Aníta Briem slær sér upp Íris Hauksdóttir skrifar 28. september 2023 14:00 Aníta Briem hefur lengi verið á meðal glæsilegustu kvenna landsins. Vísir/Vilhelm Leikkonan Aníta Briem og Hafþór Waldorff hafa verið að slá sér upp undanfarna mánuði samkvæmt heimildum fréttastofu. Parið lét vel hvort að öðru á kaffihúsinu Kaffi Vest í dag en þau hafa unnið náið saman í kvikmyndageiranum. Aníta er ein hæfileikaríkasta leikkona okkar Íslendinga en hún steig fyrst á svið sem Ída í barnaleikritinu Emil, þá níu ára gömul. Hún fluttist ung til Englands í leiklistarnám og útskrifaðist frá einum virtasta leiklistarskóla Bretlands, RADA árið 2004. Síðar lá leiðin til Los Angeles þar sem Aníta bjó ásamt þáverandi eiginmanni sínum Constantine Paraskevopoulus og lék sem frægt er í kvikmyndinni Journey to the center of the earth árið 2008. Aníta flutti heim til Íslands árið 2020 og hefur síðan þá verið iðin við kolann hvað varðar íslenska kvikmyndagerðarlist en hún lék meðal annars aðalhlutverkið í kvikmyndinni Skjálfta í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur við mikið lof. Hún ræddi heimkomuna í viðtali við Bakaríð í fyrra. Upphaflega kom hún þó hingað til lands til þess að leika í þáttaröðinni Ráðherrann sem vakti mikla lukku hér á landi og þaðan tók hún við erfiðu hlutverki móðurinnar í Berdreymi ásamt hlutverki Unnar í Svari við Bréfi Helgu í leikstjórn Ásu Helgu eftir sögu Bersteins Birgissonar. Stuttu síðar sló hún í gegn í hlutverki sínu í myndinni Villibráð sem kom út fyrr á þessu ári. Hafþór var einn af fjölmörgum sem lögðu hönd á plóg við gerð kvikmyndarinnar við búningagerð. Hann kemur jafnframt að sviðsetningu væntanlegrar dramaþáttaraðar undir handleiðslu Anítu sjálfrar sem nefnast Eins lengi og við lifum eða As long as we live og eru í dagskrágerð Stöðvar 2 undir leikstjórn Katrínar Björgvinsdóttur. Stikla fyrir þættina var frumsýnd í morgun. Aníta hefur sagt umfjöllunarefni þáttanna meðal annars sprottið af persónulegri reynslu. Aníta fór yfir nýju þættina í spjalli við Bakaríið í október í fyrra. Þættirnir hverfast um hina eitt sinn efnilegu tónlistarkonu Betu sem vaknar upp við vondan draum. Hjónabandið virðist ónýtt og hún ekki sú móðir sem hún vilji vera. Þegar ungur maður flytur inn á heimilið til að hjálpa með barnið og fer að leggja til „daður-verkefni“ fyrir hjónin, er Beta þvinguð til að taka áhættur og stíga aftur inn í lífið, eins og segir í kynningartexta um þættina. Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Tengdar fréttir Aníta Briem tilnefnd fyrir handritið á Svo lengi sem við lifum Aníta Briem hefur verið tilnefnd til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna fyrir handritaskrif á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum/As Long As We Live. Verðlaunin verða veitt í sjöunda sinn á Gautaborgarhátíðinni í febrúar. 17. desember 2022 00:01 Erfiðleikar hjónabandsins ættu ekki að vera leyndarmál Leikkonan Aníta Briem hefur nú nýlokið við tökur á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor. Handritið, sem er að mörgu leyti innblásið af persónulegri reynslu Anítu, er hennar fyrsta verk sem handritshöfundur. 18. október 2022 06:01 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Aníta er ein hæfileikaríkasta leikkona okkar Íslendinga en hún steig fyrst á svið sem Ída í barnaleikritinu Emil, þá níu ára gömul. Hún fluttist ung til Englands í leiklistarnám og útskrifaðist frá einum virtasta leiklistarskóla Bretlands, RADA árið 2004. Síðar lá leiðin til Los Angeles þar sem Aníta bjó ásamt þáverandi eiginmanni sínum Constantine Paraskevopoulus og lék sem frægt er í kvikmyndinni Journey to the center of the earth árið 2008. Aníta flutti heim til Íslands árið 2020 og hefur síðan þá verið iðin við kolann hvað varðar íslenska kvikmyndagerðarlist en hún lék meðal annars aðalhlutverkið í kvikmyndinni Skjálfta í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur við mikið lof. Hún ræddi heimkomuna í viðtali við Bakaríð í fyrra. Upphaflega kom hún þó hingað til lands til þess að leika í þáttaröðinni Ráðherrann sem vakti mikla lukku hér á landi og þaðan tók hún við erfiðu hlutverki móðurinnar í Berdreymi ásamt hlutverki Unnar í Svari við Bréfi Helgu í leikstjórn Ásu Helgu eftir sögu Bersteins Birgissonar. Stuttu síðar sló hún í gegn í hlutverki sínu í myndinni Villibráð sem kom út fyrr á þessu ári. Hafþór var einn af fjölmörgum sem lögðu hönd á plóg við gerð kvikmyndarinnar við búningagerð. Hann kemur jafnframt að sviðsetningu væntanlegrar dramaþáttaraðar undir handleiðslu Anítu sjálfrar sem nefnast Eins lengi og við lifum eða As long as we live og eru í dagskrágerð Stöðvar 2 undir leikstjórn Katrínar Björgvinsdóttur. Stikla fyrir þættina var frumsýnd í morgun. Aníta hefur sagt umfjöllunarefni þáttanna meðal annars sprottið af persónulegri reynslu. Aníta fór yfir nýju þættina í spjalli við Bakaríið í október í fyrra. Þættirnir hverfast um hina eitt sinn efnilegu tónlistarkonu Betu sem vaknar upp við vondan draum. Hjónabandið virðist ónýtt og hún ekki sú móðir sem hún vilji vera. Þegar ungur maður flytur inn á heimilið til að hjálpa með barnið og fer að leggja til „daður-verkefni“ fyrir hjónin, er Beta þvinguð til að taka áhættur og stíga aftur inn í lífið, eins og segir í kynningartexta um þættina.
Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Tengdar fréttir Aníta Briem tilnefnd fyrir handritið á Svo lengi sem við lifum Aníta Briem hefur verið tilnefnd til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna fyrir handritaskrif á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum/As Long As We Live. Verðlaunin verða veitt í sjöunda sinn á Gautaborgarhátíðinni í febrúar. 17. desember 2022 00:01 Erfiðleikar hjónabandsins ættu ekki að vera leyndarmál Leikkonan Aníta Briem hefur nú nýlokið við tökur á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor. Handritið, sem er að mörgu leyti innblásið af persónulegri reynslu Anítu, er hennar fyrsta verk sem handritshöfundur. 18. október 2022 06:01 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Aníta Briem tilnefnd fyrir handritið á Svo lengi sem við lifum Aníta Briem hefur verið tilnefnd til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna fyrir handritaskrif á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum/As Long As We Live. Verðlaunin verða veitt í sjöunda sinn á Gautaborgarhátíðinni í febrúar. 17. desember 2022 00:01
Erfiðleikar hjónabandsins ættu ekki að vera leyndarmál Leikkonan Aníta Briem hefur nú nýlokið við tökur á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor. Handritið, sem er að mörgu leyti innblásið af persónulegri reynslu Anítu, er hennar fyrsta verk sem handritshöfundur. 18. október 2022 06:01