Fyrstu íbúðir í yfir þrjátíu ár byggðar á Kópaskeri Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júní 2023 15:46 Íbúðarhúsnæði var síðast byggt á Kópaskeri árið 1990. Vísir/Vilhelm Á morgun verður fyrsta skóflustungan að nýju parhúsi á Kópaskeri stungin. Um er að ræða mikil tímamót en íbúðarhúsnæði hefur ekki verið byggt í kauptúninu í um þrjátíu ár. Charlotta Englund, atvinnu- og samfélagsfulltrúi Öxarfjarðarhéraðs, segir að framkvæmdirnar muni gera mikið fyrir sjálfsmynd íbúa svæðisins. „Þessi húsnæðisskortur hefur haft hamlandi áhrif á uppbyggingu á svæðinu,“ segir hún. Hún bendir á að íbúðarhúsnæði var síðast byggt á Kópaskeri í byrjun árs 1990. Íbúafjöldi við lok síðasta árs var að hennar sögn um 120. „Þetta er ákveðinn áfangi eftir þetta langan tíma af sárvöntun á húsnæði,“ segir Charlotta. Flöturinn þar sem til stendur að byggja parhúsið.Charlotta Englund „Þetta er mjög jákvæð viðbót hvort sem það snýr að einkaaðilum eða rekstraraðilum,“ segir Charlotta. Húsið er byggt fyrir leigufélagið Bríeti, sem er óhagnaðardrifið leigufélag með það markmið að hjálpa til við uppbyggingu á leigumarkaði sem stuðlar að öryggi á langtímuleigumarkaði, sér í lagi á landsbyggðinni. EMAR er byggingaraðilinn sem sér um byggingu á húsinu. Charlotta Englund Charlotta segir verkefnið hafa verið í ferli frá árinu 2020. „Aðdragandinn varð svolítið langur, ýmislegt óviðráðanlegt hefur komið upp eins og gerist gjarnan. Engu að síður er jafn mikil vöntun og eftirspurn, ef ekki meiri núna svo þetta er vissulega kærkomin viðbót fyrir þorpið.“ Hún segir spennu ríkja meðal íbúa nú þegar sjáanlegar framkvæmdir eru í húfi. Norðurþing Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Charlotta Englund, atvinnu- og samfélagsfulltrúi Öxarfjarðarhéraðs, segir að framkvæmdirnar muni gera mikið fyrir sjálfsmynd íbúa svæðisins. „Þessi húsnæðisskortur hefur haft hamlandi áhrif á uppbyggingu á svæðinu,“ segir hún. Hún bendir á að íbúðarhúsnæði var síðast byggt á Kópaskeri í byrjun árs 1990. Íbúafjöldi við lok síðasta árs var að hennar sögn um 120. „Þetta er ákveðinn áfangi eftir þetta langan tíma af sárvöntun á húsnæði,“ segir Charlotta. Flöturinn þar sem til stendur að byggja parhúsið.Charlotta Englund „Þetta er mjög jákvæð viðbót hvort sem það snýr að einkaaðilum eða rekstraraðilum,“ segir Charlotta. Húsið er byggt fyrir leigufélagið Bríeti, sem er óhagnaðardrifið leigufélag með það markmið að hjálpa til við uppbyggingu á leigumarkaði sem stuðlar að öryggi á langtímuleigumarkaði, sér í lagi á landsbyggðinni. EMAR er byggingaraðilinn sem sér um byggingu á húsinu. Charlotta Englund Charlotta segir verkefnið hafa verið í ferli frá árinu 2020. „Aðdragandinn varð svolítið langur, ýmislegt óviðráðanlegt hefur komið upp eins og gerist gjarnan. Engu að síður er jafn mikil vöntun og eftirspurn, ef ekki meiri núna svo þetta er vissulega kærkomin viðbót fyrir þorpið.“ Hún segir spennu ríkja meðal íbúa nú þegar sjáanlegar framkvæmdir eru í húfi.
Norðurþing Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira