Langþráðir samningar fyrir fólkið í landinu Ingibjörg Isaksen skrifar 29. júní 2023 07:01 Í vikunni bárust þau gleðilegu tíðindi að Sjúkratryggingar Íslands og Læknafélag Reykjavíkur hafi náð samkomulagi um þjónustu sérgreinalækna. Hér er um að ræða langtímasamning til 5 ára og mun hann taka að fullu gildi þann 1. september næstkomandi. Samningurinn markar tímamót sem tryggir gott og jafnt aðgengi að mikilvægri læknisþjónustu óháð efnahag í samræmi við stefnu stjórnvalda. Það má með sanni segja að hér hafi verið lyft grettistaki en líkt og flestir vita hafa sérgreinalæknar verið samningslausir síðan í janúar 2019. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt ríka áherslu á að finna samningsgrundvöll við sérfræðilækna og það hefur nú tekist með góðum árangri. Það að samningar hafi náðst er farsælt fyrir alla er koma að borðinu, þó sérstaklega fólkið í landinu. Ávinningur fyrir samfélagið allt Einn helsti ávinningur samningsins sem nú hefur verið undirritaður er umtalsverð lækkun á greiðsluþátttöku almennings í þjónustu sérfræðilækna. Ætla má að með nýjum samningi muni greiðsluþátttaka almennings lækka um allt að 3 milljarða króna á ári. Hér er um að ræða mikilvægt skref í þá átt að stuðla að heilbrigðisjöfnuði og tryggja að allir hafi jafnan aðgang að sérfræðilæknum. Þess utan verður komið á fót samráðsnefnd aðila frá Sjúkratryggingum Íslands og Læknafélagi Reykjavíkur sem mun vinna í sameiningu að heildstæðri þjónustu- og kostnaðargreiningu og reglulegri endurskoðun gjaldskrár. Auk þess myndar samningurinn sterka umgjörð utan um starfsemi sérfræðilækna sem mun aftur stuðla að framþróun og nýsköpun þjónustunnar. Það er óhætt að segja að þessir samningar marki nýtt upphaf frá stöðnun síðustu ára. Aukið aðgengi að þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni Í kjölfarið á þessum samningum telur undirrituð afar brýnt að áfram verði haldið í samningagerð við sérfræðilækna svo þeir sjái hag sinn í því að sinna þjónustu einnig út á land. Markmiði með þeim samningum ætti að vera að jafna aðgengi að þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni þannig að treysta megi að þjónusta þeirra sé einnig hluti af heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi. Þá þarf að skilgreina hvaða þjónusta eigi að vera hluti af nærumhverfi og efla þjónustuna í samvinnu við lækna, sjúkratryggingar og heilbrigðisumdæmi á hverjum stað. Staðreyndin er sú að þjónusta sérfræðilækna á landsbyggðinni hefur átt undir högg að sækja síðustu ár sökum lítillar nýliðunar og óhagstæðra skilyrða. Staðan er nú þannig að íbúar landsbyggðarinnar þurfa að miklu leyti að sækja sér þjónustu sérfræðilækna á höfuðborgarsvæðið. Undirrituð telur afar mikilvægt að skoða verði af fullri alvöru hvort færa megi þjónustu sérfræðilækna í auknum mæli á heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni einhverja daga á ári, vikur eða mánuði, allt eftir eðli og þörf þjónustunnar á hverjum stað fyrir sig. Þannig má spara bæði ferðalög sjúklinga, ferðakostnað og kolefnisspor ásamt því að bæta þjónustu. Svo það sé mögulegt að veita þjónustu með þessum hætti þarf að kortleggja og greina þörf eftir þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni meðal annars eftir fólksfjölda og aldursgreiningu og gera heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni færi á að bjóða upp á þjónustu sérfræðilækna í samræmi við þarfir íbúa í hverju heilbrigðisumdæmi. Má í því samhengi nefna aðgengi að barnalæknum, geðlæknum, háls- nef- og eyrnalæknum, fæðingar- og kvensjúkdómalæknum, öldrunarlæknum, hjartalæknum og innkirtlalæknum. Er hér ekki tæmandi talið. Miklir möguleikar eru fólgnir í fjarheilbrigðisþjónustu en sumt er þó þess eðlis að best væri ef þjónustan væri veitt í nærumhverfi. Sparnaður fyrir samfélagið Víða í kringum landið eru heilbrigðisstofnanir þar sem sérfræðilæknar gætu nýtt aðstöðu til þess að taka á móti sjúklingum í viðtöl eða eftir atvikum í aðgerðir. Þá mætti einnig byggja upp skilgreinda sérfræðiklasa á landsbyggðinni þar sem þjónusta sérfræðilækna færi fram t.d. fyrir vestan, austan og norðan. Sú sem hér skrifar leggur ekki mat á það hverslags rekstrarform væri ákjósanlegast fyrir klasa sem þessa. Mestu máli skiptir að þjónustan sé til staðar á hverjum stað og skapaður sé hvati fyrir sérfræðilækna til þess að bjóða upp á þjónustu sína á landsbyggðinni. Með því að auka aðgengi að þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni bætum við þjónustu við íbúa á stóru svæði sem og búsetuskilyrði. Það er bæði hagræði fyrir sjúkratryggingar sem og sjúklingana sjálfa að flytja frekar þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðina þar sem því verður við komið í stað þess að flytja fjölda sjúklinga á höfuðborgarsvæðið. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Ingibjörg Ólöf Isaksen Sjúkratryggingar Alþingi Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í vikunni bárust þau gleðilegu tíðindi að Sjúkratryggingar Íslands og Læknafélag Reykjavíkur hafi náð samkomulagi um þjónustu sérgreinalækna. Hér er um að ræða langtímasamning til 5 ára og mun hann taka að fullu gildi þann 1. september næstkomandi. Samningurinn markar tímamót sem tryggir gott og jafnt aðgengi að mikilvægri læknisþjónustu óháð efnahag í samræmi við stefnu stjórnvalda. Það má með sanni segja að hér hafi verið lyft grettistaki en líkt og flestir vita hafa sérgreinalæknar verið samningslausir síðan í janúar 2019. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt ríka áherslu á að finna samningsgrundvöll við sérfræðilækna og það hefur nú tekist með góðum árangri. Það að samningar hafi náðst er farsælt fyrir alla er koma að borðinu, þó sérstaklega fólkið í landinu. Ávinningur fyrir samfélagið allt Einn helsti ávinningur samningsins sem nú hefur verið undirritaður er umtalsverð lækkun á greiðsluþátttöku almennings í þjónustu sérfræðilækna. Ætla má að með nýjum samningi muni greiðsluþátttaka almennings lækka um allt að 3 milljarða króna á ári. Hér er um að ræða mikilvægt skref í þá átt að stuðla að heilbrigðisjöfnuði og tryggja að allir hafi jafnan aðgang að sérfræðilæknum. Þess utan verður komið á fót samráðsnefnd aðila frá Sjúkratryggingum Íslands og Læknafélagi Reykjavíkur sem mun vinna í sameiningu að heildstæðri þjónustu- og kostnaðargreiningu og reglulegri endurskoðun gjaldskrár. Auk þess myndar samningurinn sterka umgjörð utan um starfsemi sérfræðilækna sem mun aftur stuðla að framþróun og nýsköpun þjónustunnar. Það er óhætt að segja að þessir samningar marki nýtt upphaf frá stöðnun síðustu ára. Aukið aðgengi að þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni Í kjölfarið á þessum samningum telur undirrituð afar brýnt að áfram verði haldið í samningagerð við sérfræðilækna svo þeir sjái hag sinn í því að sinna þjónustu einnig út á land. Markmiði með þeim samningum ætti að vera að jafna aðgengi að þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni þannig að treysta megi að þjónusta þeirra sé einnig hluti af heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi. Þá þarf að skilgreina hvaða þjónusta eigi að vera hluti af nærumhverfi og efla þjónustuna í samvinnu við lækna, sjúkratryggingar og heilbrigðisumdæmi á hverjum stað. Staðreyndin er sú að þjónusta sérfræðilækna á landsbyggðinni hefur átt undir högg að sækja síðustu ár sökum lítillar nýliðunar og óhagstæðra skilyrða. Staðan er nú þannig að íbúar landsbyggðarinnar þurfa að miklu leyti að sækja sér þjónustu sérfræðilækna á höfuðborgarsvæðið. Undirrituð telur afar mikilvægt að skoða verði af fullri alvöru hvort færa megi þjónustu sérfræðilækna í auknum mæli á heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni einhverja daga á ári, vikur eða mánuði, allt eftir eðli og þörf þjónustunnar á hverjum stað fyrir sig. Þannig má spara bæði ferðalög sjúklinga, ferðakostnað og kolefnisspor ásamt því að bæta þjónustu. Svo það sé mögulegt að veita þjónustu með þessum hætti þarf að kortleggja og greina þörf eftir þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni meðal annars eftir fólksfjölda og aldursgreiningu og gera heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni færi á að bjóða upp á þjónustu sérfræðilækna í samræmi við þarfir íbúa í hverju heilbrigðisumdæmi. Má í því samhengi nefna aðgengi að barnalæknum, geðlæknum, háls- nef- og eyrnalæknum, fæðingar- og kvensjúkdómalæknum, öldrunarlæknum, hjartalæknum og innkirtlalæknum. Er hér ekki tæmandi talið. Miklir möguleikar eru fólgnir í fjarheilbrigðisþjónustu en sumt er þó þess eðlis að best væri ef þjónustan væri veitt í nærumhverfi. Sparnaður fyrir samfélagið Víða í kringum landið eru heilbrigðisstofnanir þar sem sérfræðilæknar gætu nýtt aðstöðu til þess að taka á móti sjúklingum í viðtöl eða eftir atvikum í aðgerðir. Þá mætti einnig byggja upp skilgreinda sérfræðiklasa á landsbyggðinni þar sem þjónusta sérfræðilækna færi fram t.d. fyrir vestan, austan og norðan. Sú sem hér skrifar leggur ekki mat á það hverslags rekstrarform væri ákjósanlegast fyrir klasa sem þessa. Mestu máli skiptir að þjónustan sé til staðar á hverjum stað og skapaður sé hvati fyrir sérfræðilækna til þess að bjóða upp á þjónustu sína á landsbyggðinni. Með því að auka aðgengi að þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni bætum við þjónustu við íbúa á stóru svæði sem og búsetuskilyrði. Það er bæði hagræði fyrir sjúkratryggingar sem og sjúklingana sjálfa að flytja frekar þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðina þar sem því verður við komið í stað þess að flytja fjölda sjúklinga á höfuðborgarsvæðið. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun