Stórfelld uppbygging hagkvæmra íbúða Ingibjörg Isaksen skrifar 23. júní 2023 07:18 Miklar áskoranir hafa verið á húsnæðismarkaði síðustu misseri meðal annars vegna mikillar fólksfjölgunar og nú síðast vegna samdráttar á markaði vegna verðbólgu. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, kynnti fyrr í vikunni áætlun um stórfellda uppbyggingu hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Um er að ræða aðgerðir sem hafa það að markmiði að bregðast við krefjandi stöðu sem skapast hafa vegna verðbólgu. Fyrirhugað er að byggja töluvert fleiri íbúðir á árunum 2023-2025 frá því sem áður var áætlað eða alls 2.800 íbúðir í stað 1.250 og af þeim verða byggðar 800 íbúðir strax á þessu ári. Þá hefur ríkisstjórnin ákveðið að tvöfalda framlög til stofnlána til leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins og hlutdeildarlána til íbúðarkaupa. Fjármögnun hefur verið tryggð með svigrúmi í fjármálaáætlun og hliðrun annarra verkefna, því ekkert til fyrirstöðu en að taka fram verkfærin og fara af stað. Stofnframlög og hlutdeildarlán Stofnlánakerfið hefur þann tilgang að styðja við uppbyggingu leiguíbúða með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum við uppbyggingu leiguíbúða innan almenna húsnæðiskerfisins. Þegar ríki og sveitarfélög leggja fram stofnframlag til uppbyggingar á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga er mögulegt að skapa grunn fyrir lægra leiguverði. Markmiðið með stofnlánakerfinu er að leigufjárhæð sé í samræmi við greiðslugetu og að hún fari að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna. Stofnlánakerfið hefur reynst vel og það er sérstakt fagnaðarefni hvernig verið er með þessum aðgerðum að stórauka fjármagn til bygginu hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Undirrituð telur þessa leið vera bæði skynsamlega og góða. Þá hefur reglugerð um hlutdeildarlán verið breytt með það að markmiði að auðvelda fólki að kaupa íbúðir. Um er að ræða lánafyrirkomulag þar sem ríkið fjárfestir 20% í eigninni á móti kaupanda. Þetta eru lán sem eru aðeins í boði fyrir fyrstu kaupendur og þá sem hafa ekki átt íbúð undanfarið fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Engir vextir eða afborganir eru af hlutdeildarláni og þegar eignin er seld þá fær ríkið sinn 20% hluta til baka. Með breytingum á reglugerðinni nú hefur hámarksverð íbúða verið hækkað, verðflokkar sveitarfélaga endurskoðaðir og tekjumörk lántaka uppfærð. Þess utan verða hlutdeildarlánum úthlutað mánaðarlega í stað annan hvers mánuð líkt og áður var. Hlutdeildarlán er góður kostur fyrir þá einstaklinga sem vilja eignast eigið húsnæði í stað þess að vera á leigumarkaði. Samfélagslega mikilvægt Stjórnvöld og sveitarfélög hafa mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis fyrir tekjulægri hópa samfélagsins og eru þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar liður í því að minnka ójöfnuð í samfélaginu. Hér er verið að tryggja húsnæði fyrir þann hóp sem annars ætti erfitt með að koma sér upp heimili og það er næsta víst að það kemur til með að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í heild hvort sem er til skemmri eða lengri tíma litið. Með uppbyggingu hagkvæms húsnæðis fyrir tekjulága eru skapaðar aðstæður fyrir einstaklinga að bæta lífskjör sín og stöðu í samfélaginu. Þannig getum við betur stuðlað að því sem samfélag að allir hafi jöfn tækifæri til þess að vaxa og dafna. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Miklar áskoranir hafa verið á húsnæðismarkaði síðustu misseri meðal annars vegna mikillar fólksfjölgunar og nú síðast vegna samdráttar á markaði vegna verðbólgu. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, kynnti fyrr í vikunni áætlun um stórfellda uppbyggingu hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Um er að ræða aðgerðir sem hafa það að markmiði að bregðast við krefjandi stöðu sem skapast hafa vegna verðbólgu. Fyrirhugað er að byggja töluvert fleiri íbúðir á árunum 2023-2025 frá því sem áður var áætlað eða alls 2.800 íbúðir í stað 1.250 og af þeim verða byggðar 800 íbúðir strax á þessu ári. Þá hefur ríkisstjórnin ákveðið að tvöfalda framlög til stofnlána til leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins og hlutdeildarlána til íbúðarkaupa. Fjármögnun hefur verið tryggð með svigrúmi í fjármálaáætlun og hliðrun annarra verkefna, því ekkert til fyrirstöðu en að taka fram verkfærin og fara af stað. Stofnframlög og hlutdeildarlán Stofnlánakerfið hefur þann tilgang að styðja við uppbyggingu leiguíbúða með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum við uppbyggingu leiguíbúða innan almenna húsnæðiskerfisins. Þegar ríki og sveitarfélög leggja fram stofnframlag til uppbyggingar á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga er mögulegt að skapa grunn fyrir lægra leiguverði. Markmiðið með stofnlánakerfinu er að leigufjárhæð sé í samræmi við greiðslugetu og að hún fari að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna. Stofnlánakerfið hefur reynst vel og það er sérstakt fagnaðarefni hvernig verið er með þessum aðgerðum að stórauka fjármagn til bygginu hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Undirrituð telur þessa leið vera bæði skynsamlega og góða. Þá hefur reglugerð um hlutdeildarlán verið breytt með það að markmiði að auðvelda fólki að kaupa íbúðir. Um er að ræða lánafyrirkomulag þar sem ríkið fjárfestir 20% í eigninni á móti kaupanda. Þetta eru lán sem eru aðeins í boði fyrir fyrstu kaupendur og þá sem hafa ekki átt íbúð undanfarið fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Engir vextir eða afborganir eru af hlutdeildarláni og þegar eignin er seld þá fær ríkið sinn 20% hluta til baka. Með breytingum á reglugerðinni nú hefur hámarksverð íbúða verið hækkað, verðflokkar sveitarfélaga endurskoðaðir og tekjumörk lántaka uppfærð. Þess utan verða hlutdeildarlánum úthlutað mánaðarlega í stað annan hvers mánuð líkt og áður var. Hlutdeildarlán er góður kostur fyrir þá einstaklinga sem vilja eignast eigið húsnæði í stað þess að vera á leigumarkaði. Samfélagslega mikilvægt Stjórnvöld og sveitarfélög hafa mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis fyrir tekjulægri hópa samfélagsins og eru þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar liður í því að minnka ójöfnuð í samfélaginu. Hér er verið að tryggja húsnæði fyrir þann hóp sem annars ætti erfitt með að koma sér upp heimili og það er næsta víst að það kemur til með að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í heild hvort sem er til skemmri eða lengri tíma litið. Með uppbyggingu hagkvæms húsnæðis fyrir tekjulága eru skapaðar aðstæður fyrir einstaklinga að bæta lífskjör sín og stöðu í samfélaginu. Þannig getum við betur stuðlað að því sem samfélag að allir hafi jöfn tækifæri til þess að vaxa og dafna. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar