Einhleypan: „Hvatvís, ástríkur og skemmtilegur“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. júní 2023 20:01 Bragi er einhleypa vikunnar. Aðsend Lífskúnstnerinn Bragi Árnason er 36 ára leikari búsettur í miðbænum. Hann segist vera gömul sál með barnshjarta og þykir fátt eins skemmtilegt en að ögra sjálfum sér. Braga er margt til lista lagt en hann starfar sem leikari og söngvaskáld ásamt því að sinna fyrirsætustörfum fyrir gleraugnaverslunina Sjáðu. Hann leggur að eigin sögn mest upp úr einlægni enda skili það á endanum bestum árangri að fylgja hjartanu. Hann situr ekki auðum höndum þessa dagana þar sem hann vinnur að mörgum skemmtilegum verkefnum þar á meðal er hann að tala inn á teiknimyndseríu sem er barnaævintýri, Ormhildur the brave, og vinna að sjónvarpsþáttaseríu, svo fátt eitt sé nefnt. Gunnlöð Hér að neðan svarar Bragi spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Áhugamál? Leiklist og sköpun, hef gaman af því sem mér að höndum ber. Tónlist, menningartengt dútl auk þess að stunda mikla hreyfingu. Gælunafn eða hliðarsjálf? Brallinn, Brassinn,BBboy. Ég á mér mörg hliðarsjálf. Aldur í anda? Gömul sál en með barnshjarta. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Horfðu glaður um öxl held ég. Guilty pleasure kvikmynd? Er ekki viss um að ég eigi slíka. Horfi svolítið á gamlar testósterón drifnar hasarmyndir. Kannski Clint Eastwood stemmning líka, mynd sem heitir Gran Torino. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já já, örugglega mörgum. Einhvern tímann heillaðist ég að leikkonunum Whoopi Goldberg og Catherine Zeta Jones. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Já hef ég gert það, þá í einhverjum húmor með vinum og vandamönnum. Syngur þú í sturtu? Hvað þá? Ég syng meira að segja þegar ég rölti um í vinnunni, hvar sem ég get, það er róandi. Það er allt milli West Side Story til Sinatra. Oft líka bara það sem ég er að hlusta á þá dagana. Uppáhalds snjallforrotið þitt (e.app)? Bumble er skemmtilegt en svo náttúrulega Spotify til að spila tónlist, tala nú ekki um þegar ég fer í sturtu. Ertu á stefnumótaforritum? Töluvert já en ég tek þau reglulega úr símanum því ég get fests þar eins og á öðrum forritum sem taka mikið pláss. Hvernig væri draumastefnumótið? Fyndið og spennandi. Afslappað. Jú, það þarf að vera samtal, ég get gasprað og hef gaman af málglöðu fólki sem hefur eitthvað að segja. Oft betra í sófum, mjúkum sessum, gott glugga rými en annars geri ég engar kröfur á kaffi, mat, drykk, það eru úrlausnaratriði. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Hvatvís, ástríkur og skemmtilegur. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Orkumikill, skemmtilegur, kannski þrjóskur, eða of mikið í eigin heimi. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Það er nú bara að vera þú sjálf, sjálft og sjálfur. Það er best. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Gremja, hjákátlegheit, yfirborðsmennska, óöryggi og þus út af engu fara vissulega í pirrurnar á mér en þetta eru mannlegir faktorar og gerast á bestu bæjum. Það er gott að vita að það er hægt að flippa þeim yfir í jákvæða orku, rétt eins og mynt. Bragi í hlutverki ólíkra karaktera.Magnús Andersen Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Haha, ég á ansi fína mynd af mér sem köttur. þetta voru einhverjir Cats wannabe stælar í mér. Mér finnst það fyndið og heillandi. Annars hefur mér verið líkt við kindur og geitur. Það er eitthvað úr grísku goðafræðinni um freistingar og veisluhöld. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni, lífs eða liðna, til að eyða einnig kvöldstund með, hverjir væru það? Vá, ég held bara Lennon, Mozart og, fjandinn hafi það, Michael Jackson. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég held að ég sé einhver frambærilegasti Falsetto, Beeges, Beach Boys, Íslands. Þegar ég næ ekki hærra upp í karlmanns röddu, skipti ég bara yfir í falsettuna, þyki bara bera hana fallega. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Hitta vini, ögra sjálfum mér með því að gera það sem ég þori ekki, spuna leikhús er skemmtilegt sport, hlæja og hafa gaman. Húmor er virkilega mikilvægt tæki. Syngja auðvitað og dansa. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Það getur verið erfitt að vera í miklu áreiti. Upplifi það mikið í kennslu og finnst grátlegt að þurfa að endurtaka sama svarið við sömu spurningu aftur og aftur. Ég er lengi að þrífa og taka til, finnst það örlítið stressandi þar sem ég er með fullkomnunaráráttu. Ertu A eða B týpa? Ég held B. En neyði mig oft til að vera A til að halda skipulagi og yfirsýn. Hvernig viltu eggin þín? Skrambla þau oft með smjöri, smá mjólk og jafnvel osti. Tek tíma í þetta. Set á lágan hita, það verður að vera rétt áferð. Hvernig viltu kaffið þitt? Ekki seint, snemma. Mala það og set í svona vél og læt leka niður í bollann. Fremur meira kaffi en minna. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Röntgen, Kaldi, Kaffibar ef ég endist. Ég bý samt í miðbænum og getur stemmningin oft flætt milli fleiri staða. Bragi er búsettur í miðbæ Reykjavíkur.Aðsend Ertu með einhvern bucket-lista? Nei en mig langar að taka miklu fleiri ákvarðanir svo ég komi mér á næsta stað. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Your'e my saviour, when I’m bored. Réttur texti er, You’re my saviour ,when I fall. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Er að horfa á tvær myndir, Boys on the side og Banishes. Ný mynd með Colin Firth og Brendan Gleeson. Báðar mjög fínar hingað til. Hvaða bók lastu síðast? Er brátt að fara að klára Uppvöxt litla trés, þetta er falleg saga en höfundurinn varð ansi umdeildur. Hvað er Ást? Hún er ólýsanleg. Hún er hjartsláttur mögulega, jafnvel óttaslegin fegurð og mennska svo nærgöngul að hún fær augun til að vökna. Hún getur vafalaust tekið á sig ýmsar myndir og þegar mest reynir á þá þarf hugrekki til að sannfæra ástvini um mikilvægi þeirra. Ætli hún sé ekki ferðalag. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig „Mín mikilvægustu og dýrmætustu hlutverk í lífinu eru að vera mamma, dóttir, systir, frænka, vinkona og tónlistarkona,“ segir tónlistarkonan og kennarinn Elísabet Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Beta Ey. 16. júní 2023 20:01 Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ „Fyrir mér er ég heiðarlegur, segi það sem mér finnst, er réttsýnn og góður drengur,“segir hlaðvarpsstjórnandinn og framkvæmdastjórinn Hugi Halldórsson um sjálfan sig. 8. júní 2023 20:00 Einhleypan: Heillast af húmor, heiðarleika og opnum hug „Ég elska að vera með og í kringum skemmtilegt og gott fólk, gera skemmtilega hluti, eiga nærandi samtöl, hlæja mikið og fíflast,“ segir tónlistarkonan Sigríður Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ey, og lýsir sjálfri sér sem intróverðum extróvert. 3. júní 2023 20:01 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Einhleypan: „Kynvilla og kampavín“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Braga er margt til lista lagt en hann starfar sem leikari og söngvaskáld ásamt því að sinna fyrirsætustörfum fyrir gleraugnaverslunina Sjáðu. Hann leggur að eigin sögn mest upp úr einlægni enda skili það á endanum bestum árangri að fylgja hjartanu. Hann situr ekki auðum höndum þessa dagana þar sem hann vinnur að mörgum skemmtilegum verkefnum þar á meðal er hann að tala inn á teiknimyndseríu sem er barnaævintýri, Ormhildur the brave, og vinna að sjónvarpsþáttaseríu, svo fátt eitt sé nefnt. Gunnlöð Hér að neðan svarar Bragi spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Áhugamál? Leiklist og sköpun, hef gaman af því sem mér að höndum ber. Tónlist, menningartengt dútl auk þess að stunda mikla hreyfingu. Gælunafn eða hliðarsjálf? Brallinn, Brassinn,BBboy. Ég á mér mörg hliðarsjálf. Aldur í anda? Gömul sál en með barnshjarta. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Horfðu glaður um öxl held ég. Guilty pleasure kvikmynd? Er ekki viss um að ég eigi slíka. Horfi svolítið á gamlar testósterón drifnar hasarmyndir. Kannski Clint Eastwood stemmning líka, mynd sem heitir Gran Torino. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já já, örugglega mörgum. Einhvern tímann heillaðist ég að leikkonunum Whoopi Goldberg og Catherine Zeta Jones. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Já hef ég gert það, þá í einhverjum húmor með vinum og vandamönnum. Syngur þú í sturtu? Hvað þá? Ég syng meira að segja þegar ég rölti um í vinnunni, hvar sem ég get, það er róandi. Það er allt milli West Side Story til Sinatra. Oft líka bara það sem ég er að hlusta á þá dagana. Uppáhalds snjallforrotið þitt (e.app)? Bumble er skemmtilegt en svo náttúrulega Spotify til að spila tónlist, tala nú ekki um þegar ég fer í sturtu. Ertu á stefnumótaforritum? Töluvert já en ég tek þau reglulega úr símanum því ég get fests þar eins og á öðrum forritum sem taka mikið pláss. Hvernig væri draumastefnumótið? Fyndið og spennandi. Afslappað. Jú, það þarf að vera samtal, ég get gasprað og hef gaman af málglöðu fólki sem hefur eitthvað að segja. Oft betra í sófum, mjúkum sessum, gott glugga rými en annars geri ég engar kröfur á kaffi, mat, drykk, það eru úrlausnaratriði. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Hvatvís, ástríkur og skemmtilegur. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Orkumikill, skemmtilegur, kannski þrjóskur, eða of mikið í eigin heimi. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Það er nú bara að vera þú sjálf, sjálft og sjálfur. Það er best. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Gremja, hjákátlegheit, yfirborðsmennska, óöryggi og þus út af engu fara vissulega í pirrurnar á mér en þetta eru mannlegir faktorar og gerast á bestu bæjum. Það er gott að vita að það er hægt að flippa þeim yfir í jákvæða orku, rétt eins og mynt. Bragi í hlutverki ólíkra karaktera.Magnús Andersen Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Haha, ég á ansi fína mynd af mér sem köttur. þetta voru einhverjir Cats wannabe stælar í mér. Mér finnst það fyndið og heillandi. Annars hefur mér verið líkt við kindur og geitur. Það er eitthvað úr grísku goðafræðinni um freistingar og veisluhöld. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni, lífs eða liðna, til að eyða einnig kvöldstund með, hverjir væru það? Vá, ég held bara Lennon, Mozart og, fjandinn hafi það, Michael Jackson. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég held að ég sé einhver frambærilegasti Falsetto, Beeges, Beach Boys, Íslands. Þegar ég næ ekki hærra upp í karlmanns röddu, skipti ég bara yfir í falsettuna, þyki bara bera hana fallega. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Hitta vini, ögra sjálfum mér með því að gera það sem ég þori ekki, spuna leikhús er skemmtilegt sport, hlæja og hafa gaman. Húmor er virkilega mikilvægt tæki. Syngja auðvitað og dansa. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Það getur verið erfitt að vera í miklu áreiti. Upplifi það mikið í kennslu og finnst grátlegt að þurfa að endurtaka sama svarið við sömu spurningu aftur og aftur. Ég er lengi að þrífa og taka til, finnst það örlítið stressandi þar sem ég er með fullkomnunaráráttu. Ertu A eða B týpa? Ég held B. En neyði mig oft til að vera A til að halda skipulagi og yfirsýn. Hvernig viltu eggin þín? Skrambla þau oft með smjöri, smá mjólk og jafnvel osti. Tek tíma í þetta. Set á lágan hita, það verður að vera rétt áferð. Hvernig viltu kaffið þitt? Ekki seint, snemma. Mala það og set í svona vél og læt leka niður í bollann. Fremur meira kaffi en minna. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Röntgen, Kaldi, Kaffibar ef ég endist. Ég bý samt í miðbænum og getur stemmningin oft flætt milli fleiri staða. Bragi er búsettur í miðbæ Reykjavíkur.Aðsend Ertu með einhvern bucket-lista? Nei en mig langar að taka miklu fleiri ákvarðanir svo ég komi mér á næsta stað. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Your'e my saviour, when I’m bored. Réttur texti er, You’re my saviour ,when I fall. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Er að horfa á tvær myndir, Boys on the side og Banishes. Ný mynd með Colin Firth og Brendan Gleeson. Báðar mjög fínar hingað til. Hvaða bók lastu síðast? Er brátt að fara að klára Uppvöxt litla trés, þetta er falleg saga en höfundurinn varð ansi umdeildur. Hvað er Ást? Hún er ólýsanleg. Hún er hjartsláttur mögulega, jafnvel óttaslegin fegurð og mennska svo nærgöngul að hún fær augun til að vökna. Hún getur vafalaust tekið á sig ýmsar myndir og þegar mest reynir á þá þarf hugrekki til að sannfæra ástvini um mikilvægi þeirra. Ætli hún sé ekki ferðalag.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig „Mín mikilvægustu og dýrmætustu hlutverk í lífinu eru að vera mamma, dóttir, systir, frænka, vinkona og tónlistarkona,“ segir tónlistarkonan og kennarinn Elísabet Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Beta Ey. 16. júní 2023 20:01 Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ „Fyrir mér er ég heiðarlegur, segi það sem mér finnst, er réttsýnn og góður drengur,“segir hlaðvarpsstjórnandinn og framkvæmdastjórinn Hugi Halldórsson um sjálfan sig. 8. júní 2023 20:00 Einhleypan: Heillast af húmor, heiðarleika og opnum hug „Ég elska að vera með og í kringum skemmtilegt og gott fólk, gera skemmtilega hluti, eiga nærandi samtöl, hlæja mikið og fíflast,“ segir tónlistarkonan Sigríður Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ey, og lýsir sjálfri sér sem intróverðum extróvert. 3. júní 2023 20:01 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Einhleypan: „Kynvilla og kampavín“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig „Mín mikilvægustu og dýrmætustu hlutverk í lífinu eru að vera mamma, dóttir, systir, frænka, vinkona og tónlistarkona,“ segir tónlistarkonan og kennarinn Elísabet Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Beta Ey. 16. júní 2023 20:01
Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ „Fyrir mér er ég heiðarlegur, segi það sem mér finnst, er réttsýnn og góður drengur,“segir hlaðvarpsstjórnandinn og framkvæmdastjórinn Hugi Halldórsson um sjálfan sig. 8. júní 2023 20:00
Einhleypan: Heillast af húmor, heiðarleika og opnum hug „Ég elska að vera með og í kringum skemmtilegt og gott fólk, gera skemmtilega hluti, eiga nærandi samtöl, hlæja mikið og fíflast,“ segir tónlistarkonan Sigríður Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ey, og lýsir sjálfri sér sem intróverðum extróvert. 3. júní 2023 20:01