Fantasíur innviðaráðherra Þorgrímur Sigmundsson skrifar 29. júní 2023 06:27 Ein stærsta hugsjón okkar sem stofnuðum og störfum í Miðflokknum er að tryggja jöfn tækifæri íbúa um allt land, að skilja engan eftir. Því miður er það svo að landsbyggðin situr eftir á flestum sviðum þjónustu hins opinbera og á það jafnt við um menntamál, heilbrigðismál og stjórnsýslu. Ein helsta forsenda þess að byggð sé tryggð og þjónusta standi öllum landsmönnum til boða er að efla samgöngur og þar situr landsbyggðin eftir. Á meðan þjóðarsátt ríkir um það í Færeyjum að tryggja öllum íbúum eyjanna góðar samgöngur sitja stórir hlutar Íslands eftir, nánast í sama farinu og fyrir 50 til 60 árum. Þetta þekkjum við vel hér á norður og austurlandi þar sem íbúarnir verða að sætta sig við gamla og hættulega vegi. Þegar hugsað er til þess að oft er ekki um háar upphæðir að tefla þegar kemur að því að bæta úr þessu undrumst við oft fjárausturinn á höfuðborgarsvæðinu þar sem allskonar gæluverkefni á vegum hins opinbera fá brautargengi. Dæmin eru mörg, ný 20 milljarða bygging Landsbankans á dýrustu lóð landsins, 3 milljarða viðbygging Seðlabankans, skrifstofur þingmanna fyrir 8 milljarða, viðbygging við Stjórnarráðið upp á 3 milljarða, Hús íslenskra fræða uppá 7,5 milljarðar, Borgarlína 150 milljarðar að lágmarkieða samtals 191,5 milljarðar! svo fátt eitt sé talið. Þá er ekki verið að ræða um risaframkvæmdir eins og nýjan Landsspítala á rándýru uppseldu svæði sem nú stendur í 200 milljörðum eða uppbygginguna við flugvöllinn í Keflavík. Brú yfir Skjálfandafljót á þessum áratug Nú hefur það gerst að brúinni yfir Skjálfandafljót við Ófeigsstaði í Kinn hefur verið loka fyrir vöru- og fólksflutningabifreiðum með því að færa þungatakmarkanir úr 10 tonna öxulþunga niður í 3.5 tonna heildarþyngd ökutækis sem er svipað og ca 1 amerískur pallbíll. Þessi tæplega 100 ára brú á þjóðvegi 85 milli Akureyrar og Húsavíkur er því svo gott sem úr leik. Unnið er að undirbúningi nýrrar brúar en lokunin gildir þar til hún kemst í gagnið. Áformað er að hefja framkvæmdir við nýja brú yfir fljótið árið 2026, undirbúningur fyrir það verk er í gangi sem kalla má hæga gang og hefur verið til fjölda ára. Miðað við þessi áform yrði brúin tekin í notkun í fyrsta lagi á árinu 2028 en gangur málsins til þessa gefur þó ekki tilefni til bjartsýni. Það þarf ekki að hafa mörg orð um óþægindin af þessu fyrir íbúa landsfjórðungsins en þarna yfir er helsta leiðin milli Akureyrar og Húsavíkur og á sjöunda hundrað bíla fara þar um á sólarhring. Þó vissulega sé önnur fær leið fyrir þyngri umferð milli þessara staða eftir þjóðvegi 1 við Fosshól (Goðafoss) er einnig um að ræða þar einbreiða brú og aðkoma að henni mjög erfið fyrir þungaflutninga ekki síst á vetrum auk þess sem um heiðarveg er að fara og mjög mikla umferð á ferðamannatíma. Kostnaður við svo mikilvæga framkvæmd er bara brot af því sem sum gæluverkefnin á höfuðborgarsvæðinu kosta. En skiptir öllu máli fyrir okkur íbúa á Norðausturlandi ef tryggja á jöfn tækifæri íbúa í landinu. Byggðastefnan föst á höfuðborgarsvæðinu Á sama tíma og ríkisstjórn hinnar breiðu skýrskotunar VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur safnað slíkum skuldum að jafnvel þó næstu ríkisstjórnir mundu skila 50milljarða afgangi af fjármálaáætlun hvers árs þyrfti 30 ár til að greiða þær niður. Já lesandi góður 30 ár með 50 milljarða afgangi Og hvað gerir innviðaráðherra þá? Jú hann hendir í kynningu á samgönguáætlun tveim dögum eftir þingslit til 15 ára uppá áætlaða 1 þúsund milljarða. Sú áætlun er raunar í besta falli ágiskun enda mörg þeirra verkefna sem þar eru nefnd órannsökuð með öllu. Og þó eru margar mjög brýnar fræmkvæmdir á austurlandi bara í fjarlægri framtíð s.s. brú yfir Sléttuá í Reyðarfirð og brú yfir Dalsá í Fáskrúðsfirði svo eitthvað sé nefnt. Þegar þessi halli á rekstri ríkissjóðs er skoðaður í samhengi við fantasíur innviðaráðherra og gæluverkefni ríkisstjórnarinnar á höfuðborgarsvæðinu er ekki nema von að spurt sé. Hafa fjármálaráðherra og innviða ráðherra ekkert talað saman nýlega? Og allt er þetta sett fram á sama tíma og ríkið heldur áfram að þenjast út og kostnaðar aukning almennings vegna hælisleitenda er eins og lóðrétt línurit. Landsbyggðin er langþreytt á innantómum langtímaloforðum og fantasíuskrifuðum með kosningabaráttuna eina í huga. Þessi samgöngu fantasía innviðaráðherra minnir óneitanlega á loforð Framsóknarflokksins á sýnum tíma um fíkniefna laust Ísland árið 2000. Þegar svo hátt er skotið yfir markið er tilgangurinn augljós. Ryk í augu kjósenda. Byggðastefnan kemur kýrskýr fyrir í áðurnefndum gæluverkefnum á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ein stærsta hugsjón okkar sem stofnuðum og störfum í Miðflokknum er að tryggja jöfn tækifæri íbúa um allt land, að skilja engan eftir. Því miður er það svo að landsbyggðin situr eftir á flestum sviðum þjónustu hins opinbera og á það jafnt við um menntamál, heilbrigðismál og stjórnsýslu. Ein helsta forsenda þess að byggð sé tryggð og þjónusta standi öllum landsmönnum til boða er að efla samgöngur og þar situr landsbyggðin eftir. Á meðan þjóðarsátt ríkir um það í Færeyjum að tryggja öllum íbúum eyjanna góðar samgöngur sitja stórir hlutar Íslands eftir, nánast í sama farinu og fyrir 50 til 60 árum. Þetta þekkjum við vel hér á norður og austurlandi þar sem íbúarnir verða að sætta sig við gamla og hættulega vegi. Þegar hugsað er til þess að oft er ekki um háar upphæðir að tefla þegar kemur að því að bæta úr þessu undrumst við oft fjárausturinn á höfuðborgarsvæðinu þar sem allskonar gæluverkefni á vegum hins opinbera fá brautargengi. Dæmin eru mörg, ný 20 milljarða bygging Landsbankans á dýrustu lóð landsins, 3 milljarða viðbygging Seðlabankans, skrifstofur þingmanna fyrir 8 milljarða, viðbygging við Stjórnarráðið upp á 3 milljarða, Hús íslenskra fræða uppá 7,5 milljarðar, Borgarlína 150 milljarðar að lágmarkieða samtals 191,5 milljarðar! svo fátt eitt sé talið. Þá er ekki verið að ræða um risaframkvæmdir eins og nýjan Landsspítala á rándýru uppseldu svæði sem nú stendur í 200 milljörðum eða uppbygginguna við flugvöllinn í Keflavík. Brú yfir Skjálfandafljót á þessum áratug Nú hefur það gerst að brúinni yfir Skjálfandafljót við Ófeigsstaði í Kinn hefur verið loka fyrir vöru- og fólksflutningabifreiðum með því að færa þungatakmarkanir úr 10 tonna öxulþunga niður í 3.5 tonna heildarþyngd ökutækis sem er svipað og ca 1 amerískur pallbíll. Þessi tæplega 100 ára brú á þjóðvegi 85 milli Akureyrar og Húsavíkur er því svo gott sem úr leik. Unnið er að undirbúningi nýrrar brúar en lokunin gildir þar til hún kemst í gagnið. Áformað er að hefja framkvæmdir við nýja brú yfir fljótið árið 2026, undirbúningur fyrir það verk er í gangi sem kalla má hæga gang og hefur verið til fjölda ára. Miðað við þessi áform yrði brúin tekin í notkun í fyrsta lagi á árinu 2028 en gangur málsins til þessa gefur þó ekki tilefni til bjartsýni. Það þarf ekki að hafa mörg orð um óþægindin af þessu fyrir íbúa landsfjórðungsins en þarna yfir er helsta leiðin milli Akureyrar og Húsavíkur og á sjöunda hundrað bíla fara þar um á sólarhring. Þó vissulega sé önnur fær leið fyrir þyngri umferð milli þessara staða eftir þjóðvegi 1 við Fosshól (Goðafoss) er einnig um að ræða þar einbreiða brú og aðkoma að henni mjög erfið fyrir þungaflutninga ekki síst á vetrum auk þess sem um heiðarveg er að fara og mjög mikla umferð á ferðamannatíma. Kostnaður við svo mikilvæga framkvæmd er bara brot af því sem sum gæluverkefnin á höfuðborgarsvæðinu kosta. En skiptir öllu máli fyrir okkur íbúa á Norðausturlandi ef tryggja á jöfn tækifæri íbúa í landinu. Byggðastefnan föst á höfuðborgarsvæðinu Á sama tíma og ríkisstjórn hinnar breiðu skýrskotunar VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur safnað slíkum skuldum að jafnvel þó næstu ríkisstjórnir mundu skila 50milljarða afgangi af fjármálaáætlun hvers árs þyrfti 30 ár til að greiða þær niður. Já lesandi góður 30 ár með 50 milljarða afgangi Og hvað gerir innviðaráðherra þá? Jú hann hendir í kynningu á samgönguáætlun tveim dögum eftir þingslit til 15 ára uppá áætlaða 1 þúsund milljarða. Sú áætlun er raunar í besta falli ágiskun enda mörg þeirra verkefna sem þar eru nefnd órannsökuð með öllu. Og þó eru margar mjög brýnar fræmkvæmdir á austurlandi bara í fjarlægri framtíð s.s. brú yfir Sléttuá í Reyðarfirð og brú yfir Dalsá í Fáskrúðsfirði svo eitthvað sé nefnt. Þegar þessi halli á rekstri ríkissjóðs er skoðaður í samhengi við fantasíur innviðaráðherra og gæluverkefni ríkisstjórnarinnar á höfuðborgarsvæðinu er ekki nema von að spurt sé. Hafa fjármálaráðherra og innviða ráðherra ekkert talað saman nýlega? Og allt er þetta sett fram á sama tíma og ríkið heldur áfram að þenjast út og kostnaðar aukning almennings vegna hælisleitenda er eins og lóðrétt línurit. Landsbyggðin er langþreytt á innantómum langtímaloforðum og fantasíuskrifuðum með kosningabaráttuna eina í huga. Þessi samgöngu fantasía innviðaráðherra minnir óneitanlega á loforð Framsóknarflokksins á sýnum tíma um fíkniefna laust Ísland árið 2000. Þegar svo hátt er skotið yfir markið er tilgangurinn augljós. Ryk í augu kjósenda. Byggðastefnan kemur kýrskýr fyrir í áðurnefndum gæluverkefnum á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun