Áskorun til kvenna – dýravelferð verður baráttumál Meike Witt og Birta Flókadóttir skrifa 23. júní 2023 16:31 Við fórum nokkur úr Samtökum um dýravelferð á fundinn um hvalveiðar á Akranesi í gær. Við gátum ekki hugsað okkur að að láta matvælaráðherrann okkar, Svandísi Svavarsdóttur, standa þar ein að verja ákvörðun sína um að fresta hvalveiðum. Við gerðum okkur svo sem grein fyrir því að þetta yrði enginn „gentilmen“ fundur en um leið og í salinn var komið fann maður fyrir því hvað andrúmsloft var þrungið og beinlínis hatursfull. Áður en matvælaráðherra gekk í fyrsta skiptið í pontu var byrjað að baula á hana. Einn „fyndinn“ fundarmaður ætlaði að rétta henni beinlínis „pokann sinn“. Þótt fundarstjórinn hefði beðið um að fólk sýndi kurteisa framkomu, þurfti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, ekki mikið að gefa tóninn til að setja stemminguna. Greinilegt var að það átti að „kenna kerlingunni“ hver ræður hér! En fundurinn fór nú á annan veg. Svandis stóð rökföst, örugg og skýr á sínu máli. Útskýrði lögin, allar tafir á afgreiðslu og áframhaldandi vinnu innan ráðuneytisins á meðan hvalveiðum er frestað. Hún hækkaði aldrei róminn sama hvaða dónaskap hún þyrfti að mæta. Hún svaraði öllum spurningum með kurteisi þó að henni væri sagt að pakka saman og fara heim. Það var svo greinilegt að fundarmenn ætluðu að beinlinis þvinga hana að afturkalla þessa frestun veiða. Þetta var ekki umræða þar sem skipast átti á rökum og sjónarmiðum – nei hér átti bara að „berja konu sem veit ekkert“ til hlýðni. Hér var „freki karlinn“ mættur sem er vanur að fá sínu framgengt, að fá bara reglugerðum breytt til að sinna sínu grimma hobbý, að veiða hvali - bara af því bara. Staðreyndir eru þannig: Skýrsla Mast sem var unnin af beiðni Matvælaráðuneytis sýnir að hvalveiðar eru ómannúðlegar. Fagráð um velferð dýra sem hefur lögbundið hlutverk að veita umsókn í málum dýravelferða kemur að þeirri niðurstöður að ekki sé hægt að framkvæma hvalveiðar á þann hátt að þær standist lög um velferð dýra. Dýralæknafélag Íslands taldi að þau gögn sem koma fram í skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar á langreyðum við Ísland 2022, sýna svo ekki verður um villst að sú aflífunaraðferð sem er notuð og samþykkt brýtur gegn meginmarkmiðum í lögum um velferð dýra (nr. 55/2013) og því beri ráðherra að stöðva hvalveiðar strax. Skýrsla Dr Eddu Elisabetar Magúsdóttur sýnir hvað hvalir eru mikilvægur þáttur í vistkerfi sjávar. Fyrir okkur sem sátum fundinn var svo greinilegt að hér var ekki bara dýravelferð sett á oddinn. Hér var mættur her karla með hnefann á lofti að verja hagsmuna Kristjáns Loftssonar sem fjármagnar tap hvalaveiða með öðru af því að hann getur það. Af því að hann hefur komist upp með það. Af því að hann hefur stjórnmálamenn í vasanum. Af því að hann er karlmaður sem gerir bara það sem honum sýnist. Á móti stóð Svandís og varði dýr sem ekki geta varið sig sjálf. Sem varði málleysingja með lögum. Sem lagði fram rök og vísindi á móti framiköllum og dónaskap. Það er augljóst að fast verði sótt að Svandísi núna. Við skorum hér með á konur (og alla karla sem þora!) sama hvaða flokk þær kjósa eða styðja að standa með Svandísi í þessari baráttu sem hún stendur nú í. Því þetta snýst ekki bara um dýravelferð. Þetta snýst líka um að standa upp fyrir grunngildi sín þó að stormur blási á móti. Að standa upp fyrir þá sem kunna ekki að verja sig sjálf, að standa með málleysingjum sem eiga sér ekki annan málsvara en stjórnvöld. Svandís Svavarsdóttir er hugrakkur matvælarráðherra og löggjafinn hefur falið henni að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem hún hefur. Þegar ríkur karl ætlaði að virkja Gullfoss stóð ung bóndakona að nafni Sigríður Tómasdóttir upp á móti peningaveldinu. Á sínum tíma var hún álitin skrýtin og að standa á móti uppbyggingu. Mörgum árum seinna reisti kvenfélag á heimasklóðum hennar minnisvarða um hana. Það eru ekki bara dómstólar sem dæma, tíminn gerir það líka. Höfundar sitja í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi (SDÍ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við fórum nokkur úr Samtökum um dýravelferð á fundinn um hvalveiðar á Akranesi í gær. Við gátum ekki hugsað okkur að að láta matvælaráðherrann okkar, Svandísi Svavarsdóttur, standa þar ein að verja ákvörðun sína um að fresta hvalveiðum. Við gerðum okkur svo sem grein fyrir því að þetta yrði enginn „gentilmen“ fundur en um leið og í salinn var komið fann maður fyrir því hvað andrúmsloft var þrungið og beinlínis hatursfull. Áður en matvælaráðherra gekk í fyrsta skiptið í pontu var byrjað að baula á hana. Einn „fyndinn“ fundarmaður ætlaði að rétta henni beinlínis „pokann sinn“. Þótt fundarstjórinn hefði beðið um að fólk sýndi kurteisa framkomu, þurfti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, ekki mikið að gefa tóninn til að setja stemminguna. Greinilegt var að það átti að „kenna kerlingunni“ hver ræður hér! En fundurinn fór nú á annan veg. Svandis stóð rökföst, örugg og skýr á sínu máli. Útskýrði lögin, allar tafir á afgreiðslu og áframhaldandi vinnu innan ráðuneytisins á meðan hvalveiðum er frestað. Hún hækkaði aldrei róminn sama hvaða dónaskap hún þyrfti að mæta. Hún svaraði öllum spurningum með kurteisi þó að henni væri sagt að pakka saman og fara heim. Það var svo greinilegt að fundarmenn ætluðu að beinlinis þvinga hana að afturkalla þessa frestun veiða. Þetta var ekki umræða þar sem skipast átti á rökum og sjónarmiðum – nei hér átti bara að „berja konu sem veit ekkert“ til hlýðni. Hér var „freki karlinn“ mættur sem er vanur að fá sínu framgengt, að fá bara reglugerðum breytt til að sinna sínu grimma hobbý, að veiða hvali - bara af því bara. Staðreyndir eru þannig: Skýrsla Mast sem var unnin af beiðni Matvælaráðuneytis sýnir að hvalveiðar eru ómannúðlegar. Fagráð um velferð dýra sem hefur lögbundið hlutverk að veita umsókn í málum dýravelferða kemur að þeirri niðurstöður að ekki sé hægt að framkvæma hvalveiðar á þann hátt að þær standist lög um velferð dýra. Dýralæknafélag Íslands taldi að þau gögn sem koma fram í skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar á langreyðum við Ísland 2022, sýna svo ekki verður um villst að sú aflífunaraðferð sem er notuð og samþykkt brýtur gegn meginmarkmiðum í lögum um velferð dýra (nr. 55/2013) og því beri ráðherra að stöðva hvalveiðar strax. Skýrsla Dr Eddu Elisabetar Magúsdóttur sýnir hvað hvalir eru mikilvægur þáttur í vistkerfi sjávar. Fyrir okkur sem sátum fundinn var svo greinilegt að hér var ekki bara dýravelferð sett á oddinn. Hér var mættur her karla með hnefann á lofti að verja hagsmuna Kristjáns Loftssonar sem fjármagnar tap hvalaveiða með öðru af því að hann getur það. Af því að hann hefur komist upp með það. Af því að hann hefur stjórnmálamenn í vasanum. Af því að hann er karlmaður sem gerir bara það sem honum sýnist. Á móti stóð Svandís og varði dýr sem ekki geta varið sig sjálf. Sem varði málleysingja með lögum. Sem lagði fram rök og vísindi á móti framiköllum og dónaskap. Það er augljóst að fast verði sótt að Svandísi núna. Við skorum hér með á konur (og alla karla sem þora!) sama hvaða flokk þær kjósa eða styðja að standa með Svandísi í þessari baráttu sem hún stendur nú í. Því þetta snýst ekki bara um dýravelferð. Þetta snýst líka um að standa upp fyrir grunngildi sín þó að stormur blási á móti. Að standa upp fyrir þá sem kunna ekki að verja sig sjálf, að standa með málleysingjum sem eiga sér ekki annan málsvara en stjórnvöld. Svandís Svavarsdóttir er hugrakkur matvælarráðherra og löggjafinn hefur falið henni að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem hún hefur. Þegar ríkur karl ætlaði að virkja Gullfoss stóð ung bóndakona að nafni Sigríður Tómasdóttir upp á móti peningaveldinu. Á sínum tíma var hún álitin skrýtin og að standa á móti uppbyggingu. Mörgum árum seinna reisti kvenfélag á heimasklóðum hennar minnisvarða um hana. Það eru ekki bara dómstólar sem dæma, tíminn gerir það líka. Höfundar sitja í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi (SDÍ).
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun