Skaut fólk af handahófi á götum Fíladelfíu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2023 08:41 Lögreglumenn á vettvangi skotárásarinnar í Kingsessing-hverfinu í Fíladelfíu í gærkvöldi. AP/Yong Kim/The Philadelphia Inquirer Vopnaður karlmaður skaut fjóra til bana og særði tvo drengi í að því er virðist handahófskenndri árás á götum Fíladelfíu í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Lögreglumenn handtóku manninn eftir að hann gafst upp. Árásin var gerð í hverfinu Kingsessing í suðvestanverðri Fíladelfíu á níunda tímanum að staðartíma í gærkvöldi. Byssumaðurinn er sagður um fertugt. Hann var vopnaður árásarriffli og klæddur skotheldu vesti. Hann hélt áfram að skjóta á meðan lögreglumenn veittu honum eftirför. Hann gafst á endanum upp og var handtekinn, að sögn AP-fréttastofunnar. Öll fórnarlömbin voru karlmenn. Þrír þeirra voru á aldrinum tuttugu til 59 ára en sá yngsti á bilinu sextán til tuttugu og eins árs. Auk þeirra voru tveggja og þrettán ára drengi færðir á sjúkrahús. Ástand þeirra er sagt stöðugt. Engin augljós tengsl voru á milli byssumannsins og fórnarlamba hans, að sögn Danielle Outlaw, lögreglustjóra Fíladelfíu. „Á þessari stundu vitum við það eitt að þessi maður ákvað að fara að heiman og ráðast á fólk,“ sagði Outlaw á blaðamannafundi. Annar maður var handtekinn á vettvangi vegna gruns um að hann hafi svarað skothríð byssumannsins. Ekki liggur fyrir hvort að þeir tengist. Fjöldamorðið í gær var það tuttugusta og níunda í Bandaríkjunum það sem af er ári samkvæmt gagnagrunni AP og USA Today. Þau hafa aldrei verið fleiri þegar svo skammt er liðið af ári. Þá hafa heldur aldrei fleiri verið myrtir í fjöldaskotárásum svo snemma á árinu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Árásin var gerð í hverfinu Kingsessing í suðvestanverðri Fíladelfíu á níunda tímanum að staðartíma í gærkvöldi. Byssumaðurinn er sagður um fertugt. Hann var vopnaður árásarriffli og klæddur skotheldu vesti. Hann hélt áfram að skjóta á meðan lögreglumenn veittu honum eftirför. Hann gafst á endanum upp og var handtekinn, að sögn AP-fréttastofunnar. Öll fórnarlömbin voru karlmenn. Þrír þeirra voru á aldrinum tuttugu til 59 ára en sá yngsti á bilinu sextán til tuttugu og eins árs. Auk þeirra voru tveggja og þrettán ára drengi færðir á sjúkrahús. Ástand þeirra er sagt stöðugt. Engin augljós tengsl voru á milli byssumannsins og fórnarlamba hans, að sögn Danielle Outlaw, lögreglustjóra Fíladelfíu. „Á þessari stundu vitum við það eitt að þessi maður ákvað að fara að heiman og ráðast á fólk,“ sagði Outlaw á blaðamannafundi. Annar maður var handtekinn á vettvangi vegna gruns um að hann hafi svarað skothríð byssumannsins. Ekki liggur fyrir hvort að þeir tengist. Fjöldamorðið í gær var það tuttugusta og níunda í Bandaríkjunum það sem af er ári samkvæmt gagnagrunni AP og USA Today. Þau hafa aldrei verið fleiri þegar svo skammt er liðið af ári. Þá hafa heldur aldrei fleiri verið myrtir í fjöldaskotárásum svo snemma á árinu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira