Kannast ekki við beiðni sem leiddi til tímamótadóms um mismunun Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2023 14:44 Lorie Smith vildi ekki þurfa að hanna vefsíður til að fagna brúðkaupum samkynhneigðra. Hún fékk Hæstarétt Bandaríkjanna til að leyfa sér og fyrirtækjum almennt til að neita samkynhneigðum um þjónustu. AP/Andrew Harnik Maður sem var nefndur í máli sem kristinn vefsíðuhönnuður sem vildi ekki þurfa að vinna fyrir samkynhneigt fólk höfðaði fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna segist aldrei hafa óskað eftir þjónustu hönnuðarins. Dómurinn leyfði fyrirtækjum að meina samkynhneigðum um þjónustu. Sex íhaldsmenn við Hæstarétt Bandaríkjanna töldu að kristinni konu sem rekur vefhönnunarfyrirtæki í Colorado væri heimilt að hafna því að hanna vefsíðu fyrir brúðkaup samkynhneigðra á föstudag. Dómurinn er talinn bakslag fyrir réttindi hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Þegar Lorie Smith, eigandi fyrirtækisins 303 Creative, höfðaði mál sitt á sínum tíma bauð hún ekki upp á hönnun vefsíðna fyrir brúðkaup og hafði ekki fengið neina ósk frá samkynja pari. Hún vildi hins vegar fá úrskurð dómstóla um að henni væri ekki skylt að gera það þrátt fyrir að ríkislög í Colorado bönnuðu fyrirtækjum að mismuna viðskiptavinum á grundvelli kynhneigðar. Degi eftir að Smith lagði málið fram og deilt var um hvort að hún hefði lögvarinna hagsmuna að gæta héldu lögmenn Smith því fram að þó að það væri ekki forsenda fyrir því að hún gæti höfðað málið þá hefði henni borist ósk um að gera vefsíðu fyrir brúðkaup samkynhneigðs pars. „Fullyrðingar um að Lorie fái aldrei beiðnir um að búa til vefsíður sem fagna samkynja athöfn eiga ekki lengur rétt á sér því að Lorie hefur fengið slíka beiðni,“ sögðu lögmennirnir í febrúar árið 2017. Giftur konu í hálfan annan áratug Maðurinn sem lögmenn Smith nefndu þessu til stuðnings kemur af fjöllum. Í stefnu Smith og greinargerð var maðurinn aðeins nefndur „Stewart“ en símanúmer hans og tölvupóstfang fylgdu með. Hann segist aldrei hafa óskað eftir þjónustu Smith og að hann hafi ekki vitað að hann væri nefndur í málsókn hennar fyrr en blaðamaður hafði samband við hann nýlega. „Ég var ótrúlega hissa í því ljósi að ég hef verið hamingjusamlega giftur konu undanfarin fimmtán ár,“ sagði maðurinn við AP-fréttastofuna. Hann furðar sig á að enginn hafi staðreynt að beiðnin væru raunveruleg áður en málið fór alla leið fyrir æðsta dómstól landsins. Nafn Stewart var nefnt í greinargerð lögmanna Smith til hæstaréttar. AP segir að svo virðist sem að hann sé ekki nefndur í dómi réttarins. Kristen Waggoner, lögmaður Smith, neitaði því að beiðnin sem var lögð fram væri uppspuni. Óumdeilt væri að beiðnin hefði borist. Mögulega hefði einhver ætlað að atast í Smith. Það hefði ekki þýðingu í málinu hvort að beiðnin væri ósvikin eða ekki. Phil Weiser, dómsmálaráðherra Colorado, sagði mál Smith tilbúning vegna þess að hún hafi ekki boðið upp á þjónustuna sem um ræðir þegar hún höfðaði málið. Hæstiréttur hefði ekki átt að taka mál til efnislegrar umfjöllunar sem ætti sér ekki neina stoð í raunveruleikanum. Hæstiréttur Bandaríkjanna er nú á valdi repúblikana. Þeir eiga sex dómarar af níu.Vísir/EPA Ekki talið skipta máli Washington Post segir að svo virðist sem að dómararnir hafi ekki talið það skipta sköpum hvort að Smith hefði fengið beiðni frá samkynhneigðu pari eða ekki. Frjálslyndu dómrarnir sem skiluðu sératkvæði fjölluðu ekki um það að beiðnin væri mögulega ekki raunveruleg. Meirihluti dómsins komst að þeirri niðurstöðu að vefsíðuhönnun teldist „tjáning“ og hún nyti þess vegna verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar. Colorado-ríki væri ekki heimilt að þvinga hana til þess að hanna vefsíðu fyrir brúðkaup samkynhneigðra því að það stangaðist á við trú hennar að aðeins karl og kona gætu gengið í hjónaband. Frjálslyndu dómararnir hörmuðu að dómurinn hefði rétt af samkynhneigðu fólki. „Álit dómstólsins er í bókstaflegri merkingu skilaboð sem segja „Samkynja pörum kann að vera meinað um ákveðna þjónustu“,“ skrifaði Sonia Sotomayor, höfundur minnihlutaálitsins. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Hinsegin Mannréttindi Tjáningarfrelsi Trúmál Tengdar fréttir Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03 Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Sex íhaldsmenn við Hæstarétt Bandaríkjanna töldu að kristinni konu sem rekur vefhönnunarfyrirtæki í Colorado væri heimilt að hafna því að hanna vefsíðu fyrir brúðkaup samkynhneigðra á föstudag. Dómurinn er talinn bakslag fyrir réttindi hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Þegar Lorie Smith, eigandi fyrirtækisins 303 Creative, höfðaði mál sitt á sínum tíma bauð hún ekki upp á hönnun vefsíðna fyrir brúðkaup og hafði ekki fengið neina ósk frá samkynja pari. Hún vildi hins vegar fá úrskurð dómstóla um að henni væri ekki skylt að gera það þrátt fyrir að ríkislög í Colorado bönnuðu fyrirtækjum að mismuna viðskiptavinum á grundvelli kynhneigðar. Degi eftir að Smith lagði málið fram og deilt var um hvort að hún hefði lögvarinna hagsmuna að gæta héldu lögmenn Smith því fram að þó að það væri ekki forsenda fyrir því að hún gæti höfðað málið þá hefði henni borist ósk um að gera vefsíðu fyrir brúðkaup samkynhneigðs pars. „Fullyrðingar um að Lorie fái aldrei beiðnir um að búa til vefsíður sem fagna samkynja athöfn eiga ekki lengur rétt á sér því að Lorie hefur fengið slíka beiðni,“ sögðu lögmennirnir í febrúar árið 2017. Giftur konu í hálfan annan áratug Maðurinn sem lögmenn Smith nefndu þessu til stuðnings kemur af fjöllum. Í stefnu Smith og greinargerð var maðurinn aðeins nefndur „Stewart“ en símanúmer hans og tölvupóstfang fylgdu með. Hann segist aldrei hafa óskað eftir þjónustu Smith og að hann hafi ekki vitað að hann væri nefndur í málsókn hennar fyrr en blaðamaður hafði samband við hann nýlega. „Ég var ótrúlega hissa í því ljósi að ég hef verið hamingjusamlega giftur konu undanfarin fimmtán ár,“ sagði maðurinn við AP-fréttastofuna. Hann furðar sig á að enginn hafi staðreynt að beiðnin væru raunveruleg áður en málið fór alla leið fyrir æðsta dómstól landsins. Nafn Stewart var nefnt í greinargerð lögmanna Smith til hæstaréttar. AP segir að svo virðist sem að hann sé ekki nefndur í dómi réttarins. Kristen Waggoner, lögmaður Smith, neitaði því að beiðnin sem var lögð fram væri uppspuni. Óumdeilt væri að beiðnin hefði borist. Mögulega hefði einhver ætlað að atast í Smith. Það hefði ekki þýðingu í málinu hvort að beiðnin væri ósvikin eða ekki. Phil Weiser, dómsmálaráðherra Colorado, sagði mál Smith tilbúning vegna þess að hún hafi ekki boðið upp á þjónustuna sem um ræðir þegar hún höfðaði málið. Hæstiréttur hefði ekki átt að taka mál til efnislegrar umfjöllunar sem ætti sér ekki neina stoð í raunveruleikanum. Hæstiréttur Bandaríkjanna er nú á valdi repúblikana. Þeir eiga sex dómarar af níu.Vísir/EPA Ekki talið skipta máli Washington Post segir að svo virðist sem að dómararnir hafi ekki talið það skipta sköpum hvort að Smith hefði fengið beiðni frá samkynhneigðu pari eða ekki. Frjálslyndu dómrarnir sem skiluðu sératkvæði fjölluðu ekki um það að beiðnin væri mögulega ekki raunveruleg. Meirihluti dómsins komst að þeirri niðurstöðu að vefsíðuhönnun teldist „tjáning“ og hún nyti þess vegna verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar. Colorado-ríki væri ekki heimilt að þvinga hana til þess að hanna vefsíðu fyrir brúðkaup samkynhneigðra því að það stangaðist á við trú hennar að aðeins karl og kona gætu gengið í hjónaband. Frjálslyndu dómararnir hörmuðu að dómurinn hefði rétt af samkynhneigðu fólki. „Álit dómstólsins er í bókstaflegri merkingu skilaboð sem segja „Samkynja pörum kann að vera meinað um ákveðna þjónustu“,“ skrifaði Sonia Sotomayor, höfundur minnihlutaálitsins.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Hinsegin Mannréttindi Tjáningarfrelsi Trúmál Tengdar fréttir Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03 Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Gætu breytt bandarísku samfélagi næstu áratugina Hæstiréttur Bandaríkjanna kemur saman á morgun í fyrsta sinn frá því í júní en dómararnir munu taka fyrir mörg stór og umdeild mál á næstu mánuðum. Búast má við því að dómarar sem skipaðir voru af forsetum úr Repúblikanaflokknum, sem eru í miklum meirihluta (6-3), muni halda áfram að færa bandarískt samfélag til hægri. 2. október 2022 15:03
Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20