Skoða perlur Íslands með því að hoppa út úr flugvél Kristján Már Unnarsson skrifar 25. júní 2023 21:56 Norsk-íslenski fallhlífastökkvarinn Arne Aarhus er fyrirliði hópsins. Egill Aðalsteinsson Ferðamenn velja sér mismunandi ferðamáta til að skoða Ísland. Einn sá óvenjulegasti er að sjá landið svífandi í fallhlíf. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hópinn birtast yfir Eyjafirði, fólkið kom svo svífandi úr þrettán þúsund feta hæð niður á Akureyrarflugvöll. Um líkt leyti lenti flugvélin þeirra - til að sækja hópinn í næsta ævintýri. Við tókum eftir því að búið var að taka hurðina af Twin Otter-flugvélinni. Það var ástæða fyrir því. Farþegarnir ætla nefnilega allir að hoppa út - í lofti. Fallhlífastökkvararnir stukku út í þrettán þúsund feta hæð yfir Eyjafirði og svifu síðan niður á Akureyrarflugvöll.Egill Aðalsteinsson Þau koma frá fallhlífaklúbbum í Noregi, Þýskalandi, Spáni, Austurríki, Bandaríkjunum og Mexíkó og fyrirliðinn er hálfur Íslendingur. „Já, mamma er íslensk og ólst upp í Hafnarfirði,“ segir Arne Aarhus en faðir hans er norskur. Ástríða fyrir fallhlífastökki sameinar hópinn. Arne segir marga hafa verið orðna dálítið leiða á því að fara bara upp og niður af flugvöllum. „Þá ákváðum við bara að gera ekta ferðalag. Og förum bara hring í kringum landið og skemmtum okkur og sjáum landið og stökkvum í fallhlíf á sama tíma,“ segir Arne. Twin Otter-flugvélin lenti um svipað leyti og síðustu fallhlífastökkvararnir.Egill Aðalsteinsson Stökkstaðir eru yfir náttúruperlum. Hann nefnir Gullfoss og Geysi, Þórsmörk, Reynisfjöru, Vestmannaeyjar, Skógafoss, Fjaðrárgljúfur og Mývatnssveit og segir þennan ferðamáta hafa sína kosti. „Í fyrsta lagi fær maður að sjá þetta úr lofti. Þá sér maður náttúrlega allt annað útsýni. Síðan getur maður bara lent á jörðinni og skoðað þetta almennilega.“ Hópurinn að leggja upp í næsta ævintýri, sem var að stökkva yfir Langjökli.Egill Aðalsteinsson Annar flugmaðurinn, Ágúst Atlason, er Íslendingur. „Þetta er ótrúlegt. Líka skemmtilegt fyrir okkur. Við erum að fara á flugvelli sem ég vissi ekki einu sinni að væru til,“ segir Ágúst en hann starfar á sumrin hjá Skydive Stockholm þaðan sem flugvélin kemur. Upphaflega stóð þó til að fá Twin Otter frá Norlandair en þar var engin slík vél á lausu. Arne segir toppinn hafa verið Hverfjall og hálendið en hópurinn átti þó eftir að stökkva yfir Langjökli og í framhaldinu að skoða íshelli í jöklinum. „Það var rosalega flott á Sauðárvelli þar sem er bara ekkert. Það er flugvöllur sem hann Ómar Ragnarsson bjó til á sínum tíma,“ segir Arne. Garðbæingurinn Ágúst Atlason er flugmaður hjá Skydive Stockholm.Egill Aðalsteinsson „Klukkutíma samtal sem ég átti við Ómar Ragnarsson um að fá að nota flugvöllinn hans, ég held að það hafi toppað ferðina fyrir mig,“ segir flugmaðurinn Ágúst. -En er þetta ekki rosalega dýrt? „Jú, jú, það er dýrt. En gaman. Maður er ekkert að kveljast í peningi þegar maður er að stunda þetta lengi,“ segir hinn norsk-íslenski fallhlífastökkvari Arne Aarhus. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sauðárvelli Ómars Ragnarssonar bregður fyrir í þætti Stöðvar 2 frá árinu 2006 um baráttu hans gegn Kárahnjúkavirkjun: Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Reykspúandi flugsveit þaut yfir viðmælendur í beinni Árlegur flugdagur fer fram á Akureyrarflugvelli á morgun, sautjánda júní. Einkaflugmenn hituðu upp með flughátíð á Melgerðismelum í Eyjafirði. 16. júní 2023 22:42 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hópinn birtast yfir Eyjafirði, fólkið kom svo svífandi úr þrettán þúsund feta hæð niður á Akureyrarflugvöll. Um líkt leyti lenti flugvélin þeirra - til að sækja hópinn í næsta ævintýri. Við tókum eftir því að búið var að taka hurðina af Twin Otter-flugvélinni. Það var ástæða fyrir því. Farþegarnir ætla nefnilega allir að hoppa út - í lofti. Fallhlífastökkvararnir stukku út í þrettán þúsund feta hæð yfir Eyjafirði og svifu síðan niður á Akureyrarflugvöll.Egill Aðalsteinsson Þau koma frá fallhlífaklúbbum í Noregi, Þýskalandi, Spáni, Austurríki, Bandaríkjunum og Mexíkó og fyrirliðinn er hálfur Íslendingur. „Já, mamma er íslensk og ólst upp í Hafnarfirði,“ segir Arne Aarhus en faðir hans er norskur. Ástríða fyrir fallhlífastökki sameinar hópinn. Arne segir marga hafa verið orðna dálítið leiða á því að fara bara upp og niður af flugvöllum. „Þá ákváðum við bara að gera ekta ferðalag. Og förum bara hring í kringum landið og skemmtum okkur og sjáum landið og stökkvum í fallhlíf á sama tíma,“ segir Arne. Twin Otter-flugvélin lenti um svipað leyti og síðustu fallhlífastökkvararnir.Egill Aðalsteinsson Stökkstaðir eru yfir náttúruperlum. Hann nefnir Gullfoss og Geysi, Þórsmörk, Reynisfjöru, Vestmannaeyjar, Skógafoss, Fjaðrárgljúfur og Mývatnssveit og segir þennan ferðamáta hafa sína kosti. „Í fyrsta lagi fær maður að sjá þetta úr lofti. Þá sér maður náttúrlega allt annað útsýni. Síðan getur maður bara lent á jörðinni og skoðað þetta almennilega.“ Hópurinn að leggja upp í næsta ævintýri, sem var að stökkva yfir Langjökli.Egill Aðalsteinsson Annar flugmaðurinn, Ágúst Atlason, er Íslendingur. „Þetta er ótrúlegt. Líka skemmtilegt fyrir okkur. Við erum að fara á flugvelli sem ég vissi ekki einu sinni að væru til,“ segir Ágúst en hann starfar á sumrin hjá Skydive Stockholm þaðan sem flugvélin kemur. Upphaflega stóð þó til að fá Twin Otter frá Norlandair en þar var engin slík vél á lausu. Arne segir toppinn hafa verið Hverfjall og hálendið en hópurinn átti þó eftir að stökkva yfir Langjökli og í framhaldinu að skoða íshelli í jöklinum. „Það var rosalega flott á Sauðárvelli þar sem er bara ekkert. Það er flugvöllur sem hann Ómar Ragnarsson bjó til á sínum tíma,“ segir Arne. Garðbæingurinn Ágúst Atlason er flugmaður hjá Skydive Stockholm.Egill Aðalsteinsson „Klukkutíma samtal sem ég átti við Ómar Ragnarsson um að fá að nota flugvöllinn hans, ég held að það hafi toppað ferðina fyrir mig,“ segir flugmaðurinn Ágúst. -En er þetta ekki rosalega dýrt? „Jú, jú, það er dýrt. En gaman. Maður er ekkert að kveljast í peningi þegar maður er að stunda þetta lengi,“ segir hinn norsk-íslenski fallhlífastökkvari Arne Aarhus. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sauðárvelli Ómars Ragnarssonar bregður fyrir í þætti Stöðvar 2 frá árinu 2006 um baráttu hans gegn Kárahnjúkavirkjun:
Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Reykspúandi flugsveit þaut yfir viðmælendur í beinni Árlegur flugdagur fer fram á Akureyrarflugvelli á morgun, sautjánda júní. Einkaflugmenn hituðu upp með flughátíð á Melgerðismelum í Eyjafirði. 16. júní 2023 22:42 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Reykspúandi flugsveit þaut yfir viðmælendur í beinni Árlegur flugdagur fer fram á Akureyrarflugvelli á morgun, sautjánda júní. Einkaflugmenn hituðu upp með flughátíð á Melgerðismelum í Eyjafirði. 16. júní 2023 22:42