Útsmogin svikaskilaboð valdi ferlegu veseni Máni Snær Þorláksson skrifar 30. júní 2023 16:30 CERT-IS sá tilefni til þess að vara sérstaklega við útsmognum svikaskilaboðum sem fólki hefur borist að undanförnu. vísir Sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS segir netsvik vera orðin fágaðri, þau valdi ferlegu veseni. Ekki sé lengur hægt að verja sig á bakvið það hve flókin íslenskan er. Þá sé eins og svikahrapparnir skilji markaðinn betur. „Það sem við erum að sjá er að þetta er búið að vera að þróast undanfarnar vikur, mánuði og ár. Þetta er alltaf að verða fágaðra og þá sérstaklega íslenskan sem er notuð í þessu,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS, í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag vakti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu athygli á útsmognum svikaskilaboðum sem fólki hefur borist að undanförnu. Þau hafi færst í aukana á síðustu vikum. Fágaðri svik sem blekkja augað Guðmundur segir að áður hafi Íslendingar náð að verja sig á bakvið sjaldgæfa tungumálið en nú þurfi fólk að vera meira á varðbergi. Þá sé eins og netþrjótarnir skilji markaðinn betur, noti vörur eins og póstdreifingar til að höfða meira til fólks. „Þetta er bara að valda alveg ferlegu veseni út um allar trissur,“ segir hann. Vefsíðurnar sem svikahrapparnir gera séu orðnar keimlíkar þeim sem þeir eru að herma eftir, eins og innskráningar í banka og fleira. „Þeir eru alltaf að reyna að blekkja augað,“ segir Guðmundur, notast sé við slóðir sem eru keimlíkar þeim sem eru alvöru. Hann tekur sem dæmi að vefsíðan 1andsbankinn.is er ekki það sama og landsbankinn.is Glöggir lesendur sjá að í fyrri slóðinni er tölustafurinn 1 notaður í staðinn fyrir lítið L. „Það er bara dæmi frá því í fyrra að þeir keyptu sig ofar í Google niðurstöður. Þannig ef þú gúgglaðir Landsbankinn þá kom það fyrir ofan alvöru Landsbankann.“ Fólk sé vant því að ýta á efsta valmöguleikann og hugsa að það hljóti að vera rétt. „Svo birtist vefsíðan bara nákvæmlega eins, þeir voru meira að segja búnir að innleiða spjallvélmennið eins, þannig það leit út fyrir að virka.“ Heilbrigð tortryggni Fólk þarf því að hafa varann á þegar það fær skilaboð. „Við höfum talað um að fólk tileinki sér heilbrigða tortryggni,“ segir Guðmundur. Fólk eigi að spyrja sig hvort það eigi von á einhverju sem valdi því að þau eigi að fá skilaboð sem þessi. Þá sé betra að fara beint inn á vefsíður þessara fyrirtækja sem eiga að vera að afhenda póstinn, í stað þess að ýta á hlekkinn eða nota leitarvél til að finna vefsíðuna. „Þetta er það sem þarf að passa.“ Hér er hægt er að nálgast frekari upplýsingar um hvernig á að vara sig á netglæpum. Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Það sem við erum að sjá er að þetta er búið að vera að þróast undanfarnar vikur, mánuði og ár. Þetta er alltaf að verða fágaðra og þá sérstaklega íslenskan sem er notuð í þessu,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS, í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag vakti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu athygli á útsmognum svikaskilaboðum sem fólki hefur borist að undanförnu. Þau hafi færst í aukana á síðustu vikum. Fágaðri svik sem blekkja augað Guðmundur segir að áður hafi Íslendingar náð að verja sig á bakvið sjaldgæfa tungumálið en nú þurfi fólk að vera meira á varðbergi. Þá sé eins og netþrjótarnir skilji markaðinn betur, noti vörur eins og póstdreifingar til að höfða meira til fólks. „Þetta er bara að valda alveg ferlegu veseni út um allar trissur,“ segir hann. Vefsíðurnar sem svikahrapparnir gera séu orðnar keimlíkar þeim sem þeir eru að herma eftir, eins og innskráningar í banka og fleira. „Þeir eru alltaf að reyna að blekkja augað,“ segir Guðmundur, notast sé við slóðir sem eru keimlíkar þeim sem eru alvöru. Hann tekur sem dæmi að vefsíðan 1andsbankinn.is er ekki það sama og landsbankinn.is Glöggir lesendur sjá að í fyrri slóðinni er tölustafurinn 1 notaður í staðinn fyrir lítið L. „Það er bara dæmi frá því í fyrra að þeir keyptu sig ofar í Google niðurstöður. Þannig ef þú gúgglaðir Landsbankinn þá kom það fyrir ofan alvöru Landsbankann.“ Fólk sé vant því að ýta á efsta valmöguleikann og hugsa að það hljóti að vera rétt. „Svo birtist vefsíðan bara nákvæmlega eins, þeir voru meira að segja búnir að innleiða spjallvélmennið eins, þannig það leit út fyrir að virka.“ Heilbrigð tortryggni Fólk þarf því að hafa varann á þegar það fær skilaboð. „Við höfum talað um að fólk tileinki sér heilbrigða tortryggni,“ segir Guðmundur. Fólk eigi að spyrja sig hvort það eigi von á einhverju sem valdi því að þau eigi að fá skilaboð sem þessi. Þá sé betra að fara beint inn á vefsíður þessara fyrirtækja sem eiga að vera að afhenda póstinn, í stað þess að ýta á hlekkinn eða nota leitarvél til að finna vefsíðuna. „Þetta er það sem þarf að passa.“ Hér er hægt er að nálgast frekari upplýsingar um hvernig á að vara sig á netglæpum.
Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira