Ætlar að losa miðborgina við 38 þúsund tyggjóklessur Árni Sæberg og Helena Rós Sturludóttir skrifa 30. júní 2023 21:52 Eins og sést er ef nógu fyrir Guðjón að taka þegar kemur að tyggjóklessum í miðbænum. Vísir/Helena Rós Tyggjókarlinn svokallaði hefur störf sín á ný á morgun. Hann hyggst ná því stóra markmiði að gera miðborg Reykjavíkur tyggjóklessulausa í sumar. Hinn rúmlega sjötugi Guðjón Óskarsson, sem nú gengur undir nafninu Tyggjókarlinn, hefst handa við ærið verkefni á morgun. Hann ætlar að hreinsa ríflega 38 þúsund tyggjóklessur af götum miðbæjar Reykjavíkur. Helena Rós Sturludóttir fréttamaður hitti Guðjón í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Hvað kom til að þú hófst að sinna þessu? „Ég missti atvinnuna á sínum tíma, í kóvid, og fór að ganga um bæinn og mér hreinlega blöskraði ástandið á götum og gangstéttum borgarinnar. Svo ég fjárfesti í græjum og hóf að fjarlægja,“ segir Guðjón. Græjur Guðjóns gera það að hægum leik að fjarlægja tyggjóklessur.Vísir/Helena Rós Einstaklingar og fyrirtæki studdu verkefni Guðjón segir að fljótlega hafi einstaklingar og fyrirtæki hafið að styrkja verkefnið með fjárframlögum. Þá hafi hann boðið upp á hreinsun við fyrirtæki gegn stuðningi og loks hafi Reykjavíkurborg tekið þátt í verkefninu. Hann hefur unnið fjóra tíma á dag við að hreinsa gangstéttir borgarinnar undanfarið. Klessulaus 101 Reykjavík Á morgun hefst svo stórt verkefni sem ber heitið Klessulaus 101 Reykjavík. „Takmarkið er að fjarlægja allar tyggjóklessur úr 101 Reykjavík, þetta er eitthvað um 38 þúsund plús tyggjóklessur, 52,2 kílómetra vegalengd af gangstéttum og á að taka um þrjá mánuði. Ég að vísu geri það ekki einn, ég kem til með að ráða til mín aðstoðarfólk Forsetinn mætir og Valgeir tekur lagið Verkefninu verður formlega ýtt úr vör við veitingahúsið Rok á Skólavörðuholti klukkan 11:30. Gestirnir verða ekki af verri endanum en sjálfur Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mætir. Þá verður Valgeir Guðjónsson kynnir og hann mun taka lagið. Reykjavík Umhverfismál Sorphirða Tengdar fréttir 100.000 tyggjóklessur hreinsaðar af götum Reykjavíkurborgar Guðjón Óskarsson náði því markmiði í dag að hreinsa burt hundrað þúsundustu tyggjóklessuna af götum Reykjavíkurborgar. Guðjón réði niðurlögum klessunnar fyrir utan verslunina Brynju á Laugavegi og uppskar lófaklapp fyrir. 23. apríl 2022 19:48 Sannfærður um að krakkar hætti að henda tyggjóinu á götuna Guðjón Óskarsson var í dag valinn Reykvíkingur ársins 2021. Hann segir nafnbótina mikinn heiður en Guðjón hefur vakið athygli fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. 20. júní 2021 12:50 Tyggjóklessuhreinsari Reykvíkingur ársins Hinn rúmlega sjötugi Guðjón Óskarsson hefur verið valinn Reykvíkingur ársins. Nafnbótina hlýtur hann fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. 20. júní 2021 11:35 Ekki að leikslokum komið í tyggjóklessutínslu Verkefninu Tyggjóið burt lauk í dag og tókst Guðjóni Óskarssyni, sem fer fyrir verkefninu, að fjarlægja um átján þúsund tyggjóklessur af strætum borgarinnar. 25. september 2020 21:10 Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Hinn rúmlega sjötugi Guðjón Óskarsson, sem nú gengur undir nafninu Tyggjókarlinn, hefst handa við ærið verkefni á morgun. Hann ætlar að hreinsa ríflega 38 þúsund tyggjóklessur af götum miðbæjar Reykjavíkur. Helena Rós Sturludóttir fréttamaður hitti Guðjón í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Hvað kom til að þú hófst að sinna þessu? „Ég missti atvinnuna á sínum tíma, í kóvid, og fór að ganga um bæinn og mér hreinlega blöskraði ástandið á götum og gangstéttum borgarinnar. Svo ég fjárfesti í græjum og hóf að fjarlægja,“ segir Guðjón. Græjur Guðjóns gera það að hægum leik að fjarlægja tyggjóklessur.Vísir/Helena Rós Einstaklingar og fyrirtæki studdu verkefni Guðjón segir að fljótlega hafi einstaklingar og fyrirtæki hafið að styrkja verkefnið með fjárframlögum. Þá hafi hann boðið upp á hreinsun við fyrirtæki gegn stuðningi og loks hafi Reykjavíkurborg tekið þátt í verkefninu. Hann hefur unnið fjóra tíma á dag við að hreinsa gangstéttir borgarinnar undanfarið. Klessulaus 101 Reykjavík Á morgun hefst svo stórt verkefni sem ber heitið Klessulaus 101 Reykjavík. „Takmarkið er að fjarlægja allar tyggjóklessur úr 101 Reykjavík, þetta er eitthvað um 38 þúsund plús tyggjóklessur, 52,2 kílómetra vegalengd af gangstéttum og á að taka um þrjá mánuði. Ég að vísu geri það ekki einn, ég kem til með að ráða til mín aðstoðarfólk Forsetinn mætir og Valgeir tekur lagið Verkefninu verður formlega ýtt úr vör við veitingahúsið Rok á Skólavörðuholti klukkan 11:30. Gestirnir verða ekki af verri endanum en sjálfur Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mætir. Þá verður Valgeir Guðjónsson kynnir og hann mun taka lagið.
Reykjavík Umhverfismál Sorphirða Tengdar fréttir 100.000 tyggjóklessur hreinsaðar af götum Reykjavíkurborgar Guðjón Óskarsson náði því markmiði í dag að hreinsa burt hundrað þúsundustu tyggjóklessuna af götum Reykjavíkurborgar. Guðjón réði niðurlögum klessunnar fyrir utan verslunina Brynju á Laugavegi og uppskar lófaklapp fyrir. 23. apríl 2022 19:48 Sannfærður um að krakkar hætti að henda tyggjóinu á götuna Guðjón Óskarsson var í dag valinn Reykvíkingur ársins 2021. Hann segir nafnbótina mikinn heiður en Guðjón hefur vakið athygli fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. 20. júní 2021 12:50 Tyggjóklessuhreinsari Reykvíkingur ársins Hinn rúmlega sjötugi Guðjón Óskarsson hefur verið valinn Reykvíkingur ársins. Nafnbótina hlýtur hann fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. 20. júní 2021 11:35 Ekki að leikslokum komið í tyggjóklessutínslu Verkefninu Tyggjóið burt lauk í dag og tókst Guðjóni Óskarssyni, sem fer fyrir verkefninu, að fjarlægja um átján þúsund tyggjóklessur af strætum borgarinnar. 25. september 2020 21:10 Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
100.000 tyggjóklessur hreinsaðar af götum Reykjavíkurborgar Guðjón Óskarsson náði því markmiði í dag að hreinsa burt hundrað þúsundustu tyggjóklessuna af götum Reykjavíkurborgar. Guðjón réði niðurlögum klessunnar fyrir utan verslunina Brynju á Laugavegi og uppskar lófaklapp fyrir. 23. apríl 2022 19:48
Sannfærður um að krakkar hætti að henda tyggjóinu á götuna Guðjón Óskarsson var í dag valinn Reykvíkingur ársins 2021. Hann segir nafnbótina mikinn heiður en Guðjón hefur vakið athygli fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. 20. júní 2021 12:50
Tyggjóklessuhreinsari Reykvíkingur ársins Hinn rúmlega sjötugi Guðjón Óskarsson hefur verið valinn Reykvíkingur ársins. Nafnbótina hlýtur hann fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. 20. júní 2021 11:35
Ekki að leikslokum komið í tyggjóklessutínslu Verkefninu Tyggjóið burt lauk í dag og tókst Guðjóni Óskarssyni, sem fer fyrir verkefninu, að fjarlægja um átján þúsund tyggjóklessur af strætum borgarinnar. 25. september 2020 21:10
Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44