Duncan Ferguson hætti hjá Forest Green á dögunum eftir sex mánaða starf. Í stað hans réði félagið Hönnuh Dingley.
Hún er fyrsta konan sem er ráðinn stjóri liðs í efstu fjórum deildunum á Englandi. Ráðningin er þó tímabundin til að byrja með.
Dingley er yfirmaður unglingastarfs Forest Green og er með UEFA Pro License þjálfaragráðu.
We can confirm that Hannah Dingley has been named our Caretaker Head Coach.
— Forest Green Rovers (@FGRFC_Official) July 4, 2023
Dingley will take charge of the team for tomorrow night s friendly at Melksham Town.#WeAreFGR
Forest Green mætir Melksham Town í fyrsta leik sínum á undirbúningstímabilinu í kvöld og þar verður Dingley við stjórnvölinn.
„Ég er mjög spennt. Undirbúningstímabilið er hafið og keppnistímabilið er handan við hornið. Þetta er spennandi tími í fótboltanum og ég er þakklát fyrir tækifærið að stýra svona framsæknu félagi,“ sagði Dingley.
Forest Green féll úr ensku C-deildinni á síðasta tímabili.