Enn sé hrópandi þögn um tvo þætti hvalveiðibannsins Bjarki Sigurðsson skrifar 4. júlí 2023 11:51 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vísir/Vilhelm Verkalýðsfélag Akraness hefur sent Umboðsmanni Alþingis erindi vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að banna tímabundið veiðar á langreyðum. Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir hrópandi þögn vera um tvo þætti málsins. Verkalýðsfélag Akraness sendi fyrir helgi erindi til umboðsmanns Alþingis þar sem félagið telur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra ekki hafa farið eftir lögum og reglum við ákvörðun sína um að banna tímabundið veiðar á langreyðum . Flestir starfsmenn Hvals hf. eru meðlimir í Verkalýðsfélaginu og segir Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, að þarna séu hans félagsmenn að verða fyrir gífurlegu tekjutapi. „Það liggur fyrir að matvælaráðherra var búin að segja opinberlega að hún hafi enga lagastoð til þess að afturkalla leyfið hjá Hval. Á þeirri forsendu tóku 150 starfsmenn Hvals og sóttu um, margir tóku sér frí úr annarri vinnu, sumir sögðu upp vinnu, það eru dæmi um það að einstaklingar hafi leigt íbúðina sína í þrjá mánuði til þess að taka þessa vertíð og það getur ekki talist eðlileg stjórnsýsla að koma með slíka íþyngjandi ákvörðun einni mínútu áður en vertíðin hefst,“ segir Vilhjálmur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að ráðherra hafi enn ekki fært rök fyrir ýmsu er varðar ákvörðunina, sem er að sögn Heiðrúnar ólögmæt. „Það er í raun tvennt sem er hrópandi þögn um. Í fyrsta lagi er það þögn um hvort ráðherra hafi framkvæmt einhverskonar hagsmunamat gagnvart atvinnuréttindum leyfishafa og síðan er algjörlega skautað fram hjá því að reglugerðin stöðvar atvinnustarfsemi sem er heimiluð samkvæmt lögum og reglum. Veiðiaðferðir sem eru viðhafðar eru þær sömu og leyfi Hvals gera ráð fyrir. Þá eru í gildi lög um velferð dýra og á þessu er að engu leyti tekið í minnisblaðinu,“ segir Heiðrún Lind. Heiðrún segir að ekki sé hægt að halda því endalaust fram að dýravelferðarsjónarmið hafi verið höfð að leiðarljósi. „Staðreyndin er hins vegar sú, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, að réttur dýra til velferðar nýtur ekki sjálfstæðrar verndar í stjórnarskrá. Atvinnu- og eignaréttindi njóta slíkrar verndar. Það er þetta sem ráðherra hefur enn ekki svarað og þarna liggur ólögmætið,“ segir Heiðrún. Hvalveiðar Hvalir Stéttarfélög Tengdar fréttir Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32 Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. 27. júní 2023 08:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Verkalýðsfélag Akraness sendi fyrir helgi erindi til umboðsmanns Alþingis þar sem félagið telur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra ekki hafa farið eftir lögum og reglum við ákvörðun sína um að banna tímabundið veiðar á langreyðum . Flestir starfsmenn Hvals hf. eru meðlimir í Verkalýðsfélaginu og segir Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, að þarna séu hans félagsmenn að verða fyrir gífurlegu tekjutapi. „Það liggur fyrir að matvælaráðherra var búin að segja opinberlega að hún hafi enga lagastoð til þess að afturkalla leyfið hjá Hval. Á þeirri forsendu tóku 150 starfsmenn Hvals og sóttu um, margir tóku sér frí úr annarri vinnu, sumir sögðu upp vinnu, það eru dæmi um það að einstaklingar hafi leigt íbúðina sína í þrjá mánuði til þess að taka þessa vertíð og það getur ekki talist eðlileg stjórnsýsla að koma með slíka íþyngjandi ákvörðun einni mínútu áður en vertíðin hefst,“ segir Vilhjálmur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að ráðherra hafi enn ekki fært rök fyrir ýmsu er varðar ákvörðunina, sem er að sögn Heiðrúnar ólögmæt. „Það er í raun tvennt sem er hrópandi þögn um. Í fyrsta lagi er það þögn um hvort ráðherra hafi framkvæmt einhverskonar hagsmunamat gagnvart atvinnuréttindum leyfishafa og síðan er algjörlega skautað fram hjá því að reglugerðin stöðvar atvinnustarfsemi sem er heimiluð samkvæmt lögum og reglum. Veiðiaðferðir sem eru viðhafðar eru þær sömu og leyfi Hvals gera ráð fyrir. Þá eru í gildi lög um velferð dýra og á þessu er að engu leyti tekið í minnisblaðinu,“ segir Heiðrún Lind. Heiðrún segir að ekki sé hægt að halda því endalaust fram að dýravelferðarsjónarmið hafi verið höfð að leiðarljósi. „Staðreyndin er hins vegar sú, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, að réttur dýra til velferðar nýtur ekki sjálfstæðrar verndar í stjórnarskrá. Atvinnu- og eignaréttindi njóta slíkrar verndar. Það er þetta sem ráðherra hefur enn ekki svarað og þarna liggur ólögmætið,“ segir Heiðrún.
Hvalveiðar Hvalir Stéttarfélög Tengdar fréttir Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32 Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. 27. júní 2023 08:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32
Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. 27. júní 2023 08:00