Verðbólga loksins á undanhaldi og gæti hjaðnað hratt Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2023 13:31 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur boðað að vextir verði hækkaðir eins og þurfa þyki til að ná verðbólgu niður. Vaxtahækkanir og aðrar aðgerðir bankans virðast nú loksins vera að skila árangri. Vísir/Vilhelm Verðbólga virðist vera í rénun og hefur ekki verið minni frá því í júní í fyrra og er nú 8,9 prósent. Hagfræðingur greiningardeildar Íslandsbanka segir þetta góðar fréttir og ef allt gangi að óskum gæti verðbólga verið komin niður í 8 prósent um áramótin. Undanfarin misseri hafa verið stöðugar fréttir af aukinni verðbólgu sem leitt hefur til endurtekinna hækkana á meginvöxtum Seðlabanka Íslands. Síðustu tvær vaxtahækkanir voru mjög skarpar, um eitt prósentustig í mars þegar vextirnir fóru í 7,5 prósent og 1,25 prósentustig í maí þegar megninvextirnir fóru í 8,75 prósent. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir minnkun verðbólgunnar nú í júní því vera gleðiefni. Bergþóra Baldursdóttir segir verðbólgu loksins farna að hjaðna eins og Seðlabankinn vildi að gerðist með vaxtahækkunum og öðrum aðgerðum.Vísir/Vilhelm „Loksins er verðbólgan að hjaðna og hjaðnar nokkuð hratt eins og við höfum verið að spá fyrir um. Verðbólga er komin undir níu present í fyrsta sinn í heilt ár. Þetta eru auðvitað jákvæðar fréttir og eitthvað sem Seðlabankinn er örugglega mjög ánægður með," segir Bergþóra. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er ekki fyrr 23. ágúst sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði eina af skýringum þess að peningastefnunefnd hefði ákveðið að fara í skarpa hækkun meginvaxtanna í maí. Bankinn vildi sýna að honum væri alvara með að hækka vexti eins og þyrfti til að ná verðbólgunni niður. Hér má sjá þróun verðbólgunnar frá árinu 2019. Hún mældist 8,9 prósent í þessum mánuði miðað við síðustu tólf mánuði.Hagstofan Bergþóra segir hins vegar jákvæð teikn í hagkerfinu. „Það hefur aðeins dregið úr umsvifum í hagkerfinu. Við erum að sjá minni kortaveltu og það er svolítið að draga úr eftirspurninni. Þetta er nákvæmlega það sem Seðlabankinn er að reyna að ná fram.“ Kortavelta Íslendinga hafi dregist saman að raunvirði í síðasta mánuði og útlit fyrir að það héldi áfram eftir blússandi siglingu síðustu misseri. „Það eru merki um að vaxtahækkanirnar séu farnar að bíta talsvert,” segir Bergþóra.Bæði einstaklingar og fyrirtæki hafi tekið við sér og töluvert hafi dregið úr eftirspurn í hagkerfinu, sem væri einmitt tilgangur Seðlabankans með vaxtahækkunum," segir Bergþóra. Greiningardeild Íslandsbanka geri ráð fyrir að verðbólga hafi náð hámarki í 10,2 prósentum í febrúar síðast liðnum og muni hjaðna hratt á næstunni og verða í kringum 8 prósentin um áramótin. Það væri þó langur vegur í 2,5 prósenta markmið Seðlabankans. „Vonandi getum við séð verðbólguna í kringum 5 prósent um mitt næsta ár. En það verður margt að ganga upp til að það gerist,“ segir Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur greiningardeildar Íslandsbanka. Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Verðbólgan undir níu prósent í fyrsta sinn í heilt ár Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,85 prósent milli mánaða og mældist 595,6 stig í júní. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 491,1 stig og hefur hækkað um 0,68 prósent frá því í maí. 28. júní 2023 09:17 Hægt að ná verðbólgu hratt niður með miklum fórnarkostnaði Fyrrverandi seðlabankastjóri segir fólk þurfa hætta að leita af sökudólgum eða einföldum skýringum í umræðu um verðbólguna. Hægt sé að keyra hana niður með miklum hraða ef vilji sé fyrir hendi en ekki án mikils fórnarkostnaðar. 26. júní 2023 13:30 Neysla og verðlag á yfirsnúningi á Íslandi Verð á mat og drykk var 42 prósentum hærra á Íslandi en að jafnaði hjá ríkjum Evrópusambandsins og töluvert hærra en á hinum Norðurlöndunum að Noregi undanskyldum. 22. júní 2023 11:58 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Undanfarin misseri hafa verið stöðugar fréttir af aukinni verðbólgu sem leitt hefur til endurtekinna hækkana á meginvöxtum Seðlabanka Íslands. Síðustu tvær vaxtahækkanir voru mjög skarpar, um eitt prósentustig í mars þegar vextirnir fóru í 7,5 prósent og 1,25 prósentustig í maí þegar megninvextirnir fóru í 8,75 prósent. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir minnkun verðbólgunnar nú í júní því vera gleðiefni. Bergþóra Baldursdóttir segir verðbólgu loksins farna að hjaðna eins og Seðlabankinn vildi að gerðist með vaxtahækkunum og öðrum aðgerðum.Vísir/Vilhelm „Loksins er verðbólgan að hjaðna og hjaðnar nokkuð hratt eins og við höfum verið að spá fyrir um. Verðbólga er komin undir níu present í fyrsta sinn í heilt ár. Þetta eru auðvitað jákvæðar fréttir og eitthvað sem Seðlabankinn er örugglega mjög ánægður með," segir Bergþóra. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er ekki fyrr 23. ágúst sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði eina af skýringum þess að peningastefnunefnd hefði ákveðið að fara í skarpa hækkun meginvaxtanna í maí. Bankinn vildi sýna að honum væri alvara með að hækka vexti eins og þyrfti til að ná verðbólgunni niður. Hér má sjá þróun verðbólgunnar frá árinu 2019. Hún mældist 8,9 prósent í þessum mánuði miðað við síðustu tólf mánuði.Hagstofan Bergþóra segir hins vegar jákvæð teikn í hagkerfinu. „Það hefur aðeins dregið úr umsvifum í hagkerfinu. Við erum að sjá minni kortaveltu og það er svolítið að draga úr eftirspurninni. Þetta er nákvæmlega það sem Seðlabankinn er að reyna að ná fram.“ Kortavelta Íslendinga hafi dregist saman að raunvirði í síðasta mánuði og útlit fyrir að það héldi áfram eftir blússandi siglingu síðustu misseri. „Það eru merki um að vaxtahækkanirnar séu farnar að bíta talsvert,” segir Bergþóra.Bæði einstaklingar og fyrirtæki hafi tekið við sér og töluvert hafi dregið úr eftirspurn í hagkerfinu, sem væri einmitt tilgangur Seðlabankans með vaxtahækkunum," segir Bergþóra. Greiningardeild Íslandsbanka geri ráð fyrir að verðbólga hafi náð hámarki í 10,2 prósentum í febrúar síðast liðnum og muni hjaðna hratt á næstunni og verða í kringum 8 prósentin um áramótin. Það væri þó langur vegur í 2,5 prósenta markmið Seðlabankans. „Vonandi getum við séð verðbólguna í kringum 5 prósent um mitt næsta ár. En það verður margt að ganga upp til að það gerist,“ segir Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur greiningardeildar Íslandsbanka.
Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Verðbólgan undir níu prósent í fyrsta sinn í heilt ár Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,85 prósent milli mánaða og mældist 595,6 stig í júní. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 491,1 stig og hefur hækkað um 0,68 prósent frá því í maí. 28. júní 2023 09:17 Hægt að ná verðbólgu hratt niður með miklum fórnarkostnaði Fyrrverandi seðlabankastjóri segir fólk þurfa hætta að leita af sökudólgum eða einföldum skýringum í umræðu um verðbólguna. Hægt sé að keyra hana niður með miklum hraða ef vilji sé fyrir hendi en ekki án mikils fórnarkostnaðar. 26. júní 2023 13:30 Neysla og verðlag á yfirsnúningi á Íslandi Verð á mat og drykk var 42 prósentum hærra á Íslandi en að jafnaði hjá ríkjum Evrópusambandsins og töluvert hærra en á hinum Norðurlöndunum að Noregi undanskyldum. 22. júní 2023 11:58 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Verðbólgan undir níu prósent í fyrsta sinn í heilt ár Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,85 prósent milli mánaða og mældist 595,6 stig í júní. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 491,1 stig og hefur hækkað um 0,68 prósent frá því í maí. 28. júní 2023 09:17
Hægt að ná verðbólgu hratt niður með miklum fórnarkostnaði Fyrrverandi seðlabankastjóri segir fólk þurfa hætta að leita af sökudólgum eða einföldum skýringum í umræðu um verðbólguna. Hægt sé að keyra hana niður með miklum hraða ef vilji sé fyrir hendi en ekki án mikils fórnarkostnaðar. 26. júní 2023 13:30
Neysla og verðlag á yfirsnúningi á Íslandi Verð á mat og drykk var 42 prósentum hærra á Íslandi en að jafnaði hjá ríkjum Evrópusambandsins og töluvert hærra en á hinum Norðurlöndunum að Noregi undanskyldum. 22. júní 2023 11:58
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?