Enginn handtekinn eftir að tilkynnt var að einstaklingur kynni að bera skotvopn Kristinn Haukur Guðnason og Eiður Þór Árnason skrifa 4. júlí 2023 22:13 Mikill viðbúnaður var í Reykjanesbæ þegar aðgerðin stóð yfir. Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð út í Reykjanesbæ í kvöld þegar grunur lék á því að vopnaður maður væri á ferð í bænum. „Götur við Vatnsnesveg eru lokaðar á þessari stundu og biðjum við vegfarendur um að virða lokanir. Þær götur sem lokanir hafa áhrif á eru Vatnsnesvegur, Hafnargata, Framnesvegur og Básvegur svo eitthvað sé nefnt,“ sagði í upphaflegri tilkynningu um lögregluaðgerð embættisins. Samkvæmt Brunavörnum Suðurnesja óskaði lögregla upphaflega eftir því að sjúkrabíll yrði tiltækur á vettvangi en síðar var slökkviliði tilkynnt að ekki væri lengur þörf á aðstoð þeirra. Að sögn sjónarvotts voru fimm venjulegar lögreglubifreiðar á staðnum auk einnar ómerktrar um tíma á vettvangi. Vill ekki gefa upp hvort um skotvopn hafi verið að ræða Lögreglan tilkynnti svo nálægt 23:00 að ástæða aðgerðanna hafi henni hefði borist upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir klukkan 21:05. Sést hafi til aðila sem kynni að vera vopnaður skotvopni. „Verklag vegna slíkra mála var virkjað sem krafðist þess að lögreglan þurfti að loka af litlum hluta af Reykjanesbæ til að ganga úr skugga um að hvort fyrrnefnt atvik væri rétt. Að lokinni frekari vinnu og upplýsingaöflun á vettvangi lauk aðgerðum lögreglu núna klukkan 22:30. Enginn aðili hefur verið handtekinn vegna málsins,“ segir í tilkynningunni. Sigvaldi Lárusson varðstjóri á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi viljað leita af sér allan grun eftir að tilkynningin barst og sé nú búin að aflétta lokunum á svæðinu. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort umræddur einstaklingur hafi í reynd verið vopnaður skotvopni. Fréttin verður uppfærð. Reykjanesbær Lögreglumál Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
„Götur við Vatnsnesveg eru lokaðar á þessari stundu og biðjum við vegfarendur um að virða lokanir. Þær götur sem lokanir hafa áhrif á eru Vatnsnesvegur, Hafnargata, Framnesvegur og Básvegur svo eitthvað sé nefnt,“ sagði í upphaflegri tilkynningu um lögregluaðgerð embættisins. Samkvæmt Brunavörnum Suðurnesja óskaði lögregla upphaflega eftir því að sjúkrabíll yrði tiltækur á vettvangi en síðar var slökkviliði tilkynnt að ekki væri lengur þörf á aðstoð þeirra. Að sögn sjónarvotts voru fimm venjulegar lögreglubifreiðar á staðnum auk einnar ómerktrar um tíma á vettvangi. Vill ekki gefa upp hvort um skotvopn hafi verið að ræða Lögreglan tilkynnti svo nálægt 23:00 að ástæða aðgerðanna hafi henni hefði borist upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir klukkan 21:05. Sést hafi til aðila sem kynni að vera vopnaður skotvopni. „Verklag vegna slíkra mála var virkjað sem krafðist þess að lögreglan þurfti að loka af litlum hluta af Reykjanesbæ til að ganga úr skugga um að hvort fyrrnefnt atvik væri rétt. Að lokinni frekari vinnu og upplýsingaöflun á vettvangi lauk aðgerðum lögreglu núna klukkan 22:30. Enginn aðili hefur verið handtekinn vegna málsins,“ segir í tilkynningunni. Sigvaldi Lárusson varðstjóri á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi viljað leita af sér allan grun eftir að tilkynningin barst og sé nú búin að aflétta lokunum á svæðinu. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort umræddur einstaklingur hafi í reynd verið vopnaður skotvopni. Fréttin verður uppfærð.
Reykjanesbær Lögreglumál Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira