Piparúða spreyjað á gesti Írskra daga og fíkniefnahundar frá Suðurnesjum Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2023 16:43 Það eru Írskir dagar á Akranesi um helgina. Vísir/Arnar Óprúttinn aðili spreyjaði piparúða yfir gesti á dansgólfinu í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Yfirlögregluþjónn segir Írska daga hafa farið vel fram en lögreglan væri þó með aukið fíkniefnaeftirlit þar sem um fjölskylduhátíð væri að ræða. Vísi barst ábending um að einhver hefði spreyjað piparúða á gesti í Gamla kaupfélaginu á Akranesi í nótt. Lögreglan á Vesturlandi staðfesti það en hins vegar væri ekki vitað hver viðkomandi væri. „Það er ekki vitað hver gerði þetta en það er einhver sem úðar þarna yfir fólk innandyra og fólkið fann fyrir óþægindum og það var einn fluttur á slysadeildina á Akranesi,“ sagði Ásmundur Kr. Ásmundsson, settur yfirlögregluþjónn á Vesturlandi. Að sögn Ásmundar átti atvikið sér stað rúmlega hálf þrjú í nótt. Lögreglunni barst tilkynning um 02.39 þess efnis einhver hefði spreyjað á dansgólfinu inni á Gamla kaupfélaginu og var sjúkrabíll sendur á staðinn auk lögreglu. Einn þurfti aðhlynningu og var fluttur á sjúkrahús en aðrir kenndu sér einnig meins. „Fíkniefni komi ekki inn á fjölskylduhátíð“ Fyrir utan þetta atvik sagði Ásmundur að Írskir dagar hefðu farið fram með hefðbundnu sniði. Hins vegar væri lögreglan að leggja meiri áherslu á fíkniefnaeftirlit og væri þess vegna með tvo hunda frá Suðurnesjum. „Við erum núna að leggja áherslu á fíkniefnalöggæslu og það kom lögreglukona frá Suðurnesjum með tvo hunda. Hundurinn er búinn að merkja þrjú mál fyrir okkur enn sem komið er. Þannig við erum að leggja sérstaka áherslu á að hér sé ekki verið að sýsla með fíkniefni en það eru nokkur fíkniefnamál frá því í gær og hefðbundin slagsmál,“ sagði Ásmundur. Lögreglan sagðist einnig vera að taka prufur úr bílum sem koma upp úr Hvalfjarðargöngum. Í fyrra hefði lögreglan orðið vör við aukna fíkniefnaneyslu og nú ætti að taka það föstum tökum. „Við reiknum með að það verði um fjögur til fimm þúsund manns líklega, í brekkusöng og á þessu lopapeysuballi. Við erum að reyna að hafa mjög öfluga löggæslu í kringum það,“ sagði Ásmundur. „Í fyrra urðu lögreglumenn varir við aukna fíkniefnaneyslu hérna og við erum ekki ánægðir með það og þess vegna erum við að setja meira í þetta núna, eins og að vera með hundana, til að sporna við þessu. Þetta er fjölskylduhátíð og skilaboðin okkur eru að þessi sýsla með fíkniefni komi ekki inn á fjölskylduhátíð.“ Akranes Lögreglumál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira
Vísi barst ábending um að einhver hefði spreyjað piparúða á gesti í Gamla kaupfélaginu á Akranesi í nótt. Lögreglan á Vesturlandi staðfesti það en hins vegar væri ekki vitað hver viðkomandi væri. „Það er ekki vitað hver gerði þetta en það er einhver sem úðar þarna yfir fólk innandyra og fólkið fann fyrir óþægindum og það var einn fluttur á slysadeildina á Akranesi,“ sagði Ásmundur Kr. Ásmundsson, settur yfirlögregluþjónn á Vesturlandi. Að sögn Ásmundar átti atvikið sér stað rúmlega hálf þrjú í nótt. Lögreglunni barst tilkynning um 02.39 þess efnis einhver hefði spreyjað á dansgólfinu inni á Gamla kaupfélaginu og var sjúkrabíll sendur á staðinn auk lögreglu. Einn þurfti aðhlynningu og var fluttur á sjúkrahús en aðrir kenndu sér einnig meins. „Fíkniefni komi ekki inn á fjölskylduhátíð“ Fyrir utan þetta atvik sagði Ásmundur að Írskir dagar hefðu farið fram með hefðbundnu sniði. Hins vegar væri lögreglan að leggja meiri áherslu á fíkniefnaeftirlit og væri þess vegna með tvo hunda frá Suðurnesjum. „Við erum núna að leggja áherslu á fíkniefnalöggæslu og það kom lögreglukona frá Suðurnesjum með tvo hunda. Hundurinn er búinn að merkja þrjú mál fyrir okkur enn sem komið er. Þannig við erum að leggja sérstaka áherslu á að hér sé ekki verið að sýsla með fíkniefni en það eru nokkur fíkniefnamál frá því í gær og hefðbundin slagsmál,“ sagði Ásmundur. Lögreglan sagðist einnig vera að taka prufur úr bílum sem koma upp úr Hvalfjarðargöngum. Í fyrra hefði lögreglan orðið vör við aukna fíkniefnaneyslu og nú ætti að taka það föstum tökum. „Við reiknum með að það verði um fjögur til fimm þúsund manns líklega, í brekkusöng og á þessu lopapeysuballi. Við erum að reyna að hafa mjög öfluga löggæslu í kringum það,“ sagði Ásmundur. „Í fyrra urðu lögreglumenn varir við aukna fíkniefnaneyslu hérna og við erum ekki ánægðir með það og þess vegna erum við að setja meira í þetta núna, eins og að vera með hundana, til að sporna við þessu. Þetta er fjölskylduhátíð og skilaboðin okkur eru að þessi sýsla með fíkniefni komi ekki inn á fjölskylduhátíð.“
Akranes Lögreglumál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira