Ætla að gera tilraunir með göngugötu á Ísafirði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. júní 2023 08:46 Veitingahúsagestir í sól og sumaryl á Ísafirði. Vísir/Vilhelm Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vill gera tilraunir með að gera Hafnarstræti í Skutulsfirði að göngugötu á þeim dögum sem margir farþegar skemmtiskipa eru í bænum. Formaður bæjarráðs vonast til þess að hægt verði að prófa nýtt fyrirkomulag nokkra daga strax í sumar. „Við höfum aldrei prófað þetta áður,“ segir Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í samtali við Vísi en um er að ræða hans eigin tillögu. Hugmyndin er að Hafnarstræti, frá gatnamótum við Austurveg verði göngugata milli kl. 09:00 og 15:00, að teknu tilliti til vörulosunar og aksturs fatlaðra. Í minnisblaði sínu til bæjarstjórnar vegna málsins leggur Gylfi til að miðað verði við samanlagt 3000 farþega skemmtiskipa. Það myndi þýða að gatan yrði að göngugötu 30 daga á ári en það þótti full bratt fyrst um sinn. Gylfi segir áherslu lagða á að göngugatan verði prófuð í sátt við íbúa.Vísir Fimm til sex dagar á ári „Það var upprunalega hugmyndin en okkur langar fyrst til þess að prófa þetta með íbúum og datt þá í hug að miða frekar við 5000 farþega sem eru fimm til sex dagar á ári og verður þetta því tilraun í sumar,“ segir Gylfi sem segir að lögð verði áhersla á að gera þetta í sátt við íbúa. Vonast er til þess að þetta bæti bæjarbrag og auki umferðaröryggi gangandi, styðji við verslun í miðbænum, í húsnæði eða söluvögnum og hvetji íbúa til þess að fara erinda sinna hjólandi eða gangandi þá daga sem margir farþegar eru í höfn, að því er fram kemur í minnisblaðinu. „Ég er að vona að við náum nokkrum dögum í sumar til þess að prufukeyra þetta og þá getum við æft okkur enn frekar í vetur og komið fílefld til baka næsta sumar,“ segir Gylfi. Ísafjarðarbær Samgöngur Göngugötur Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Við höfum aldrei prófað þetta áður,“ segir Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í samtali við Vísi en um er að ræða hans eigin tillögu. Hugmyndin er að Hafnarstræti, frá gatnamótum við Austurveg verði göngugata milli kl. 09:00 og 15:00, að teknu tilliti til vörulosunar og aksturs fatlaðra. Í minnisblaði sínu til bæjarstjórnar vegna málsins leggur Gylfi til að miðað verði við samanlagt 3000 farþega skemmtiskipa. Það myndi þýða að gatan yrði að göngugötu 30 daga á ári en það þótti full bratt fyrst um sinn. Gylfi segir áherslu lagða á að göngugatan verði prófuð í sátt við íbúa.Vísir Fimm til sex dagar á ári „Það var upprunalega hugmyndin en okkur langar fyrst til þess að prófa þetta með íbúum og datt þá í hug að miða frekar við 5000 farþega sem eru fimm til sex dagar á ári og verður þetta því tilraun í sumar,“ segir Gylfi sem segir að lögð verði áhersla á að gera þetta í sátt við íbúa. Vonast er til þess að þetta bæti bæjarbrag og auki umferðaröryggi gangandi, styðji við verslun í miðbænum, í húsnæði eða söluvögnum og hvetji íbúa til þess að fara erinda sinna hjólandi eða gangandi þá daga sem margir farþegar eru í höfn, að því er fram kemur í minnisblaðinu. „Ég er að vona að við náum nokkrum dögum í sumar til þess að prufukeyra þetta og þá getum við æft okkur enn frekar í vetur og komið fílefld til baka næsta sumar,“ segir Gylfi.
Ísafjarðarbær Samgöngur Göngugötur Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira