„Það voru útskriftir úr Háskóla Íslands í Laugardalshöll“ Kári Mímisson skrifar 24. júní 2023 20:16 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. vísir/Pawel Cieslikiewicz Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með 2-0 sigur liðsins á KA í dag. Það mátti sjá mikil bata merki í leik liðsins í dag sem gat gefið Ole Martin aðstoðarþjálfara þrjú stig í afmælisgjöf. „Ég er ofboðslega ánægður. Við höfum átt erfitt með að leggja KA af velli undanfarin ár og þó að við höfum unnið þá einstaka sinnum þá hafa þetta alltaf verið lokaðir leikir og taktískt mjög góðir enda eru þeir með stórhættulegt lið. Ég er gríðarlega ánægður með að halda hreinu gegn þeim, skora tvö mörk og vinna. Það að vinna KA 2-0 er erfitt. Fyrsta markið er smá heppni, klafs og bara týpískt heppnismark. Seinna markið er auðvitað mjög gott. Við spilum úr aukaspyrnunni og fáum góð hlaup inn í teiginn og frábæra sendingu frá Atla. Markið var gott og það hjálpaði okkur ofboðslega mikið að klára leikinn. Ef að annað markið hefði ekki komið á þessum tímapunkti þá hugsa ég að sókn KA-manna hefði þyngst töluvert. Við erum búnir að vera að fá á okkur mörk í restina af leikjunum undanfarið, síðast á móti Vestmannaeyjum hérna heima. Við áttum að tapa stórt þá en hefðum getað stolið þremur stigum ef þeir hefðu ekki skorað á 90. mínútu. Þetta er ágætis léttir fyrir okkur að ná að skora annað markið og það gerði það auðveldar að sigla þessu heim,“ segir Rúnar. Finnur Tómas átti fínan dag í vörn KR ásamt því að eiga það til að taka virkan þátt í sóknarleik liðsins. Finnur hljóp út um allan völl í dag og tók virkan þátt í pressu liðsins. Rúnar segist hafa verið ánægður með hann í dag þó svo að hann sé nú ekkert að biðja hann um að fara í þessi hlaup. Finnur þurfti að fara út af undir lok leiksins en Rúnar segir það ekki hafa verið alvarlegt. „Við erum nú ekki að biðja hann um að sprikla svona mikið út um allan völl en þegar menn geta sett andstæðinginn undir pressu og þvingað þá til baka í átt að eiginn marki þá er það fínt. Hann ákvað að gera það í nokkur skipti. Við erum náttúrulega að með þrjá hafsenta og við viljum að þeir fari af stað með boltann og reyni að búa eitthvað til fyrir okkur. Hann spilaði bara frábærlega í dag fyrir okkur eins og hann gerir í öllum leikjum og var orðinn þreyttur þarna undir lokin. Fékk eitthvað smávægilegt högg og svo þreyta ofan á það svo við tókum hann út af þegar það var lítið eftir.“ Kristján Flóki var ekki með í dag vegna meiðsla. Rúnar segir hann sennilega ekki vera tilbúinn fyrir leikinn gegn Keflavík í næstu viku en telur líklegt að hann verði mættur fljótlega eftir það. „Það á nú ekki að vera langt. Við eigum leik á miðvikudaginn og svo kemur aftur tveggja vikna pása hjá okkur. Ég hugsa að við hvílum hann núna á miðvikudaginn og vonandi verður hann klár um miðjan júlí.“ Áhorfendur á Meistaravöllum voru ekki margir í dag. Tölurnar sem blaðamaður Vísis fékk voru að 375 manns hefðu komið að horfa á þennan leik í dag sem er langt því frá gott fyrir lið eins og KR. Rúnar segist hafa áhyggjur af þessu en telur þó að það eigi sér eðlilegar skýringar afhverju mætingin sé ekki meiri en þetta í dag. „Það hafa allir áhyggjur af þessu. Auðvitað viljum við fá mikið af fólk á völlinn. Norðurálsmótið er á Akranesi þar sem öll börn og foreldra þeirra eru. Það voru útskriftir úr Háskóla Íslands í Laugardalshöll í dag þar sem meðal annars var fjölskyldan mín var í veislu. Það eru menn í sumarbústöðum og það er laugardagur klukkan fimm. Auðvitað er þetta áhyggjuefni en við höfum mögulega ekki verið að spila neinn fanta góða fótbolta heldur til að lokka fólk á völlinn. Það hefur kannski með vallaraðstæður og veðráttuna að gera. Við höfum ekki verið með góðan völl en völlurinn í dag var snöggtum skárri en samt ekki fullkominn til að spila góðan fótbolta og það sést stundum á þeim fótbolta sem spilaður er hér,“ segir Rúnar. KR tekur á móti botnliði Keflavíkur í næstu umferð. Hvernig leggst það í Rúnar? „Það leggst mjög vel í mig. Þeir eru búnir að vera að spila með fimm manna vörn eins og við erum að gera það verður áhugavert að mæta þeim. Alltaf erfitt að spila við Sigga Ragga og hans liðum. Hann er ofboðslega vel skipulagður, með þéttan og góðan varnarleik og stórhættulegur í skyndisóknum. Við þurfum að halda áfram þar sem við erum ekki komnir á þann stað að við getum farið í einhverja leiki og slakað á heldur þurfum við að leggja okkur ofboðslega mikið fram í alla leiki til að fá einhver stig og berjast um að vera í topp sex. Við viljum komast þangað en við erum ekki þar eins og stendur og það er markmiðið okkar eins og er,“ segir Rúnar. Besta deild karla KR KA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
„Ég er ofboðslega ánægður. Við höfum átt erfitt með að leggja KA af velli undanfarin ár og þó að við höfum unnið þá einstaka sinnum þá hafa þetta alltaf verið lokaðir leikir og taktískt mjög góðir enda eru þeir með stórhættulegt lið. Ég er gríðarlega ánægður með að halda hreinu gegn þeim, skora tvö mörk og vinna. Það að vinna KA 2-0 er erfitt. Fyrsta markið er smá heppni, klafs og bara týpískt heppnismark. Seinna markið er auðvitað mjög gott. Við spilum úr aukaspyrnunni og fáum góð hlaup inn í teiginn og frábæra sendingu frá Atla. Markið var gott og það hjálpaði okkur ofboðslega mikið að klára leikinn. Ef að annað markið hefði ekki komið á þessum tímapunkti þá hugsa ég að sókn KA-manna hefði þyngst töluvert. Við erum búnir að vera að fá á okkur mörk í restina af leikjunum undanfarið, síðast á móti Vestmannaeyjum hérna heima. Við áttum að tapa stórt þá en hefðum getað stolið þremur stigum ef þeir hefðu ekki skorað á 90. mínútu. Þetta er ágætis léttir fyrir okkur að ná að skora annað markið og það gerði það auðveldar að sigla þessu heim,“ segir Rúnar. Finnur Tómas átti fínan dag í vörn KR ásamt því að eiga það til að taka virkan þátt í sóknarleik liðsins. Finnur hljóp út um allan völl í dag og tók virkan þátt í pressu liðsins. Rúnar segist hafa verið ánægður með hann í dag þó svo að hann sé nú ekkert að biðja hann um að fara í þessi hlaup. Finnur þurfti að fara út af undir lok leiksins en Rúnar segir það ekki hafa verið alvarlegt. „Við erum nú ekki að biðja hann um að sprikla svona mikið út um allan völl en þegar menn geta sett andstæðinginn undir pressu og þvingað þá til baka í átt að eiginn marki þá er það fínt. Hann ákvað að gera það í nokkur skipti. Við erum náttúrulega að með þrjá hafsenta og við viljum að þeir fari af stað með boltann og reyni að búa eitthvað til fyrir okkur. Hann spilaði bara frábærlega í dag fyrir okkur eins og hann gerir í öllum leikjum og var orðinn þreyttur þarna undir lokin. Fékk eitthvað smávægilegt högg og svo þreyta ofan á það svo við tókum hann út af þegar það var lítið eftir.“ Kristján Flóki var ekki með í dag vegna meiðsla. Rúnar segir hann sennilega ekki vera tilbúinn fyrir leikinn gegn Keflavík í næstu viku en telur líklegt að hann verði mættur fljótlega eftir það. „Það á nú ekki að vera langt. Við eigum leik á miðvikudaginn og svo kemur aftur tveggja vikna pása hjá okkur. Ég hugsa að við hvílum hann núna á miðvikudaginn og vonandi verður hann klár um miðjan júlí.“ Áhorfendur á Meistaravöllum voru ekki margir í dag. Tölurnar sem blaðamaður Vísis fékk voru að 375 manns hefðu komið að horfa á þennan leik í dag sem er langt því frá gott fyrir lið eins og KR. Rúnar segist hafa áhyggjur af þessu en telur þó að það eigi sér eðlilegar skýringar afhverju mætingin sé ekki meiri en þetta í dag. „Það hafa allir áhyggjur af þessu. Auðvitað viljum við fá mikið af fólk á völlinn. Norðurálsmótið er á Akranesi þar sem öll börn og foreldra þeirra eru. Það voru útskriftir úr Háskóla Íslands í Laugardalshöll í dag þar sem meðal annars var fjölskyldan mín var í veislu. Það eru menn í sumarbústöðum og það er laugardagur klukkan fimm. Auðvitað er þetta áhyggjuefni en við höfum mögulega ekki verið að spila neinn fanta góða fótbolta heldur til að lokka fólk á völlinn. Það hefur kannski með vallaraðstæður og veðráttuna að gera. Við höfum ekki verið með góðan völl en völlurinn í dag var snöggtum skárri en samt ekki fullkominn til að spila góðan fótbolta og það sést stundum á þeim fótbolta sem spilaður er hér,“ segir Rúnar. KR tekur á móti botnliði Keflavíkur í næstu umferð. Hvernig leggst það í Rúnar? „Það leggst mjög vel í mig. Þeir eru búnir að vera að spila með fimm manna vörn eins og við erum að gera það verður áhugavert að mæta þeim. Alltaf erfitt að spila við Sigga Ragga og hans liðum. Hann er ofboðslega vel skipulagður, með þéttan og góðan varnarleik og stórhættulegur í skyndisóknum. Við þurfum að halda áfram þar sem við erum ekki komnir á þann stað að við getum farið í einhverja leiki og slakað á heldur þurfum við að leggja okkur ofboðslega mikið fram í alla leiki til að fá einhver stig og berjast um að vera í topp sex. Við viljum komast þangað en við erum ekki þar eins og stendur og það er markmiðið okkar eins og er,“ segir Rúnar.
Besta deild karla KR KA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira