Orkumótið hófst með hvelli þegar tjöld fuku og stangir brotnuðu Eiður Þór Árnason skrifar 29. júní 2023 11:23 Gera má ráð fyrir að mikið líf og fjör verði á Orkumóti ÍBV næstu daga líkt og sást vel í fyrra. STÖÐ 2 SPORT Mikið rok lék skipuleggjendur og þátttakendur Orkumóts ÍBV í Vestmannaeyjum grátt í gær þegar tjöld tókust á loft og tjaldstangir brotnuðu á tjaldstæðinu í Herjólfsdal. Eyjamenn ruku til að veita gestum aðstoð og var einhverjum komið í skjól en vel gekk að bjarga öllu, að sögn mótsstjóra. Hið árlega Orkumót hófst formlega í dag og stendur út laugardag en þar keppa strákar í 6. flokki karla í knattspyrnu. Heildarfjöldi keppenda, þjálfara og fararstjóra nemur um 1.200 þetta árið og fylgir þeim hið minnsta álíka fjöldi foreldra. „Þetta er bara íslenskt sumar í hnotskurn. Þetta er bara það sem við búum við,“ segir Sigríður Inga Kristmannsdóttir, mótstjóri Orkumótsins. Nokkuð hafi verið um hvelli í Herjólfsdal seinni partinn í gær en fljótlega byrjað að lægja. „Það er bara eins og veðrið er í Vestmannaeyjum. Það kemur logn og svo kemur bara sprenging, það gengur svona í bylgjum. Ég held að fólk átti sig ekki alveg á því og fólk sem þekkir ekki svona veður eins og við búum við.“ Öllu vön í Vestmannaeyjum Sigríður segir að Eyjamenn séu öllu vanir þegar veðurguðirnir séu annars vegar. „Þetta er eiginlega bara svona klassískt vetrarveður í lok júní,“ bætir hún við og hlær. Hún á von á skemmtilegu og fjörugu móti um helgina eftir þessa kröftugu byrjun. „Það er bara komið fullt af peyjum hérna til að eiga góða daga, spila fótbolta, hafa gaman og skemmta sér. Ég á ekki von á öðru en það takist vel.“ Sigríður bindur nú vonir við að rokið sé afstaðið og veðrið muni leika við þátttakendur fram á sunnudag. Mótið rúllar vel af stað og hófust leikir á öllum völlum nú í morgun. „Það er pínu blautt en það er ekki eins og það sé alltaf sól og blíða í Vestmannaeyjum. Það er fínt að byrja þetta svona og svo endum við í blíðu á laugardaginn. Það er alltaf betra að enda í blíðu heldur en rigningu og roki,“ segir Sigríður hress en þegar Vísir náði af henni tali voru þátttakendur önnum kafnir við að gæða sér á sérstakri afmælisköku í tilefni þess að fótboltamótið fer nú fram í fertugasta sinn. Vestmannaeyjar Fótbolti Veður Tjaldsvæði Sumarmótin Íþróttir barna Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Hið árlega Orkumót hófst formlega í dag og stendur út laugardag en þar keppa strákar í 6. flokki karla í knattspyrnu. Heildarfjöldi keppenda, þjálfara og fararstjóra nemur um 1.200 þetta árið og fylgir þeim hið minnsta álíka fjöldi foreldra. „Þetta er bara íslenskt sumar í hnotskurn. Þetta er bara það sem við búum við,“ segir Sigríður Inga Kristmannsdóttir, mótstjóri Orkumótsins. Nokkuð hafi verið um hvelli í Herjólfsdal seinni partinn í gær en fljótlega byrjað að lægja. „Það er bara eins og veðrið er í Vestmannaeyjum. Það kemur logn og svo kemur bara sprenging, það gengur svona í bylgjum. Ég held að fólk átti sig ekki alveg á því og fólk sem þekkir ekki svona veður eins og við búum við.“ Öllu vön í Vestmannaeyjum Sigríður segir að Eyjamenn séu öllu vanir þegar veðurguðirnir séu annars vegar. „Þetta er eiginlega bara svona klassískt vetrarveður í lok júní,“ bætir hún við og hlær. Hún á von á skemmtilegu og fjörugu móti um helgina eftir þessa kröftugu byrjun. „Það er bara komið fullt af peyjum hérna til að eiga góða daga, spila fótbolta, hafa gaman og skemmta sér. Ég á ekki von á öðru en það takist vel.“ Sigríður bindur nú vonir við að rokið sé afstaðið og veðrið muni leika við þátttakendur fram á sunnudag. Mótið rúllar vel af stað og hófust leikir á öllum völlum nú í morgun. „Það er pínu blautt en það er ekki eins og það sé alltaf sól og blíða í Vestmannaeyjum. Það er fínt að byrja þetta svona og svo endum við í blíðu á laugardaginn. Það er alltaf betra að enda í blíðu heldur en rigningu og roki,“ segir Sigríður hress en þegar Vísir náði af henni tali voru þátttakendur önnum kafnir við að gæða sér á sérstakri afmælisköku í tilefni þess að fótboltamótið fer nú fram í fertugasta sinn.
Vestmannaeyjar Fótbolti Veður Tjaldsvæði Sumarmótin Íþróttir barna Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda