Einfaldar líf sitt eftir að hafa lent á vegg Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 22. júlí 2023 07:01 Hannes ákvað að einfalda líf sitt og einbeita sér að því sem honum þykir skemmtilegast, selja fasteignir og vera með fjölskyldunni. Aðsend Hannes Steindórsson fasteignasali og fyrrverandi bæjarfulltrúi Kópavogs stendur á tímamótum í lífinu eftir að hann lenti á vegg og féll eftir ellefu ár af edrúmennsku. Hann hefur ákveðið að einfalda líf sitt og einbeita sér að því sem skiptir hann hvað mestu máli; fjölskyldunni og starfinu sem fasteignasali. Á dögunum seldi Hannes eignarhlut sinn í fasteignasölunni Lind ásamt því að hætta störfum sem bæjarfulltrúi í Kópavogsbæ. Síðastliðin fimm ár sat Hannes í stjórn Félags fasteignasala og sem formaður félagsins frá árinu 2021 til 2023. „Ég var kvíðinn og þreyttur, ofmat eigin styrkleika og taldi mig geta haldið öllum boltum á lofti í einu. Ég var kominn í 250 prósent starf ásamt því að reka heimili með þrjú börn aðra hverja viku. Ég gat þetta á árum áður en þetta varð mér nú að falli andlega, ” segir Hannes og bætir við: „Raunveruleikinn er sá að maður er með eitt aðalverkefni í lífinu, að koma börnunum til manna, hitt er auka.“ Hannes kveðst léttur yfir ákvörðuninni og lítur björtum augum fram á veginn. Aðspurður um framhaldið segir Hannes ætla að sinna starfinu sem hann dreymdi um fyrir tuttugu árum síðan, að starfa sem fasteignasali. „Ég mun aldrei hætta að selja fasteignir, það er algjörlega útilokað. Þetta er ógeðslega skemmtilegt starf. Ég var bara orðinn þreyttur á að sitja inni á skrifstofu og reka fasteignasölu. Það var búið að blunda í mér í dágóðan tíma að fara aftur back to basic þar sem mér þykir miklu skemmtilegra að hitta fólk, halda opin hús og selja fasteignir,“ segir Hannes og brosir út í annað. Er einhver sala sem er þér minnistæð? „Það var einn dagur sem ég seldi ófrísku parinu sína fyrstu eign og hjónum um nírætt. Mér þótti afar skemmtilegt að geta komið inn í tímamót hjá pörum með afar breitt kynslóðarbil,“ segir Hannes. Æskuvinir og samstarfsfélagar Hannes átti rúmlega 50 prósent eignarhlut í fasteignasölunni Lind sem hann stofnaði ásamt þeim Kristjáni Þóri Hauksyni, Þórunni Gísladóttur og Stefáni Jarli Martin árið 2005 á grunni Remax Lindar. Stærstu hluthafar fasteignasölunnar RE/Max eru þeir Gunnar Sverrir Harðarson og Þórarinn Arnar Sævarsson undir formerkjum fjárfestingarfélagsins IREF. „Ég hefði ekki selt neinum öðrum hlutinn minn. Við unnum saman í mörg ár og það voru góðir tímar. Mér finnst spennandi að vinna með þeim aftur. Þegar maður tekur þátt í að byggja eitthvað upp frá grunni þá þykir manni vænt um afraksturinn. Þeir þekkja fasteignamarkaðinn út og inn og eru ástæðan fyrir því að ég fór að að starfa sem fasteignasali,“ segir Hannes og bætir við: „Ég er þeim báðum afar þakklátur.“ Að sögn Hannesar kom Gunnar Sverrir honum inn í bransann árið 2005 eftir nokkurra ára málamiðlanir. „Gunnar Sverrir fékk mig í þennan bransa eftir að hafa suðað í mér í mörg ár. Ég var á þessum tíma sölustjóri á Skjá einum og var ekkert að hugsa mér til hreyfings,“ segir Hannes og heldur áfram: „Gunnar Sverrir gafst ekki upp og fórum við í kjölfarið að vinna í svokölluðu teymi og þjálfaði mig upp.“ Leiðir Hannesar og Gunnars Sverris lágu fyrst saman um tólf ára aldur þegar þeir voru að keppa á skíðum. Við það myndaðist órjúfanleg vinátta sem er milli þeirra í dag en þeir stunda hjólreiðar saman af kappi og fara í árlegar hjólareiðaferðir, innan sem utan landssteinanna. Gunnar Sverrir og Hannes á góðri stundu.Aðsend „Árið 2015 stofnuðum við Lind með því markmiði að byggja upp bestu fasteignasölu á Íslandi. Okkur hefur tekist það á sjö árum,“ segir Hannes hreykinn. Skildi skólatöskuna eftir heima Hannes ólst upp á Dalvík í hópi þriggja systkina. Hann lýsir skólagöngunni sem flóknum árum þar sem hann var erfiður ungur drengur. „Ég var til töluverða vandræða í Dalvíkurskóla, bæði hræddur og óttasleginn lítil drengur með ógreint ADHD sem óð upp til að reyna að verja sig,“ segir Hannes hugsi. „Þess á milli hjólaði ég um bæinn á BMX hjólinu mín að elta minka.“ Hannes í hjólferð um landið.Aðsend Hannes flutti suður og gekk í Fjölbrautaskólann í Garðabæ. „Ég kláraði ekki stúdentinn þar sem skólataskan varð eftir heima alla fyrri önnina. Félagi minn í skólanum bauð mér starf að selja auglýsingar á útvarp Matthildi og fattaði þá að ég væri ágætis sölumaður,“ segir Hannes. Hann var ráðinn sölustjóri Skjás eins nokkrum árum síðar. „Þetta var einn skemmtilegasti tími sem ég hef upplifað. Ég var svo heppinn að fá að starfa með Valdísi heitinni Gunnarsdóttur og fjölmiðlamanninum Gulla Helga.“ Ellefu ár edrú Síðastliðið ár hefur ekki gengið slysalaust fyrir sig. Í ágúst í fyrra birti Hannes færslu á Facebook þar sem hann greindi frá baráttu sinni við alkóhólisma og vandræðagangi á öldurhúsi í Svíþjóð. „Ég var einn inni á bar að vinna og asnast til að taka við skoti frá manni á næsta borði. Af einhverri ástæðu förum við að rífast og lögreglan var kölluð til og við látnir sofa úr okkur í fangaklefa,“ segir Hannes sem var staddur í Svíþjóð ásamt börnum sínum sem voru að keppa á fótboltamóti, Gothia Cup. Hannes á þrjú börn á aldrinum átta til sautján ára. Hannes ásamt börnum sínum.Aðsend „Börnin mín voru með mæðrum sínum og sáu ekki til mín í þessu ástandi,sem betur fer. Ég er með rosalega gott fólk í kringum mig, foreldra, vini og tvær dásamlegar barnsmæður. Þær hjálpuðu mér mikið og studdu í kringum þetta ferli, það er svo sannarlega ekki sjálfsagt. Mér þykir þetta ennþá gríðarlega sárt þar sem þetta hafði óumflýjanleg áhrif á börnin mín,“ segir Hannes sem flaug í kjölfarið til Íslands og leitaði sér hjálpar hjá Tólf spora samtökum. Hannes hafði verið edrú í tæp ellefu ár áður en hann féll. „Ég hef alla tíð skammast mín fyrir að vera alkóhólisti og haldið því bara fyrir mig. Eftir umtalið í fjölmiðlum í fyrra gat ég ekki falið mig lengur,“ segir Hannes. Hvað olli þvi að þú taldir þig geta fengið þér áfengi? „Eftir tæp ellefu ár edrú taldi ég á einum tímapunkti að ég gæti fengið mér rauðvínsglas stöku sinnum. Það fylgdu því þannig séð engin stór vandamál. Á þessum tímapunkti var ég nýlega skilinn, bjó einn aðra hverja viku og var hálf krumpaður. Ég vissi þó allan tímann að þetta var ekkert í boði þar sem ég var búinn með þennan kafla í lífinu. Botninum var náð í Svíþjóð og var þá ekkert annað í boði en standa aftur upp,“ segir Hannes. „Ég kem heim og fer í stutta meðferð sem var ekki alveg að virka fyrir mig, þetta var erfiðara en ég bjóst við.“ Hannes skráði sig í mánaðarlanga meðferð í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Flórída, sem hann lauk 16. janúar síðastliðinn og fer fögrum orðum um dvölina. Ertu bjartsýnn á þú hafir náð tökum á lífinu á ný? „Já, svo sannarlega, ég þarf að sinna þessu vel og gefa mér tíma. Ég mun flýta mér hægt og njóta lífsins.“ Fasteignamarkaður Tímamót Ástin og lífið Kópavogur Tengdar fréttir Hannes segir sig úr bæjarstjórn Kópavogs Hannes Steindórsson, fasteignasali, ætlar að segja af sér sem bæjarfulltrúi í Kópavogsbæ á bæjarstjórnarfundi á morgun til að einbeita sér að fasteignasölu og barnauppeldi. Fyrr í mánuðinum seldi hann allan hlut sinn í fasteignasölunni Lind. 26. júní 2023 15:06 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Á dögunum seldi Hannes eignarhlut sinn í fasteignasölunni Lind ásamt því að hætta störfum sem bæjarfulltrúi í Kópavogsbæ. Síðastliðin fimm ár sat Hannes í stjórn Félags fasteignasala og sem formaður félagsins frá árinu 2021 til 2023. „Ég var kvíðinn og þreyttur, ofmat eigin styrkleika og taldi mig geta haldið öllum boltum á lofti í einu. Ég var kominn í 250 prósent starf ásamt því að reka heimili með þrjú börn aðra hverja viku. Ég gat þetta á árum áður en þetta varð mér nú að falli andlega, ” segir Hannes og bætir við: „Raunveruleikinn er sá að maður er með eitt aðalverkefni í lífinu, að koma börnunum til manna, hitt er auka.“ Hannes kveðst léttur yfir ákvörðuninni og lítur björtum augum fram á veginn. Aðspurður um framhaldið segir Hannes ætla að sinna starfinu sem hann dreymdi um fyrir tuttugu árum síðan, að starfa sem fasteignasali. „Ég mun aldrei hætta að selja fasteignir, það er algjörlega útilokað. Þetta er ógeðslega skemmtilegt starf. Ég var bara orðinn þreyttur á að sitja inni á skrifstofu og reka fasteignasölu. Það var búið að blunda í mér í dágóðan tíma að fara aftur back to basic þar sem mér þykir miklu skemmtilegra að hitta fólk, halda opin hús og selja fasteignir,“ segir Hannes og brosir út í annað. Er einhver sala sem er þér minnistæð? „Það var einn dagur sem ég seldi ófrísku parinu sína fyrstu eign og hjónum um nírætt. Mér þótti afar skemmtilegt að geta komið inn í tímamót hjá pörum með afar breitt kynslóðarbil,“ segir Hannes. Æskuvinir og samstarfsfélagar Hannes átti rúmlega 50 prósent eignarhlut í fasteignasölunni Lind sem hann stofnaði ásamt þeim Kristjáni Þóri Hauksyni, Þórunni Gísladóttur og Stefáni Jarli Martin árið 2005 á grunni Remax Lindar. Stærstu hluthafar fasteignasölunnar RE/Max eru þeir Gunnar Sverrir Harðarson og Þórarinn Arnar Sævarsson undir formerkjum fjárfestingarfélagsins IREF. „Ég hefði ekki selt neinum öðrum hlutinn minn. Við unnum saman í mörg ár og það voru góðir tímar. Mér finnst spennandi að vinna með þeim aftur. Þegar maður tekur þátt í að byggja eitthvað upp frá grunni þá þykir manni vænt um afraksturinn. Þeir þekkja fasteignamarkaðinn út og inn og eru ástæðan fyrir því að ég fór að að starfa sem fasteignasali,“ segir Hannes og bætir við: „Ég er þeim báðum afar þakklátur.“ Að sögn Hannesar kom Gunnar Sverrir honum inn í bransann árið 2005 eftir nokkurra ára málamiðlanir. „Gunnar Sverrir fékk mig í þennan bransa eftir að hafa suðað í mér í mörg ár. Ég var á þessum tíma sölustjóri á Skjá einum og var ekkert að hugsa mér til hreyfings,“ segir Hannes og heldur áfram: „Gunnar Sverrir gafst ekki upp og fórum við í kjölfarið að vinna í svokölluðu teymi og þjálfaði mig upp.“ Leiðir Hannesar og Gunnars Sverris lágu fyrst saman um tólf ára aldur þegar þeir voru að keppa á skíðum. Við það myndaðist órjúfanleg vinátta sem er milli þeirra í dag en þeir stunda hjólreiðar saman af kappi og fara í árlegar hjólareiðaferðir, innan sem utan landssteinanna. Gunnar Sverrir og Hannes á góðri stundu.Aðsend „Árið 2015 stofnuðum við Lind með því markmiði að byggja upp bestu fasteignasölu á Íslandi. Okkur hefur tekist það á sjö árum,“ segir Hannes hreykinn. Skildi skólatöskuna eftir heima Hannes ólst upp á Dalvík í hópi þriggja systkina. Hann lýsir skólagöngunni sem flóknum árum þar sem hann var erfiður ungur drengur. „Ég var til töluverða vandræða í Dalvíkurskóla, bæði hræddur og óttasleginn lítil drengur með ógreint ADHD sem óð upp til að reyna að verja sig,“ segir Hannes hugsi. „Þess á milli hjólaði ég um bæinn á BMX hjólinu mín að elta minka.“ Hannes í hjólferð um landið.Aðsend Hannes flutti suður og gekk í Fjölbrautaskólann í Garðabæ. „Ég kláraði ekki stúdentinn þar sem skólataskan varð eftir heima alla fyrri önnina. Félagi minn í skólanum bauð mér starf að selja auglýsingar á útvarp Matthildi og fattaði þá að ég væri ágætis sölumaður,“ segir Hannes. Hann var ráðinn sölustjóri Skjás eins nokkrum árum síðar. „Þetta var einn skemmtilegasti tími sem ég hef upplifað. Ég var svo heppinn að fá að starfa með Valdísi heitinni Gunnarsdóttur og fjölmiðlamanninum Gulla Helga.“ Ellefu ár edrú Síðastliðið ár hefur ekki gengið slysalaust fyrir sig. Í ágúst í fyrra birti Hannes færslu á Facebook þar sem hann greindi frá baráttu sinni við alkóhólisma og vandræðagangi á öldurhúsi í Svíþjóð. „Ég var einn inni á bar að vinna og asnast til að taka við skoti frá manni á næsta borði. Af einhverri ástæðu förum við að rífast og lögreglan var kölluð til og við látnir sofa úr okkur í fangaklefa,“ segir Hannes sem var staddur í Svíþjóð ásamt börnum sínum sem voru að keppa á fótboltamóti, Gothia Cup. Hannes á þrjú börn á aldrinum átta til sautján ára. Hannes ásamt börnum sínum.Aðsend „Börnin mín voru með mæðrum sínum og sáu ekki til mín í þessu ástandi,sem betur fer. Ég er með rosalega gott fólk í kringum mig, foreldra, vini og tvær dásamlegar barnsmæður. Þær hjálpuðu mér mikið og studdu í kringum þetta ferli, það er svo sannarlega ekki sjálfsagt. Mér þykir þetta ennþá gríðarlega sárt þar sem þetta hafði óumflýjanleg áhrif á börnin mín,“ segir Hannes sem flaug í kjölfarið til Íslands og leitaði sér hjálpar hjá Tólf spora samtökum. Hannes hafði verið edrú í tæp ellefu ár áður en hann féll. „Ég hef alla tíð skammast mín fyrir að vera alkóhólisti og haldið því bara fyrir mig. Eftir umtalið í fjölmiðlum í fyrra gat ég ekki falið mig lengur,“ segir Hannes. Hvað olli þvi að þú taldir þig geta fengið þér áfengi? „Eftir tæp ellefu ár edrú taldi ég á einum tímapunkti að ég gæti fengið mér rauðvínsglas stöku sinnum. Það fylgdu því þannig séð engin stór vandamál. Á þessum tímapunkti var ég nýlega skilinn, bjó einn aðra hverja viku og var hálf krumpaður. Ég vissi þó allan tímann að þetta var ekkert í boði þar sem ég var búinn með þennan kafla í lífinu. Botninum var náð í Svíþjóð og var þá ekkert annað í boði en standa aftur upp,“ segir Hannes. „Ég kem heim og fer í stutta meðferð sem var ekki alveg að virka fyrir mig, þetta var erfiðara en ég bjóst við.“ Hannes skráði sig í mánaðarlanga meðferð í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Flórída, sem hann lauk 16. janúar síðastliðinn og fer fögrum orðum um dvölina. Ertu bjartsýnn á þú hafir náð tökum á lífinu á ný? „Já, svo sannarlega, ég þarf að sinna þessu vel og gefa mér tíma. Ég mun flýta mér hægt og njóta lífsins.“
Fasteignamarkaður Tímamót Ástin og lífið Kópavogur Tengdar fréttir Hannes segir sig úr bæjarstjórn Kópavogs Hannes Steindórsson, fasteignasali, ætlar að segja af sér sem bæjarfulltrúi í Kópavogsbæ á bæjarstjórnarfundi á morgun til að einbeita sér að fasteignasölu og barnauppeldi. Fyrr í mánuðinum seldi hann allan hlut sinn í fasteignasölunni Lind. 26. júní 2023 15:06 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Hannes segir sig úr bæjarstjórn Kópavogs Hannes Steindórsson, fasteignasali, ætlar að segja af sér sem bæjarfulltrúi í Kópavogsbæ á bæjarstjórnarfundi á morgun til að einbeita sér að fasteignasölu og barnauppeldi. Fyrr í mánuðinum seldi hann allan hlut sinn í fasteignasölunni Lind. 26. júní 2023 15:06