Til hvers að nenna í rekstur? Stefanía K. Ásbjörnsdóttir skrifar 30. júní 2023 13:01 Flest kjósum við að ganga í hóp launafólks á lífsleiðinni, fæst kjósum við að hefja eigin rekstur og stofna fyrirtæki, þrátt fyrir að því fylgi fjölmargir kostir. Með öðrum orðum þá veljum við flest öryggi fram yfir áhættu. Það gætum við hins vegar ekki ef ekki væri fyrir þau fáu sem ákveða að demba sér í fyrirtækjarekstur. Að sama skapi er ómögulegt að reka fyrirtæki ef enginn hefur áhuga á að starfa þar. Hvers vegna kjósa ekki fleiri rekstur fram yfir örugga launatékka? Þó fólk sé eins misjafnt og það er margt þá er munurinn á fyrirtækjaeigendum og launafólki ekki mikill – allir vilja hafa í sig og á. Í tilfelli launafólks er iðulega samið um kaup og kjör sem greidd eru út við hver mánaðamót, hvort sem fyrirtækinu gengur vel eða illa, afkoma launafólks er þannig ekki háð afkomu fyrirtækisins nema að litlu leyti. Afkoma þess sem á og rekur fyrirtæki veltur aftur á móti fyllilega á afkomu þess. Reksturinn þarf að ganga vel, eða hafa gengið vel, svo hægt sé að greiða út arð til eigenda. Þetta er áhættan sem fyrirtækjaeigendur taka en launafólk ekki, og enn er ekki öll sagan sögð, að auki kostar að koma fyrirtæki á laggirnar. Einhver er iðulega startkostnaðurinn, peningur sem bundinn er í rekstri fyrirtækisins er peningur sem eigendur þess geta ekki nýtt til annarra verka. Eðli máls samkvæmt myndu fáir sætta sig við að leggja háa fjárhæð inn á bundna, lokaða, bankabók og fá af því enga vexti. Að sama skapi vænta eigendur fyrirtækja þess að sá peningur sem þeir binda í fyrirtækjum sínum ávaxtist. Til þess að svo sé þarf reksturinn að ganga vel og skila hagnaði. Þegar syrtir í álinn og efnahagsaðstæður versna reynir á í rekstri fyrirtækja, ekki síður en rekstri heimila. Meginhlutverk þeirra sem stýra fyrirtækjum er að standa vörð um reksturinn - starfsfólki og eigendum til hagsbóta – og reyna hvað þeir geta að halda honum réttu megin við núllið, annars er hættan auðvitað sú að fyrirtækið þurfi að leggja upp laupana. Á því græðir enginn. Kostnaðarhækkunum, eins og þeim sem dunið hafa á samfélaginu síðustu misseri, þurfa fyrirtæki því að mæta með hagræðingu, til dæmis með því að segja upp fólki, eða verðhækkunum. Hagræðingin hefur þó sín náttúrulegu takmörk. Þegar fyrirtæki sjá ekki lengur tækifæri til hagræðingar kemur að því að þau neyðast til að velta kostnaðarhækkunum, að minnsta kosti að hluta, út í verðlagið. Hagnaðurinn getur ekki tekið höggið endalaust. Halda þarf rekstrinum réttu megin við núllið. Undanfarið hefur farið mikið fyrir þeim sem vilja kenna fyrirtækjum alfarið um þá verðbólgu sem geisað hefur hér á landi um nokkurt skeið. Fyrirtæki hafi aukið hagnað sinn með því að hækka verð umfram kostnað og samhliða valdið samfélaginu gífurlegu tjóni í formi aukinnar verðbólgu. Eðli máls samkvæmt felur verðbólga það í sér að verð hafi hækkað en slíkt gerist ekki nema fyrirtæki hafi tekið ákvörðun um að hækka hafi þurft verð. Það er hins vegar ekki svo að fyrirtæki geti hækkað verð eins og þeim lystir, án afleiðinga, það er að segja, án þess að eftirspurn eftir vörum þeirra og þjónustu dragist saman. Fá, ef einhver, fyrirtæki búa svo vel. Illa ígrundaðar verðhækkanir geta leitt til þess að tekjur fyrirtækis dragast saman og hagnaðurinn samhliða, til dæmis vegna þess að neytendur leita í aðrar sambærilegar vörur. Gengur það þvert á meginmarkmið rekstrar. Fyrirtæki hækka því ekki verð að gamni sínu. Það er því ekki úr vegi að velta fyrir sér hvers vegna fyrirtæki hafa fundið sig knúin til að hækka verð að þessu sinni. Líkt og alþjóð veit truflaði heimsfaraldur bæði framleiðslu og flutninga víðsvegar um heiminn sem olli vöntun og verðhækkunum á ýmsum vörum. Stríðið í Úkraínu bætti síðan gráu ofan á svart. Eyðsluþorsti heimila og hins opinbera í kjölfar heimsfaraldurs og erfiðleikar fyrirtækja við að mæta þeirri auknu eftirspurn með auknu framboði hafa einnig gefið tilefni til verðhækkana. Þá eru ónefndar kostnaðarhækkanir sem íslensk fyrirtæki hafa borið í formi launahækkana undanfarin ár. Það má vera ljóst að gífurleg einföldun felst í þeirri staðhæfingu að fyrirtæki geti ein og óstudd borið ábyrgð á verðbólgu. Hér er engin þörf á að velta fyrir sér hvort hafi komið á undan, eggið eða hænan. Höfundur er hagfræðingur á efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Efnahagsmál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Flest kjósum við að ganga í hóp launafólks á lífsleiðinni, fæst kjósum við að hefja eigin rekstur og stofna fyrirtæki, þrátt fyrir að því fylgi fjölmargir kostir. Með öðrum orðum þá veljum við flest öryggi fram yfir áhættu. Það gætum við hins vegar ekki ef ekki væri fyrir þau fáu sem ákveða að demba sér í fyrirtækjarekstur. Að sama skapi er ómögulegt að reka fyrirtæki ef enginn hefur áhuga á að starfa þar. Hvers vegna kjósa ekki fleiri rekstur fram yfir örugga launatékka? Þó fólk sé eins misjafnt og það er margt þá er munurinn á fyrirtækjaeigendum og launafólki ekki mikill – allir vilja hafa í sig og á. Í tilfelli launafólks er iðulega samið um kaup og kjör sem greidd eru út við hver mánaðamót, hvort sem fyrirtækinu gengur vel eða illa, afkoma launafólks er þannig ekki háð afkomu fyrirtækisins nema að litlu leyti. Afkoma þess sem á og rekur fyrirtæki veltur aftur á móti fyllilega á afkomu þess. Reksturinn þarf að ganga vel, eða hafa gengið vel, svo hægt sé að greiða út arð til eigenda. Þetta er áhættan sem fyrirtækjaeigendur taka en launafólk ekki, og enn er ekki öll sagan sögð, að auki kostar að koma fyrirtæki á laggirnar. Einhver er iðulega startkostnaðurinn, peningur sem bundinn er í rekstri fyrirtækisins er peningur sem eigendur þess geta ekki nýtt til annarra verka. Eðli máls samkvæmt myndu fáir sætta sig við að leggja háa fjárhæð inn á bundna, lokaða, bankabók og fá af því enga vexti. Að sama skapi vænta eigendur fyrirtækja þess að sá peningur sem þeir binda í fyrirtækjum sínum ávaxtist. Til þess að svo sé þarf reksturinn að ganga vel og skila hagnaði. Þegar syrtir í álinn og efnahagsaðstæður versna reynir á í rekstri fyrirtækja, ekki síður en rekstri heimila. Meginhlutverk þeirra sem stýra fyrirtækjum er að standa vörð um reksturinn - starfsfólki og eigendum til hagsbóta – og reyna hvað þeir geta að halda honum réttu megin við núllið, annars er hættan auðvitað sú að fyrirtækið þurfi að leggja upp laupana. Á því græðir enginn. Kostnaðarhækkunum, eins og þeim sem dunið hafa á samfélaginu síðustu misseri, þurfa fyrirtæki því að mæta með hagræðingu, til dæmis með því að segja upp fólki, eða verðhækkunum. Hagræðingin hefur þó sín náttúrulegu takmörk. Þegar fyrirtæki sjá ekki lengur tækifæri til hagræðingar kemur að því að þau neyðast til að velta kostnaðarhækkunum, að minnsta kosti að hluta, út í verðlagið. Hagnaðurinn getur ekki tekið höggið endalaust. Halda þarf rekstrinum réttu megin við núllið. Undanfarið hefur farið mikið fyrir þeim sem vilja kenna fyrirtækjum alfarið um þá verðbólgu sem geisað hefur hér á landi um nokkurt skeið. Fyrirtæki hafi aukið hagnað sinn með því að hækka verð umfram kostnað og samhliða valdið samfélaginu gífurlegu tjóni í formi aukinnar verðbólgu. Eðli máls samkvæmt felur verðbólga það í sér að verð hafi hækkað en slíkt gerist ekki nema fyrirtæki hafi tekið ákvörðun um að hækka hafi þurft verð. Það er hins vegar ekki svo að fyrirtæki geti hækkað verð eins og þeim lystir, án afleiðinga, það er að segja, án þess að eftirspurn eftir vörum þeirra og þjónustu dragist saman. Fá, ef einhver, fyrirtæki búa svo vel. Illa ígrundaðar verðhækkanir geta leitt til þess að tekjur fyrirtækis dragast saman og hagnaðurinn samhliða, til dæmis vegna þess að neytendur leita í aðrar sambærilegar vörur. Gengur það þvert á meginmarkmið rekstrar. Fyrirtæki hækka því ekki verð að gamni sínu. Það er því ekki úr vegi að velta fyrir sér hvers vegna fyrirtæki hafa fundið sig knúin til að hækka verð að þessu sinni. Líkt og alþjóð veit truflaði heimsfaraldur bæði framleiðslu og flutninga víðsvegar um heiminn sem olli vöntun og verðhækkunum á ýmsum vörum. Stríðið í Úkraínu bætti síðan gráu ofan á svart. Eyðsluþorsti heimila og hins opinbera í kjölfar heimsfaraldurs og erfiðleikar fyrirtækja við að mæta þeirri auknu eftirspurn með auknu framboði hafa einnig gefið tilefni til verðhækkana. Þá eru ónefndar kostnaðarhækkanir sem íslensk fyrirtæki hafa borið í formi launahækkana undanfarin ár. Það má vera ljóst að gífurleg einföldun felst í þeirri staðhæfingu að fyrirtæki geti ein og óstudd borið ábyrgð á verðbólgu. Hér er engin þörf á að velta fyrir sér hvort hafi komið á undan, eggið eða hænan. Höfundur er hagfræðingur á efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun