Hringtenging með göngum nauðsynleg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. júlí 2023 19:17 Fjarðarheiðargöng. Fyrirhugaður gangamunni í Seyðisfirði. VEGAGERÐIN/MANNVIT Nauðsynlegt er að ráðast í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar um leið og göng yfir Fjarðarheiði líta dagsins ljós, svo hægt sé að ná hringtengingu á Austurlandi, ellegar sé erfitt að líta á svæðið sem eitt sameiginlegt atvinnusvæði. Þetta segir sveitastjóri Múlaþings. Skynsamlegast væri að fylgja Færeyingum í gangagerð. Samkvæmt jarðgangaáætlun sem innviðaráðherra kynnti samhliða samgönguáætlun í byrjun júnímánaðar eru Fjarðarheiðagöng efst á forgangslista þeirra tíu jarðganga sem hann vill ráðast í. Töluverð umræða hefur verið um Fjarðarheiði og gangamál en sveitarstjóri Múlaþings segir algjöra samstöðu ríkja á Austurlandi um að ráðast í gangagerð. Björn Ingimarsson er sveitarstjóri Múlaþings.SIGURJÓN ÓLASON „En það sem við leggjum líka gífurlega áherslu á er að við náum þessari hringtengingu á Austurlandi, þannig þegar framkvæmdum við Fjarðarheiðagöng er lokið að þá verði farið beint í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar,“ segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. Það sé nauðsynlegt svo hægt sé að líta á svæðið sem eitt sameiginlegt atvinnusvæði og til að tryggja öryggi íbúa. „Þannig það er það sem við munum berjast fyrir áfram. En sem betur fer eru göngin frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og frá Mjóafirði til Norðfjarðar inni í þessari áætlun en það svo sem liggur ekki fyrir hvort það sé í beinu framhaldi af Fjarðarheiðagöngum sem er mikilvægt og það er það sem við munum leggja áherslu á.“ Hann segir áherslur á Íslandi ekki hafa verið mjög ákveðnar í gangagerð. Um sé að ræða hagkvæmnustu samgöngubætur sem völ sé á, þó þær kosti. Ráðherra segir reiknað með gjaldtöku í öllum göngum samhliða væntanlegum breytingum á gjöldum á umferðina. Björn segir íbúa alltaf hafa gert ráð fyrir gjaldtöku. „Okkur finnst það ósköp eðlilegt því við sjáum að þó við greiðum fyrir að fara í gegnum göngin þá er þetta miklu styttri leið fyrir okkur og ódýrari rekstrarlega fyrir bílinn heldur en að fara yfir fjallið. Og svo eigum við bara að hafa Færeyingana að leiðarljósi og fara alltaf í framhaldi af einum göngum í næstu göng. Aldrei stoppa.“ Múlaþing Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Fjarðabyggð Byggðamál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Samkvæmt jarðgangaáætlun sem innviðaráðherra kynnti samhliða samgönguáætlun í byrjun júnímánaðar eru Fjarðarheiðagöng efst á forgangslista þeirra tíu jarðganga sem hann vill ráðast í. Töluverð umræða hefur verið um Fjarðarheiði og gangamál en sveitarstjóri Múlaþings segir algjöra samstöðu ríkja á Austurlandi um að ráðast í gangagerð. Björn Ingimarsson er sveitarstjóri Múlaþings.SIGURJÓN ÓLASON „En það sem við leggjum líka gífurlega áherslu á er að við náum þessari hringtengingu á Austurlandi, þannig þegar framkvæmdum við Fjarðarheiðagöng er lokið að þá verði farið beint í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar,“ segir Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. Það sé nauðsynlegt svo hægt sé að líta á svæðið sem eitt sameiginlegt atvinnusvæði og til að tryggja öryggi íbúa. „Þannig það er það sem við munum berjast fyrir áfram. En sem betur fer eru göngin frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og frá Mjóafirði til Norðfjarðar inni í þessari áætlun en það svo sem liggur ekki fyrir hvort það sé í beinu framhaldi af Fjarðarheiðagöngum sem er mikilvægt og það er það sem við munum leggja áherslu á.“ Hann segir áherslur á Íslandi ekki hafa verið mjög ákveðnar í gangagerð. Um sé að ræða hagkvæmnustu samgöngubætur sem völ sé á, þó þær kosti. Ráðherra segir reiknað með gjaldtöku í öllum göngum samhliða væntanlegum breytingum á gjöldum á umferðina. Björn segir íbúa alltaf hafa gert ráð fyrir gjaldtöku. „Okkur finnst það ósköp eðlilegt því við sjáum að þó við greiðum fyrir að fara í gegnum göngin þá er þetta miklu styttri leið fyrir okkur og ódýrari rekstrarlega fyrir bílinn heldur en að fara yfir fjallið. Og svo eigum við bara að hafa Færeyingana að leiðarljósi og fara alltaf í framhaldi af einum göngum í næstu göng. Aldrei stoppa.“
Múlaþing Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Fjarðabyggð Byggðamál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira