Útburði fjölskyldunnar frestað þar til í ágúst Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. júní 2023 10:13 Jakubs Polkowski á heimili sínu í Keflavík. Til stóð að hann ásamt fjölskyldu sinni yrðu borin út á morgun en því hefur nú verið frestað um rúman mánuð. Stöð 2 Útburði pólskrar fjölskyldu sem missti heimili sitt á nauðungaruppboði hefur verið frestað um rúman mánuð. Til stóð að útburðurinn færi fram í fyrramálið en frestunin er í samráði við nýjan eiganda. Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir þetta mjög jákvætt þar sem tími gefist nú til að finna mögulegar lausnir á málinu. „Ég var að fá þetta í hendurnar fyrir tveimur mínútum síðan en þessi póstur var sendur til okkar í gærkvöldi. Ég get það staðfest að það sé búið að fresta útburði til fyrstu vikunnar í ágúst,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Mál hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði hefur verið mikið í umræðunni síðasta sólarhringinn. Ákvörðun tekin í samráði við nýjan eiganda hússins Hús Jakobs, sem er öryrki og fatlaður eftir læknamistök, var selt á nauðungaruppboði fyrir aðeins brot af markaðsvirði, eða á þrjár milljónir eftir að engin gjöld eða tryggingar höfðu verið greidd og skuldir safnast upp. Útgerðarmaður úr Sandgerði keypti húsið á þrjár milljónir og í gær var greint frá því að hann hyggðist ekki hætta við kaupin, þrátt fyrir umræðuna. „Bara gleði“ Friðjón segir að ákvörðunin um frestun útburðarins hafi verið tekin í samráði við nýjan eiganda hússins, útgerðarmanninn. Þetta séu mjög jákvæðar fréttir. „Við vorum búin að finna húsnæði en það er bara sett á hold þar til það er búið að vinna meira úr þessu máli varðandi fjölskylduna. Nú vinnst betri tími til að vinna í málinu. Nú hafa þau heilan mánuð í viðbót og kannski gerast góðir hlutir á þeim tíma.“ Friðjón segir að búið sé að tilkynna fjölskyldunni tíðindin. Hvernig voru þeirra viðbrögð? „Bara gleði, bara gleði.“ Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Húsnæðismál Reykjanesbær Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Ofbýður umræðan um bróður sinn: „Mynduð þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Bróðir hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði segir erfitt að fylgjast með umræðunni um bróður sinn sem hafi ungur þurft að þola mikla erfiðleika í kjölfar læknamistaka. 28. júní 2023 22:10 „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fleiri fréttir Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Sjá meira
„Ég var að fá þetta í hendurnar fyrir tveimur mínútum síðan en þessi póstur var sendur til okkar í gærkvöldi. Ég get það staðfest að það sé búið að fresta útburði til fyrstu vikunnar í ágúst,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Mál hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði hefur verið mikið í umræðunni síðasta sólarhringinn. Ákvörðun tekin í samráði við nýjan eiganda hússins Hús Jakobs, sem er öryrki og fatlaður eftir læknamistök, var selt á nauðungaruppboði fyrir aðeins brot af markaðsvirði, eða á þrjár milljónir eftir að engin gjöld eða tryggingar höfðu verið greidd og skuldir safnast upp. Útgerðarmaður úr Sandgerði keypti húsið á þrjár milljónir og í gær var greint frá því að hann hyggðist ekki hætta við kaupin, þrátt fyrir umræðuna. „Bara gleði“ Friðjón segir að ákvörðunin um frestun útburðarins hafi verið tekin í samráði við nýjan eiganda hússins, útgerðarmanninn. Þetta séu mjög jákvæðar fréttir. „Við vorum búin að finna húsnæði en það er bara sett á hold þar til það er búið að vinna meira úr þessu máli varðandi fjölskylduna. Nú vinnst betri tími til að vinna í málinu. Nú hafa þau heilan mánuð í viðbót og kannski gerast góðir hlutir á þeim tíma.“ Friðjón segir að búið sé að tilkynna fjölskyldunni tíðindin. Hvernig voru þeirra viðbrögð? „Bara gleði, bara gleði.“
Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Húsnæðismál Reykjanesbær Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Ofbýður umræðan um bróður sinn: „Mynduð þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Bróðir hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði segir erfitt að fylgjast með umræðunni um bróður sinn sem hafi ungur þurft að þola mikla erfiðleika í kjölfar læknamistaka. 28. júní 2023 22:10 „Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05 Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fleiri fréttir Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Sjá meira
Ofbýður umræðan um bróður sinn: „Mynduð þið gefa lífið ykkar fyrir eitt hús?“ Bróðir hins 23 ára gamla Jakubs Polkowski sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á nauðungaruppboði segir erfitt að fylgjast með umræðunni um bróður sinn sem hafi ungur þurft að þola mikla erfiðleika í kjölfar læknamistaka. 28. júní 2023 22:10
„Mér er bara svo misboðið“ Þingmenn og fleiri eru afar ósátt með að bera eigi ungan öryrkja í Keflavík úr einbýlishúsi sínu næstkomandi föstudag vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er harðlega gagnrýndur fyrir sinn hlut í málinu. 28. júní 2023 10:05
Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03