Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2023 10:23 Niðurstaða áfrýjunardómstólsins er áfall fyrir Suellu Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, og bresku ríkisstjórnina. AP Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. Hælisleitendur og samtök sem styðja þá áfrýjuðu dómi lægra dómstigs um að Rúanda teldist öruggt ríki. Tveir dómarar af þremur við áfrýjunardómstólinn sneru úrskurðinum við og vísuðu til galla á hælisleitendakerfinu í Rúanda sem þýddi að veruleg hætta væri á því að hælisleitendum væri snúið aftur til landsins sem þeir flúðu upphaflega. Á meðan ekki er bætt úr þeim göllum megi bresk stjórnvöld ekki senda hælisleitendur þangað. Dómararnir tóku fram að þeir létu ekki í ljós neina efnislega skoðun á þeirri stefnu að senda hælisleitendur til þriðja ríkis. Það væri algerlega á hendi ríkisstjórnar landsins, ekki dómstóla. Bresk stjórnvöld greindu frá því í fyrra að þau hefðu náð samkomulagi við ríkisstjórn Rúanda um að senda hælisleitendur þangað og greiða milljónir punda fyrir. Sú stefna á meðal annars að koma í veg fyrir að flóttafólk freistist til þess að reyna að sigla yfir Ermarsund til Bretlands. Enn hefur þó ekkert orðið af því að hælisleitendur séu sendir til Rúanda, að sögn Politico. Dómstóll hafnaði því að stöðva áætlun stjórnvalda í fyrra. Suella Bravermen, innanríkisráðherra Bretlands, er sögð ætla að ávarpa breska þingið og lýsa næstu skrefum eftir niðurstöðu áfrýjunardómstólsins á eftir. Talsmaður rúandskara stjórnvalda mótmælti því að landið teldist ekki öruggt fyrir hælisleitendur og flóttafólk. Þvert á móti væri Rúanda eitt öruggasta ríki í heimi og flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefði viðurkennt að meðferð þess á flóttafólki væri til fyrirmyndar. Danir hafa einnig gert samkomulag við Rúanda um flutning hælisleitenda þangað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur lýst áhuga á að fara að fordæmi þeirra. Bretland Flóttamenn Rúanda Tengdar fréttir Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Hælisleitendur og samtök sem styðja þá áfrýjuðu dómi lægra dómstigs um að Rúanda teldist öruggt ríki. Tveir dómarar af þremur við áfrýjunardómstólinn sneru úrskurðinum við og vísuðu til galla á hælisleitendakerfinu í Rúanda sem þýddi að veruleg hætta væri á því að hælisleitendum væri snúið aftur til landsins sem þeir flúðu upphaflega. Á meðan ekki er bætt úr þeim göllum megi bresk stjórnvöld ekki senda hælisleitendur þangað. Dómararnir tóku fram að þeir létu ekki í ljós neina efnislega skoðun á þeirri stefnu að senda hælisleitendur til þriðja ríkis. Það væri algerlega á hendi ríkisstjórnar landsins, ekki dómstóla. Bresk stjórnvöld greindu frá því í fyrra að þau hefðu náð samkomulagi við ríkisstjórn Rúanda um að senda hælisleitendur þangað og greiða milljónir punda fyrir. Sú stefna á meðal annars að koma í veg fyrir að flóttafólk freistist til þess að reyna að sigla yfir Ermarsund til Bretlands. Enn hefur þó ekkert orðið af því að hælisleitendur séu sendir til Rúanda, að sögn Politico. Dómstóll hafnaði því að stöðva áætlun stjórnvalda í fyrra. Suella Bravermen, innanríkisráðherra Bretlands, er sögð ætla að ávarpa breska þingið og lýsa næstu skrefum eftir niðurstöðu áfrýjunardómstólsins á eftir. Talsmaður rúandskara stjórnvalda mótmælti því að landið teldist ekki öruggt fyrir hælisleitendur og flóttafólk. Þvert á móti væri Rúanda eitt öruggasta ríki í heimi og flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefði viðurkennt að meðferð þess á flóttafólki væri til fyrirmyndar. Danir hafa einnig gert samkomulag við Rúanda um flutning hælisleitenda þangað. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur lýst áhuga á að fara að fordæmi þeirra.
Bretland Flóttamenn Rúanda Tengdar fréttir Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43