Hringtenging með göngum nauðsynleg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. júlí 2023 19:17 Fjarðarheiðargöng. Fyrirhugaður gangamunni í Seyðisfirði. VEGAGERÐIN/MANNVIT Nauðsynlegt er að ráðast í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar um leið og göng yfir Fjarðarheiði líta dagsins ljós, svo hægt sé að ná hringtengingu á Austurlandi, ellegar sé erfitt að líta á svæðið sem eitt sameiginlegt atvinnusvæði. Þetta segir sveitastjóri Múlaþings. Skynsamlegast væri að fylgja Færeyingum í gangagerð. Samkvæmt jarðgangaáætlun sem innviðaráðherra kynnti samhliða samgönguáætlun í byrjun júnímánaðar eru Fjarðarheiðagöng efst á forgangslista þeirra tíu jarðganga sem hann vill ráðast í. Töluverð umræða hefur verið um Fjarðarheiði og gangamál en sveitarstjóri Múlaþings segir algjöra samstöðu ríkja á Austurlandi um að ráðast í gangagerð. Björn Ingimarsson er sveitarstjóri Múlaþings.SIGURJÓN ÓLASON „En það sem við leggjum líka gífurlega áherslu á er að við náum þessari hringtengingu á Austurlandi, þannig þegar framkvæmdum við Fjarðarheiðagöng er lokið að þá verði farið beint í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar,“ segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. Það sé nauðsynlegt svo hægt sé að líta á svæðið sem eitt sameiginlegt atvinnusvæði og til að tryggja öryggi íbúa. „Þannig það er það sem við munum berjast fyrir áfram. En sem betur fer eru göngin frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og frá Mjóafirði til Norðfjarðar inni í þessari áætlun en það svo sem liggur ekki fyrir hvort það sé í beinu framhaldi af Fjarðarheiðagöngum sem er mikilvægt og það er það sem við munum leggja áherslu á.“ Hann segir áherslur á Íslandi ekki hafa verið mjög ákveðnar í gangagerð. Um sé að ræða hagkvæmnustu samgöngubætur sem völ sé á, þó þær kosti. Ráðherra segir reiknað með gjaldtöku í öllum göngum samhliða væntanlegum breytingum á gjöldum á umferðina. Björn segir íbúa alltaf hafa gert ráð fyrir gjaldtöku. „Okkur finnst það ósköp eðlilegt því við sjáum að þó við greiðum fyrir að fara í gegnum göngin þá er þetta miklu styttri leið fyrir okkur og ódýrari rekstrarlega fyrir bílinn heldur en að fara yfir fjallið. Og svo eigum við bara að hafa Færeyingana að leiðarljósi og fara alltaf í framhaldi af einum göngum í næstu göng. Aldrei stoppa.“ Múlaþing Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Fjarðabyggð Byggðamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Samkvæmt jarðgangaáætlun sem innviðaráðherra kynnti samhliða samgönguáætlun í byrjun júnímánaðar eru Fjarðarheiðagöng efst á forgangslista þeirra tíu jarðganga sem hann vill ráðast í. Töluverð umræða hefur verið um Fjarðarheiði og gangamál en sveitarstjóri Múlaþings segir algjöra samstöðu ríkja á Austurlandi um að ráðast í gangagerð. Björn Ingimarsson er sveitarstjóri Múlaþings.SIGURJÓN ÓLASON „En það sem við leggjum líka gífurlega áherslu á er að við náum þessari hringtengingu á Austurlandi, þannig þegar framkvæmdum við Fjarðarheiðagöng er lokið að þá verði farið beint í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar,“ segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. Það sé nauðsynlegt svo hægt sé að líta á svæðið sem eitt sameiginlegt atvinnusvæði og til að tryggja öryggi íbúa. „Þannig það er það sem við munum berjast fyrir áfram. En sem betur fer eru göngin frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og frá Mjóafirði til Norðfjarðar inni í þessari áætlun en það svo sem liggur ekki fyrir hvort það sé í beinu framhaldi af Fjarðarheiðagöngum sem er mikilvægt og það er það sem við munum leggja áherslu á.“ Hann segir áherslur á Íslandi ekki hafa verið mjög ákveðnar í gangagerð. Um sé að ræða hagkvæmnustu samgöngubætur sem völ sé á, þó þær kosti. Ráðherra segir reiknað með gjaldtöku í öllum göngum samhliða væntanlegum breytingum á gjöldum á umferðina. Björn segir íbúa alltaf hafa gert ráð fyrir gjaldtöku. „Okkur finnst það ósköp eðlilegt því við sjáum að þó við greiðum fyrir að fara í gegnum göngin þá er þetta miklu styttri leið fyrir okkur og ódýrari rekstrarlega fyrir bílinn heldur en að fara yfir fjallið. Og svo eigum við bara að hafa Færeyingana að leiðarljósi og fara alltaf í framhaldi af einum göngum í næstu göng. Aldrei stoppa.“
Múlaþing Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Fjarðabyggð Byggðamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira