Finnskur ráðherra segir af sér vegna tengsla við hægriöfgamenn Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2023 11:23 Frá finnska þinginu þar sem Junnila stóð af sér vantrauststillögu í gær. Hann sagði af sér í dag. Vísir/EPA Vilhelm Junnila, efnahagsráðherra Finnlands, tilkynnti að hann ætlaði að segja af sér í dag í kjölfar uppljóstrana um tengsl hans við hægriöfgamenn og grín um nasisma. Junnila entist aðeins í ráðherrastóli í um viku. „Brandarinn“ sem kom Junnila í klandur snerist um frambjóðendanúmer hans fyrir kosningar. Í Finnlandi skrifa kjósendur númer frambjóðanda á kjörseðilinn. Hann var rifjaður upp eftir að Junnila var gerður að efnahagsráðherra í nýrri samsteypustjórn hægriflokka í Finnlandi sem tók við völdum í síðustu viku. „Fyrst af öllu, til hamingju með þetta frábæra frambjóðendanúmer. Ég veit að þetta er vinningsmiðinn. Augljóslega vísar þetta „88“ í tvo stafi H sem við skulum ekki segja meira um,“ sagði Junnila á framboðsfundi í maí, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Talan áttatíu og átta er eitt algengasta tákn nýnasista og hvítra þjóðernissinna. Hún stendur fyrir „Heil Hitler“, hyllingu nasista á leiðtoga sínum, þar sem „H“ er áttundi bókstafurinn í ensku starfrófi. Junnila hélt einnig ræðu á samkomu hægriöfgamanna til að minnasta fórnarlamba árásar marokkósks hælisleitanda árið 2019. Junnila resigns after week-long row over far-right links https://t.co/4CuyOPAcL0— Yle News (@ylenews) June 30, 2023 Hvatti til þungunarrofs í Afríku en hafnaði því heima Junnila, sem kemur úr hægrijaðarflokknum Sönnum Finnum, baðst afsökunar á flíminu með nasisma og sagðist fordæma helförina og gyðingahatur. Hann stóð af sér vantrauststillögu á finnska þinginu vegna málsins í gær. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir að ætla að bola Junnila úr embætti fyrir óviðeigandi húmor. Petteri Orpi, forsætisráðherra, sagði hafa gefið ráðherranum alvarlega viðvörun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrátt fyrir það sá ráðherrann sæng sína upp reidda í dag. „Þrátt fyrir traust flokksins og þingflokksins sé ég stöðuna svona: svo að ríkisstjórnin geti haldið áfram og fyrir orðspor Finnlands held ég að mér sé ómögulegt að halda áfram sem ráðherra með fullnægjandi hætti,“ sagði í yfirlýsingu frá Junnila. Sjö þingmenn Sænska þjóðarflokksins, eins stjórnarflokkanna, greiddu atkvæði með vantrauststillögunni. Junnila stóð vantraustið aðeins af sér þar sem tólf stjórnarandstöðuþingmenn voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna, að sögn YLE. Junnila þurfti einnig að réttlæta fyrirspurn sína á þingi árið 2019 þar sem hann hvatti ríkisstjórnina til þess að hvetja til þungunarrofs í Afríkuríkjum til þess að draga úr mannfjölgun og berjast gegn loftslagsbreytingum. Hann greiddi þó atkvæði gegn rýmri lögum um þungunarrof í Finnlandi. Finnland Tengdar fréttir Hörð hægristjórn tekur við völdum í Finnlandi Finnska þingið lagði blessun sína yfir nýja fjögurra flokka samsteypustjórn hægriflokka undir forsæti Petteris Orpo í dag. Leiðtogi hægrijaðarflokksins Sannra Finna verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar sem boðar skarpa hægri beygju í útlendingamálum. 20. júní 2023 12:03 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
„Brandarinn“ sem kom Junnila í klandur snerist um frambjóðendanúmer hans fyrir kosningar. Í Finnlandi skrifa kjósendur númer frambjóðanda á kjörseðilinn. Hann var rifjaður upp eftir að Junnila var gerður að efnahagsráðherra í nýrri samsteypustjórn hægriflokka í Finnlandi sem tók við völdum í síðustu viku. „Fyrst af öllu, til hamingju með þetta frábæra frambjóðendanúmer. Ég veit að þetta er vinningsmiðinn. Augljóslega vísar þetta „88“ í tvo stafi H sem við skulum ekki segja meira um,“ sagði Junnila á framboðsfundi í maí, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Talan áttatíu og átta er eitt algengasta tákn nýnasista og hvítra þjóðernissinna. Hún stendur fyrir „Heil Hitler“, hyllingu nasista á leiðtoga sínum, þar sem „H“ er áttundi bókstafurinn í ensku starfrófi. Junnila hélt einnig ræðu á samkomu hægriöfgamanna til að minnasta fórnarlamba árásar marokkósks hælisleitanda árið 2019. Junnila resigns after week-long row over far-right links https://t.co/4CuyOPAcL0— Yle News (@ylenews) June 30, 2023 Hvatti til þungunarrofs í Afríku en hafnaði því heima Junnila, sem kemur úr hægrijaðarflokknum Sönnum Finnum, baðst afsökunar á flíminu með nasisma og sagðist fordæma helförina og gyðingahatur. Hann stóð af sér vantrauststillögu á finnska þinginu vegna málsins í gær. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir að ætla að bola Junnila úr embætti fyrir óviðeigandi húmor. Petteri Orpi, forsætisráðherra, sagði hafa gefið ráðherranum alvarlega viðvörun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrátt fyrir það sá ráðherrann sæng sína upp reidda í dag. „Þrátt fyrir traust flokksins og þingflokksins sé ég stöðuna svona: svo að ríkisstjórnin geti haldið áfram og fyrir orðspor Finnlands held ég að mér sé ómögulegt að halda áfram sem ráðherra með fullnægjandi hætti,“ sagði í yfirlýsingu frá Junnila. Sjö þingmenn Sænska þjóðarflokksins, eins stjórnarflokkanna, greiddu atkvæði með vantrauststillögunni. Junnila stóð vantraustið aðeins af sér þar sem tólf stjórnarandstöðuþingmenn voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna, að sögn YLE. Junnila þurfti einnig að réttlæta fyrirspurn sína á þingi árið 2019 þar sem hann hvatti ríkisstjórnina til þess að hvetja til þungunarrofs í Afríkuríkjum til þess að draga úr mannfjölgun og berjast gegn loftslagsbreytingum. Hann greiddi þó atkvæði gegn rýmri lögum um þungunarrof í Finnlandi.
Finnland Tengdar fréttir Hörð hægristjórn tekur við völdum í Finnlandi Finnska þingið lagði blessun sína yfir nýja fjögurra flokka samsteypustjórn hægriflokka undir forsæti Petteris Orpo í dag. Leiðtogi hægrijaðarflokksins Sannra Finna verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar sem boðar skarpa hægri beygju í útlendingamálum. 20. júní 2023 12:03 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Hörð hægristjórn tekur við völdum í Finnlandi Finnska þingið lagði blessun sína yfir nýja fjögurra flokka samsteypustjórn hægriflokka undir forsæti Petteris Orpo í dag. Leiðtogi hægrijaðarflokksins Sannra Finna verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar sem boðar skarpa hægri beygju í útlendingamálum. 20. júní 2023 12:03
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila