Vegfarandi myrti árásarmann í Tel Aviv Heimir Már Pétursson skrifar 4. júlí 2023 19:21 Bíll árásarmannsins í Tel Aviv í dag. AP/Oded Balilty Ísraelsmenn hafa haldið hernaðaraðgerðum sínum í flóttamannabúðum í borginni Jenin á Vesturbakkanum áfram í dag. Ellefu Palestínumenn hafa fallið í innrás Ísraelshers í búðirnar, yfir hundrað særst og um 120 verið handteknir. Yfirlýstur tilgangur Ísraelsmanna með aðgerðinni er að handsama og eyðileggja búðir meintra hryðjuverkamanna í búðunum. The Guardian segir hins vegar að að um hefndaraðgerð hafi verið að ræða eftir að fjórir ólöglegir ísraelskir landtökumenn féllu í skotárásum Palestínumanna. Ísraelskir landtökumenn flæma Palestínumenn frá jörðum sínum og heimilum og yfirtaka eða eyðileggja eignir þeirra með stuðningi eigin hersveita með velþóknun stjórnvalda í Ísrael. Undanfarin ár hafa þessir landtökumenn smátt og smátt dreift sér ólöglega um stóran hluta Vesturbakkans sem tilheyrir Palestínu, án þess að alþjóðasamfélagið bregðist við með öðru fordæmingum án þess að gripið sé til nokkurra aðgerða. Um þrjú þúsund manns hafa flúið búðirnar sem eru aflokað hverfi í Jenin. Íbúar í flóttamannabúðunum í Jenen halda á manni sem ísraelskir hermenn skutu og særðu eftir að hann kastaði sprengju að þeim.AP/Majdi Mohammed Í dag slösuðust átta manns, þar af tveir alvarlega, eftir að Palestínumaður ók bíl inn í hóp fólks í borginni Tel Aviv í Ísrael. Vegfarandi skaut bílstjórann til bana þegar hann gekk að manninum á meðan hann lá í götunni og skaut í höfuðið af stuttu færi. Búið að breiða plastábreiðu yfir lík mannsins sem ók bílnum. Vegfarandi skaut hann til bana eftir að hann keyrði á fólkið.AP/Oded Balilty Kobi Shabtai lögreglustjóri í Tel Aviv segir ökumanninn hafa verið palestínskan hryðjuverkamanna. „Einn hryðjuverkamaður var drepinn og átta særðust. Tveir þeirra eru í lífshættu og ástand þriggja er stöðugt. Hinir eru illa slasaðir. Hryðjuverkamaðurinn býr á svæði Palstínumanna og nokkrir tengdir honum voru handteknir. Ég fer ekki út í smáatriði því málið er enn í rannsókn,“ sagði lögreglustjórinn á vettvangi í dag. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ók á vegfarendur og stakk í Tel Aviv Ungur Palestínumaður ók bíl inn í hóp fólks á strætisvagnabiðstöð og stakk fólk með eggvopni í Tel Aviv í Ísrael í dag. Herskáir hópar Palestínumanna líta á hryðjuverkið sem svar við umfangsmikilli hernaðaraðgerð Ísraela á Vesturbakkanum. 4. júlí 2023 14:50 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30 Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
Yfirlýstur tilgangur Ísraelsmanna með aðgerðinni er að handsama og eyðileggja búðir meintra hryðjuverkamanna í búðunum. The Guardian segir hins vegar að að um hefndaraðgerð hafi verið að ræða eftir að fjórir ólöglegir ísraelskir landtökumenn féllu í skotárásum Palestínumanna. Ísraelskir landtökumenn flæma Palestínumenn frá jörðum sínum og heimilum og yfirtaka eða eyðileggja eignir þeirra með stuðningi eigin hersveita með velþóknun stjórnvalda í Ísrael. Undanfarin ár hafa þessir landtökumenn smátt og smátt dreift sér ólöglega um stóran hluta Vesturbakkans sem tilheyrir Palestínu, án þess að alþjóðasamfélagið bregðist við með öðru fordæmingum án þess að gripið sé til nokkurra aðgerða. Um þrjú þúsund manns hafa flúið búðirnar sem eru aflokað hverfi í Jenin. Íbúar í flóttamannabúðunum í Jenen halda á manni sem ísraelskir hermenn skutu og særðu eftir að hann kastaði sprengju að þeim.AP/Majdi Mohammed Í dag slösuðust átta manns, þar af tveir alvarlega, eftir að Palestínumaður ók bíl inn í hóp fólks í borginni Tel Aviv í Ísrael. Vegfarandi skaut bílstjórann til bana þegar hann gekk að manninum á meðan hann lá í götunni og skaut í höfuðið af stuttu færi. Búið að breiða plastábreiðu yfir lík mannsins sem ók bílnum. Vegfarandi skaut hann til bana eftir að hann keyrði á fólkið.AP/Oded Balilty Kobi Shabtai lögreglustjóri í Tel Aviv segir ökumanninn hafa verið palestínskan hryðjuverkamanna. „Einn hryðjuverkamaður var drepinn og átta særðust. Tveir þeirra eru í lífshættu og ástand þriggja er stöðugt. Hinir eru illa slasaðir. Hryðjuverkamaðurinn býr á svæði Palstínumanna og nokkrir tengdir honum voru handteknir. Ég fer ekki út í smáatriði því málið er enn í rannsókn,“ sagði lögreglustjórinn á vettvangi í dag.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ók á vegfarendur og stakk í Tel Aviv Ungur Palestínumaður ók bíl inn í hóp fólks á strætisvagnabiðstöð og stakk fólk með eggvopni í Tel Aviv í Ísrael í dag. Herskáir hópar Palestínumanna líta á hryðjuverkið sem svar við umfangsmikilli hernaðaraðgerð Ísraela á Vesturbakkanum. 4. júlí 2023 14:50 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30 Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
Ók á vegfarendur og stakk í Tel Aviv Ungur Palestínumaður ók bíl inn í hóp fólks á strætisvagnabiðstöð og stakk fólk með eggvopni í Tel Aviv í Ísrael í dag. Herskáir hópar Palestínumanna líta á hryðjuverkið sem svar við umfangsmikilli hernaðaraðgerð Ísraela á Vesturbakkanum. 4. júlí 2023 14:50
Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. 3. júlí 2023 19:30
Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. 3. júlí 2023 16:01