsendur þarna sem ég veit ekki alveg hvaðan hann hefur. Ég hef ekki skrifað greinar gegn hvalveiðum á samfélagsmiðlum, til dæmis. En hitt er alveg rétt að ég tók þátt í málþingi í apríl, held ég að það hafi verið, þar sem var fjallað um hvalveiðar og ég fór yfir stöðuna og rök með og á móti hvalveiðum,“ segir Henry Alexander Henrysson, fulltrúi Siðfræðistofnunar í fagráðinu. Málþingið hafi farið fram áður en eftirlitsskýrsla MAST um veiðarnar kom út í maí, en fagráðinu var falið að meta hvort veiðar á langreyði gætu farið fram með mannúðlegum hætti, út frá niðurstöðum skýrslunnar. Út úr því ferli kom álitið sem matvælaráðherra byggði ákvörðun sína á. „Svo átti fagráð um velferð dýra einfaldlega að fjalla um þessa eftirlitsskýrslu og gögn sem komu fram í henni og kynna sér önnur gögn. Þannig að það var bara framhald af þessu máli. Ég kannast ekki við að ég sé yfirlýstur andstæðingur hvalveiða.“ Þannig að þú ert ekki vanhæfur til að fjalla um þessi mál? „Nei. Ég er nú bara þannig gerður að ég hlíti nú bara rökum og ef það heðfi komið eitthvað upp í meðferð ráðsins, rök fyrir því að það sé hægt að tryggja mannúðlegt dráp á langreyði þá hefði ég bara skipt um skoðun. En það komu engin ný gögn fram og við fórum vel yfir málið. Þetta var niðurstaða fagráðsins og ég kannast ekkert við að hafa verið vanhæfur í þessu þó ég hafi haldið erindi um hvalveiðar, byggt á þeim gögnum sem voru þekkt í apríl,“ segir Henry. Álit fagráðsins annars eðlis en skýrsla MAST Henry segir mikilvægt sé að hafa í huga að skýrsla MAST sé eftirlitsskýrsla, og því erfitt fyrir ráðherra að byggja ákvörðun sína eingöngu á henni. „Ekki dregnar miklar ályktanir, heldur frekar verið að lýsa því hvað kom í ljós við eftirlit á veiðunum. Þá var fagráðinu falið að fara vel í málið og svara einfaldri spurningu: Hvort það sé hægt að tryggja mannúðlegt dráp á stórhvelum. Við komumst að þeirri niðurstöðu eftir mikla yfirlegu að, nei, það er ekki hægt að tryggja það.“ Svarið hafi farið til MAST og síðan til ráðherra. „Við tökum engar ákvarðanir og erum ekki stjórnvald.“ Svar fagráðsins sé vel rökstutt en Henry telur að umræða síðustu daga hafi einkennst af einhverju öðru en rökum. „Viðtalið við Kristján í Morgunblaðinu í morgun er einmitt dæmi um það. Hann fer að tala um eitthvað allt annað heldur en rök okkar, en ég held að hann ætti kannski frekar að skoða þau. Að sumu leyti finnst mér einfaldlega, ef hann getur ekki komið með neitt betra eftir tvo daga, að þá sé hann að staðfesta niðurstöðu okkar,“ segir Henry. Ekki hefur náðst í Kristján Loftsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu síðustu daga. Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sveitarstjórnin harmar ákvörðun Svandísar Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir vonbrigðum og harmar hversu seint ákvörðun matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða er framkomin. 22. júní 2023 09:46 Ráðherra svipti fjölda fólks atvinnu með ólögmætri ákvörðun Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ákvörðun matvælaráðherra um bann við hvalveiðum vera ólögmæta og hún fari gegn meðalhófsreglu. Samtökin líti ákvörðunina alvarlegum augum og hún vænti þess að málinu sé ekki lokið. 21. júní 2023 22:48 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Á þriðjudag kynnti Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra þá ákvörðun sína að heimila ekki hvalveiðar í sumar. Ráðherra byggði þá ákvörðun á áliti fagráðs um velferð dýra, sem kom út daginn áður. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, lýsir þeirri skoðun sinni í viðtali við Morgunblaðið í dag að fulltrúi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, sem er annar talsmanna ráðsins í málinu, væri vanhæfur til að fjalla um málið, vegna fyrri skrifa sinna um veiðarnar. Þessu vísar fulltrúi stofnunarinnar á bug. Sjá einnig: Kristján kallar Svandísi öfgafullan kommúnista „Kristján gefur sér einhverjar forsendur þarna sem ég veit ekki alveg hvaðan hann hefur. Ég hef ekki skrifað greinar gegn hvalveiðum á samfélagsmiðlum, til dæmis. En hitt er alveg rétt að ég tók þátt í málþingi í apríl, held ég að það hafi verið, þar sem var fjallað um hvalveiðar og ég fór yfir stöðuna og rök með og á móti hvalveiðum,“ segir Henry Alexander Henrysson, fulltrúi Siðfræðistofnunar í fagráðinu. Málþingið hafi farið fram áður en eftirlitsskýrsla MAST um veiðarnar kom út í maí, en fagráðinu var falið að meta hvort veiðar á langreyði gætu farið fram með mannúðlegum hætti, út frá niðurstöðum skýrslunnar. Út úr því ferli kom álitið sem matvælaráðherra byggði ákvörðun sína á. „Svo átti fagráð um velferð dýra einfaldlega að fjalla um þessa eftirlitsskýrslu og gögn sem komu fram í henni og kynna sér önnur gögn. Þannig að það var bara framhald af þessu máli. Ég kannast ekki við að ég sé yfirlýstur andstæðingur hvalveiða.“ Þannig að þú ert ekki vanhæfur til að fjalla um þessi mál? „Nei. Ég er nú bara þannig gerður að ég hlíti nú bara rökum og ef það heðfi komið eitthvað upp í meðferð ráðsins, rök fyrir því að það sé hægt að tryggja mannúðlegt dráp á langreyði þá hefði ég bara skipt um skoðun. En það komu engin ný gögn fram og við fórum vel yfir málið. Þetta var niðurstaða fagráðsins og ég kannast ekkert við að hafa verið vanhæfur í þessu þó ég hafi haldið erindi um hvalveiðar, byggt á þeim gögnum sem voru þekkt í apríl,“ segir Henry. Álit fagráðsins annars eðlis en skýrsla MAST Henry segir mikilvægt sé að hafa í huga að skýrsla MAST sé eftirlitsskýrsla, og því erfitt fyrir ráðherra að byggja ákvörðun sína eingöngu á henni. „Ekki dregnar miklar ályktanir, heldur frekar verið að lýsa því hvað kom í ljós við eftirlit á veiðunum. Þá var fagráðinu falið að fara vel í málið og svara einfaldri spurningu: Hvort það sé hægt að tryggja mannúðlegt dráp á stórhvelum. Við komumst að þeirri niðurstöðu eftir mikla yfirlegu að, nei, það er ekki hægt að tryggja það.“ Svarið hafi farið til MAST og síðan til ráðherra. „Við tökum engar ákvarðanir og erum ekki stjórnvald.“ Svar fagráðsins sé vel rökstutt en Henry telur að umræða síðustu daga hafi einkennst af einhverju öðru en rökum. „Viðtalið við Kristján í Morgunblaðinu í morgun er einmitt dæmi um það. Hann fer að tala um eitthvað allt annað heldur en rök okkar, en ég held að hann ætti kannski frekar að skoða þau. Að sumu leyti finnst mér einfaldlega, ef hann getur ekki komið með neitt betra eftir tvo daga, að þá sé hann að staðfesta niðurstöðu okkar,“ segir Henry. Ekki hefur náðst í Kristján Loftsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu síðustu daga.
Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sveitarstjórnin harmar ákvörðun Svandísar Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir vonbrigðum og harmar hversu seint ákvörðun matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða er framkomin. 22. júní 2023 09:46 Ráðherra svipti fjölda fólks atvinnu með ólögmætri ákvörðun Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ákvörðun matvælaráðherra um bann við hvalveiðum vera ólögmæta og hún fari gegn meðalhófsreglu. Samtökin líti ákvörðunina alvarlegum augum og hún vænti þess að málinu sé ekki lokið. 21. júní 2023 22:48 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Sveitarstjórnin harmar ákvörðun Svandísar Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir vonbrigðum og harmar hversu seint ákvörðun matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða er framkomin. 22. júní 2023 09:46
Ráðherra svipti fjölda fólks atvinnu með ólögmætri ákvörðun Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ákvörðun matvælaráðherra um bann við hvalveiðum vera ólögmæta og hún fari gegn meðalhófsreglu. Samtökin líti ákvörðunina alvarlegum augum og hún vænti þess að málinu sé ekki lokið. 21. júní 2023 22:48
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent