Efni skýrslunnar minni á lýsingar á „subbuskap fyrir hrun“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júní 2023 16:42 Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar er einn þeirra sem hefur lesið hátt í hundrað blaðsíðna skýrslu fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt við Íslandsbanka. Lesturinn var dapurlegur að sögn þingmannsins. Stöð 2/Arnar Tæplega hundrað blaðsíðna skýrsla um sáttina sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans gerði við Íslandsbanka var birt í morgun en efni hennar hefur skotið mörgum skelk í bringu. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, er gagnrýninn á stjórnendur og starfsmenn Íslandsbanka í stöðuuppfærslu sem hann skrifaði á Facebook. Þar segir hann að dapurlegt hafi verið að lesa um hvernig bæði stjórnendur og starfsmenn bankans hafi virst aftengt sig þeirri staðreynd að þegar útboðið fór fram hafi bankinn verið í meirihlutaeigu ríkisins. „Skýrsla fjármálaeftirlitsins er eins og lýsing á einhverjum subbuskap fyrir hrun og ekki skrítið að fólk sé slegið,“ skrifar Sigmar. Sigmari þykir ekki aðeins efni skýrslunnar vera alvarlegt heldur einnig hvernig stjórnendur bankans hafa spilað úr stöðunni og gert lítið úr málinu. „Hvernig dettur stjórnendum bankans í hug að senda frá sér þessa yfirlýsingu fyrir helgi? Að lesa hana núna, samhliða skýrslunni, er ansi sláandi,“ skrifar Sigmar. Yfirlýsing Íslandsbanka á föstudag sé ekkert annað en fegrunaraðgerð þar sem reynt er að draga úr alvarleika málsins með „orðavaðli þar sem menn forðast kjarna máls eins og heitan eldinn.“ Orð bankastjóra Íslandsbanka um að sáttin sé traustyfirlýsing fjármálaeftirlitsins koma honum sérstaklega spánskt fyrir sjónir nú þegar brot bankans hafa verið útlistuð í sáttinni. „Ef það á að vera innistæða fyrir heitstrengingum um að draga lærdóm af þessu, þá voru þessi fyrstu skref afleit byrjun. Það er oft sagt að bankarekstur snúist um traust. Traust er lykilhugtak. Nú þurfa stjórnendur bankans að hugleiða hvort þeir njóti trausts almennings eftir að þeir brugðust traustinu svona illilega við að selja ríkiseign,“ skrifar Sigmar sem bætir við í lokin að stjórnvöld þurfi að gera slíkt hið sama. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Viðreisn Tengdar fréttir Bankasýsla ríkisins lýsir yfir miklum vonbrigðum Í fréttatilkynningu segir að Bankasýsla ríkisins lýsi yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Íslandsbanka við útboð á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í bankanum, í ljósi þess sem fram kemur í nýgerðri sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Boðað verður til hluthafafundar vegna málsins. 26. júní 2023 16:24 „Ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, segir skýrslu um sátt Íslandsbanka, sýna að bráðnauðsynlegt sé að sérstök rannsóknarnefnd Alþingis verði skipuð. 26. júní 2023 15:21 Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33 Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, er gagnrýninn á stjórnendur og starfsmenn Íslandsbanka í stöðuuppfærslu sem hann skrifaði á Facebook. Þar segir hann að dapurlegt hafi verið að lesa um hvernig bæði stjórnendur og starfsmenn bankans hafi virst aftengt sig þeirri staðreynd að þegar útboðið fór fram hafi bankinn verið í meirihlutaeigu ríkisins. „Skýrsla fjármálaeftirlitsins er eins og lýsing á einhverjum subbuskap fyrir hrun og ekki skrítið að fólk sé slegið,“ skrifar Sigmar. Sigmari þykir ekki aðeins efni skýrslunnar vera alvarlegt heldur einnig hvernig stjórnendur bankans hafa spilað úr stöðunni og gert lítið úr málinu. „Hvernig dettur stjórnendum bankans í hug að senda frá sér þessa yfirlýsingu fyrir helgi? Að lesa hana núna, samhliða skýrslunni, er ansi sláandi,“ skrifar Sigmar. Yfirlýsing Íslandsbanka á föstudag sé ekkert annað en fegrunaraðgerð þar sem reynt er að draga úr alvarleika málsins með „orðavaðli þar sem menn forðast kjarna máls eins og heitan eldinn.“ Orð bankastjóra Íslandsbanka um að sáttin sé traustyfirlýsing fjármálaeftirlitsins koma honum sérstaklega spánskt fyrir sjónir nú þegar brot bankans hafa verið útlistuð í sáttinni. „Ef það á að vera innistæða fyrir heitstrengingum um að draga lærdóm af þessu, þá voru þessi fyrstu skref afleit byrjun. Það er oft sagt að bankarekstur snúist um traust. Traust er lykilhugtak. Nú þurfa stjórnendur bankans að hugleiða hvort þeir njóti trausts almennings eftir að þeir brugðust traustinu svona illilega við að selja ríkiseign,“ skrifar Sigmar sem bætir við í lokin að stjórnvöld þurfi að gera slíkt hið sama.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Viðreisn Tengdar fréttir Bankasýsla ríkisins lýsir yfir miklum vonbrigðum Í fréttatilkynningu segir að Bankasýsla ríkisins lýsi yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Íslandsbanka við útboð á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í bankanum, í ljósi þess sem fram kemur í nýgerðri sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Boðað verður til hluthafafundar vegna málsins. 26. júní 2023 16:24 „Ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, segir skýrslu um sátt Íslandsbanka, sýna að bráðnauðsynlegt sé að sérstök rannsóknarnefnd Alþingis verði skipuð. 26. júní 2023 15:21 Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33 Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Bankasýsla ríkisins lýsir yfir miklum vonbrigðum Í fréttatilkynningu segir að Bankasýsla ríkisins lýsi yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Íslandsbanka við útboð á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í bankanum, í ljósi þess sem fram kemur í nýgerðri sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Boðað verður til hluthafafundar vegna málsins. 26. júní 2023 16:24
„Ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, segir skýrslu um sátt Íslandsbanka, sýna að bráðnauðsynlegt sé að sérstök rannsóknarnefnd Alþingis verði skipuð. 26. júní 2023 15:21
Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33
Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33