Fótbolti

„Ég missti af útskriftinni minni en ég er líka að fara á HM“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alyssa Thompson er ein af yngstu leikmönnum á HM.
Alyssa Thompson er ein af yngstu leikmönnum á HM. Getty/Brad Smith

Alyssa Thompson er bara átján ára gömul en hún er engu að síður ein af þeim sem fá tækifæri til að verja heimsmeistaratitilinn með bandaríska landsliðinu.

Framundan er HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi þar sem margir bíða spenntir eftir því hvað bandaríska liðið gerir. Samkeppnin er alltaf að aukast og það eru margar þjóðir sem ógna þeim í baráttunni um heimsmeistaratitlinn í ár.

Alyssa var valin í bandaríska HM-hópinn en hún þurfti að fórna ýmsu fyrir að geta verið þar.

„Ég missti af útskriftinni minni en ég er líka að fara á HM svo að það bæði tekið og gefið í þessu,“ sagði Alyssa Thompson eftir að hafa fengið góðu fréttirnar.

Alyssa var að útskrifast úr gangfræðiskóla en fór strax í atvinnumennsku í stað þess að fara í háskóla.

Hún er framherji sem er á sínu fyrsta tímabili í bandarísku úrvalsdeildinni.

Mörgum kom það á óvart að henni hafi tekist að vinna sér sæti í liðinu en bæði góð frammistaða hennar á sínu fyrsta tímabili í NWSL sem og meiðsli Mallory Swanson skiluðu henni HM-sætinu.

Thompson lék sinn fyrsta landsleik í október og þeytti því frumraun sína þar áður en hún spilði í NWSL deildinni.

Hún hefur skorað þrjú mörk og gefið eina stoðsendingu í fyrstu tólf leikjum sínum og var valin besti nýliðinni í mars/apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×