Besti veitingastaður heims er í Perú Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 25. júní 2023 14:30 Eldhúsið á Central veitingastaðnum í Perú, sem í vikunni var valinn besti matsölustaður í heimi. Wikimedia Commons Besti veitingastaður í heimi er í Perú. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Valencia á Spáni í vikunni. Þetta er í 21. sinn sem besti veitingastaður heims er tilnefndur og í fyrsta sinn sem veitingastaður í Suður-Ameríku hlýtur nafnbótina. Veitingastaðurinn sem nú státar af því að vera sá besti í heimi heitir Central og er í höfuðborginni Lima. Central opnaði fyrir 14 árum, árið 2009. Stofnandi staðarins, Virgilio Martínez, hafði um langt árabil starfað á veitingastöðum í Englandi, Singapúr, Tælandi, á Italíu og Spáni, áður en hann sneri heim árið 2009. Sá besti en alls ekki sá dýrasti Það verður að segjast eins og er að máltíð á Central myndi seint teljast rándýr. Þar er hægt að velja um fjóra mismunandi matseðla sem allir byggja á perúanskri matargerð. Málsverðirnir eru samsettir úr 12 til 14 réttum og kostar sá dýrasti þeirra andvirði um 45.000 íslenskra króna, með víni. Það má segja að nafnbótin sé verðskulduð, en eins og innvígðir og innmúraðir matgæðingar vita, þá hefur Central verið á topp 10 listanum nánast undantekningalaust síðasta áratuginn og í fyrra var hann talinn sá næstbesti á eftir Geranium í Kaupmannahöfn. Spænskir staðir raða sér á toppinn Á topp tíu listanum eru þrír spænskir veitingastaðir í 2., 3. og 4. sæti, þeir eru í Barcelona, Madrid og Axpe, sem er lítið 200 manna þorp í Baskalandi. Þá kemur danskur staður, Alchemist, í Kaupmannahöfn og svo er þarna annar staður í Lima, einn ítalskur, bandarískur, mexíkóskur og franskur. Og á þessum stöðum er hægt að fá sér máltíð fyrir andvirði allt að 300.000 íslenskra króna. Veitingastaðurinn El Bulli í Katalóníu hefur fimm sinnum verið valinn besti veitingastaður í heimi. Honum var lokað árið 2011, en opnaði sem safn í þessum mánuði. Þar er hægt að skoða sögu staðarins og allar þær nýjungar sem Ferran Adria, eigandi staðarins, bryddaði upp á í gegnum árin.Gloria Sanchez/Getty Images El Bulli ber höfuð og herðar yfir aðra staði Einn staður hefur státað af því að vera kosinn besti veitingastaður heims fimm sinnum, það var á fyrsta áratug þessarar aldar. Það var El Bulli í Katalóníu. Honum var lokað fyrir 12 árum, en opnaði aftur í síðustu viku, núna sem safn þar sem hægt er að skoða sögu staðarins og þau áhrif sem hann hafði í heimi sælkera og matgæðinga. Hér er hægt að skoða listann yfir 50 bestu veitingastaði heims. Matur Perú Veitingastaðir Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Veitingastaðurinn sem nú státar af því að vera sá besti í heimi heitir Central og er í höfuðborginni Lima. Central opnaði fyrir 14 árum, árið 2009. Stofnandi staðarins, Virgilio Martínez, hafði um langt árabil starfað á veitingastöðum í Englandi, Singapúr, Tælandi, á Italíu og Spáni, áður en hann sneri heim árið 2009. Sá besti en alls ekki sá dýrasti Það verður að segjast eins og er að máltíð á Central myndi seint teljast rándýr. Þar er hægt að velja um fjóra mismunandi matseðla sem allir byggja á perúanskri matargerð. Málsverðirnir eru samsettir úr 12 til 14 réttum og kostar sá dýrasti þeirra andvirði um 45.000 íslenskra króna, með víni. Það má segja að nafnbótin sé verðskulduð, en eins og innvígðir og innmúraðir matgæðingar vita, þá hefur Central verið á topp 10 listanum nánast undantekningalaust síðasta áratuginn og í fyrra var hann talinn sá næstbesti á eftir Geranium í Kaupmannahöfn. Spænskir staðir raða sér á toppinn Á topp tíu listanum eru þrír spænskir veitingastaðir í 2., 3. og 4. sæti, þeir eru í Barcelona, Madrid og Axpe, sem er lítið 200 manna þorp í Baskalandi. Þá kemur danskur staður, Alchemist, í Kaupmannahöfn og svo er þarna annar staður í Lima, einn ítalskur, bandarískur, mexíkóskur og franskur. Og á þessum stöðum er hægt að fá sér máltíð fyrir andvirði allt að 300.000 íslenskra króna. Veitingastaðurinn El Bulli í Katalóníu hefur fimm sinnum verið valinn besti veitingastaður í heimi. Honum var lokað árið 2011, en opnaði sem safn í þessum mánuði. Þar er hægt að skoða sögu staðarins og allar þær nýjungar sem Ferran Adria, eigandi staðarins, bryddaði upp á í gegnum árin.Gloria Sanchez/Getty Images El Bulli ber höfuð og herðar yfir aðra staði Einn staður hefur státað af því að vera kosinn besti veitingastaður heims fimm sinnum, það var á fyrsta áratug þessarar aldar. Það var El Bulli í Katalóníu. Honum var lokað fyrir 12 árum, en opnaði aftur í síðustu viku, núna sem safn þar sem hægt er að skoða sögu staðarins og þau áhrif sem hann hafði í heimi sælkera og matgæðinga. Hér er hægt að skoða listann yfir 50 bestu veitingastaði heims.
Matur Perú Veitingastaðir Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira